Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 ir komust samt fljótt á og skaðabæt­ urnar, sem hann fékk, voru góð­ ur koss.“ Ekki verður séð að Ólaf­ ur Davíðsson hafi þekkt nein orð um þrá sína til annarra pilta, enda ritar hann þetta áður en menn tóku fyrir alvöru að upphefja gagnkynhneigð­ ina í vestrænni menningu með því að fordæma alla þá sem hlupu und­ an merkjum henna r og gefa þeim sín heiti. En Ólaf­ ur var prests­ sonur, hann átti strangan föður og þekkti að sjálfsögðu þá alræmdu ritn­ ingarstaði Biblí­ unnar sem kval­ ið hafa margan piltinn. Þess vegna finnur hann sig knúinn til að rétt­ læta fyrir sjálfum sér þá nautn sem hann er rétt í þessu að uppgötva. Á einum stað í dagbókinni efast hann um þá skoðun að sannkristið líf hljóti að felast í því að krossfesta holdið og hvatir þess, og hefur þar í huga fleyg orð Páls postula í Galatabréfinu, 5:24: „En þeir, sem Krists eru, hafa kross­ fest hold sitt með þess girndum og tilhneigingum“ (þýðing frá 1863). Þessu andmælir sá skynsami Ólaf­ ur, hann neitar með öðrum orðum að fyllast sektarkennd fyrir það að kannast við kenndir sínar og til­ finningar sínar og njóta þeirra. Að kvöldi 21. apríl 1882 ritar hann þetta í dagbók sína: „Ég tók Geir með mér. Hann sef­ ur hjá mér í nótt. Mér hefur aldrei þótt eins vænt um neinn og Geir. Hvað það var indælt að vefja hann að sér og leggja hann undir vanga sinn og kyssa hann svo. Loksins varð ég þó skotinn. En hvað er það að vera skotinn í karlmanni hjá því að vera skotinn í meyju? Ekkert, segir náttúruvit mitt mér. Er það annars ekki röng skoðun að kross­ festa holdið með girndum þess og tilhneigingum? Er ekki rétt að hafa svo mikið upp úr lífinu sem auðið er fyrir góðan og mannlegan mann? Það held ég.“ Að hemja mannlífið Ólafur Davíðsson las sannarlega fleira en Biblíuna, til dæmis varð hann snemma vel læs á forngrísku og þekkti lýsingar Grikkja til forna á ástum tveggja af sama kyni. En allar greiningar og útlistanir síðari tíma á samkynhneigðri þrá voru honum framandi, enda var hún ekki skilgreind á nútímavísu fyrr en rétt um það bil sem Ólafur komst til vits og ára, og vorið 1882 höfðu engar fréttir borist af þeim tilburð­ um til Íslands. Því má ljóst vera að skilningur Ólafs á sjálfum sér og til finningum sínum verður ekki lagður að jöfnu við þann skilning sem lesbíur og hommar nútímans leggja í samkynhneigðar tilfinn­ ingar sínar. Hugtakið homos­ exualitet eða samkynhneigð varð fyrst til um 1870. Með iðnbyltingunni og vaxandi þörf hins kap­ ítalíska samfélags til að kortleggja, skrá og hemja mannlíf­ ið á 19. öld færðust læknavísindi og refsiréttur í auk­ ana og sáu það meðal annars sem tilgang sinn að verja heim­ inn gegn öllu því sem vék frá hinni góðu gagn­ kynhneigð. Þeir sem framfylgdu lögum og rétti gengu hraustlega til verka, og nær­ tækt er að minnast réttarhaldanna yfir Oscar Wilde í Lund­ únum árið 1895 eða lögregluaðgerða gegn karlmönnum fyrir mök þeirra við aðra karla í höfuðborg Íslendinga, Kaupmannahöfn, upp úr aldamótunum 1900. Þessar aðgerðir miðuðu meðal annars að því að hræða menn frá því að stofna til náins samneytis og ásta hver við annan. Ólafur Davíðsson dvaldi í Höfn við nám og störf frá 1882 til ársins 1897 þegar hann sneri heim til Ís­ lands. Ekkert er vitað um ástarlíf hans eftir lokaveturinn í Lærða skólanum, og engum sögum fer af ástum hans með konum – né heldur körlum. Eitt og annað mun þó hafa verið hvíslað um hneigðir hans til karla í sveitum norðanlands. Ólaf­ ur kvæntist aldrei og eignaðist enga afkomendur, en eftir að hann sneri heim frá Kaupmannahöfn vann hann að fræðilegum hugð­ arefnum sínum heima í Hörgárdal og sinnti annað slagið kennslu við Gagnfræðaskólann á Möðruvöll­ um. Um aldamótin 1900 varð Geir Sæmundsson prestur á Akureyri, þá kvæntur maður og faðir tveggja barna, en ekki er vitað um sam­ skipti þeirra Ólafs þau fáu ár sem þeir voru samtíða í Eyjafirði – fyrr en á lokadegi. Endalok Ólafs Davíðssonar urðu svipleg. Hann drukknaði í Hörgá, einn á ferð á hesti sínum, aðfara­ nótt 6. september 1903, 41 árs að aldri. Útför hans að Möðruvöllum í Hörgárdal var sú fjölmennasta sem menn minntust þar um slóðir. Að því tilefni orti Matthías Jochumsson langt kveðjuljóð sem flutt var af ein­ söngvara við útförina í kirkjunni. Þar er meðal annars þetta að finna. Hjartans vin, því fórstu frá oss? Fannst þér kalt að vera hjá oss? Hvar er ljós? Og sá maður sem stóð í kór Möðru­ vallakirkju og söng þessar ljóðlín­ ur, það var enginn annar en Geir Sæmundsson. Ólafur Davíðsson Þótt Íslandssagan sé snauð af vitnisburðum um samkynhneigð- ar ástir er þar samt að finna fáeina mola sem segja sitthvað um tilfinningar og tíðaranda. Dagbókarskrif Ólafs Davíðssonar þjóðsagnasafnara eru til vitnis um það. Hann stundaði nám við Lærðaskólann í Reykjavík á árunum 1877–1882 þar sem þeir Geir Sæmundsson, síðar prestur og vígslubiskup, felldu hugi saman. „Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann er líka allra laglegasti piltur og virðist vera vel viti bor- inn. Hann er unnustan mín.“ Úr dagbók Ólafs Davíðssonar. Lærði skólinn við Lækjargötu var helsta menntastofnun landsins um aldamótin 1900. Hér sést danski fáninn blakta við hún. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.