Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 31
Unnið í samstarfi við RB Classic
Það er meiriháttar að sjá hvað sportið hefur vax-ið að undanförnu,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdótt-
ir, mótsstjóri í götuhjólamótinu RB
Classic sem haldið verður í þriðja
sinn 27. ágúst næstkomandi.
Vinsældir hjólreiða hafa aukist
hratt hér á landi að undanförnu
og sést það vel á þátttöku í RB
Classic. Fyrsta árið voru um 180
keppendur, í fyrra voru þeir um
280 og í ár er gert ráð fyrir vel yfir
300 keppendum. Hjólreiðafélagið
Tindur sér um skipulagningu og
meðal helstu styrktaraðila eru RB
(Reiknistofa bankanna) og hjól-
reiðaverslunin Kría.
Hrönn segir að keppnin heiti
„Classic“ því uppbyggingin er
götuhjólamót þar sem einhver hluti
brautarinnar er á möl eða öðru
krefjandi undirlagi, t.d. steinlagð-
ar götur (e. Cobble stone) eins og
í hinni margfrægu Paris-Roubaix
keppni. „Þetta er mjög vinsælt
og skemmtilegt keppnisform í
Evrópu,“ segir hún.
Nutrilenk Gel – nýr fjölskyldumeðlimur
í Nutrilenk fjölskyldunni
Hentar vel fyrir hlaupara og allt íþróttafólk.
Unnið í samstarfi við Artasan
Nutrilenk Gel er nýjasta viðbótin
í Nutrilenk fjölskyldunni. Gelið má
bera beint á auma liði og vöðva.
Það inniheldur m.a. chondroitin
sem er eitt aðal byggingarefni
brjósks, sina og beina en það er
einnig virka efnið í Nutrilenk Gold.
Nutrilenk fjölskyldan inniheld-
ur nú Nutrilenk Gold, Nutrilenk
Active og Nutrilenk Gel
Nutrilenk Gold er efni sem þarf
vart að kynna en þúsundir Ís-
lendinga nota þetta liðbætiefni
daglega og hafa gert í mörg ár.
Það hentar þeim best sem þjást
af minnkuðum brjóskvef, sliti og
verkjum í liðamótum og getur
dregið verulega úr verkjum og
minnkað brak í liðum og stirð-
leika. Það er frábært, náttúru-
legt byggingarefni
fyrir liðbrjóskið.
Fjöldi Íslendinga
hefur vitnað um
gagnsemi þess
og segist hrein-
lega hafa öðlast
nýtt líf eftir að
hafa byrjað að nota
Nutrilenk.
Nutrilenk Active
er einnig orðið vel
þekkt á Íslandi en ára-
löng reynsla og rann-
sóknir gefa til kynna
að það hjálpi til við
að auka heilbrigði lið-
anna og auki þar með
hreyfigetu og færni.
Það er fyrst og fremst
ætlað þeim sem þjást af
minnkuðum liðvökva sem lýs-
ir sér oftast í stirðleika og
sársauka í kringum
liðamót. Það inni-
heldur hátt hlut-
fall af náttúrulega
efninu hýalúron-
sýru og kollageni
sem getur aukið
liðleika og séð
til þess að liðirnir séu vel smurðir
svo fólk geti hreyft sig af fullum
krafti án hindrana.
NÝTT á íslenska markaðnum
Nutrilenk GEL er nýtt á ís-
lenska markaðnum og er fullkom-
in viðbót við Nutrilenk Gold og
Nutrilenk Active. Það er á gel-
formi og má bera beint á húðina.
Það hentar flest öllum sem glíma
við verki og eymsli í liðum og
vöðvum.
Það er kælandi og bólgueyð-
andi og getur dregið úr brjósk-
eyðingu. Nota má gelið bæði fyr-
ir og/eða eftir hreyfingu. Með-
al innihaldsefna eru eucalyptus
ilmkjarnaolía sem getur verið
verkjastillandi ásamt því að vera
góð fyrir upphitun hjá íþrótta-
fólki, engiferþykkni sem hjálp-
ar til við að halda liðunum vel
smurðum og örvar blóðrásina
og chondroitin sem er eitt aðal
byggingarefni brjósks, sina og
beina. Það getur hjálpað til við
að draga úr brjóskeyðingu og
örvað brjóskmyndun í skemmd-
um liðum.
Ein af skemmtilegustu
hjólakeppnum sumarsins
RB Classic verður haldin í þriðja sinn 27. ágúst næstkomandi.
Búist er við yfir 300 keppendum í RB Classic hjólakeppninni síðar í þessum mánuði.
Hjólað er í stórkostlegu umhverfi Þingvalla og Nesjavalla.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir.
Keppnin fer fram í stórkostlegu
umhverfi Þingvalla og Nesjavalla
þar sem er hjólaður hringur um
Þingvallavatn, einn hringur eða um
65 kílómetrar fyrir B-flokk og tveir
hringir eða um 127 kílómetrar fyrir
A-flokk.
„Brautin er ein af lengri brautum
sumarsins og vissulega krefjandi
leið með töluverðri hækkun og
kröppum beygjum gegnum Grafn-
inginn. Því skapast mörg tækifæri
fyrir keppendur að spila á her-
kænskuna og meta það hvenær á
að slíta sig frá hópnum og keyra
upp hraðann,“ segir Hrönn.
Krefjandi braut gerir meiri kröf-
ur til keppenda, til dæmis þarf
að huga vel að því hvaða dekk
á að velja þar sem undirlagið er
mismunandi, loftþrýstinginn í
dekkjunum þarf að laga að bæði
malbikinu og malarkaflanum. „Í
fyrra fengu margir að finna fyrir
malarkaflanum og töluverður fjöldi
keppenda sprengdi dekk eftir að
komið var á mölina með tilheyrandi
töfum. Líklega voru ein eða tvær
byltur á þeim kafla. Þetta er klár-
lega ein af skemmtilegustu götu-
Í fyrra fengu margir að finna
fyrir malarkaflanum og tölu-
verður fjöldi keppenda sprengdi
dekk eftir að komið var á mölina
með tilheyrandi töfum.
hjólakeppnum sumarsins þar sem
allt smellur saman, braut, umhverfi
og tækni.“
Hægt er að skrá sig í RB Classic
á hjólamót.is fram til 24. ágúst
og nánari upplýsingar má finna á
Facebook-síðu keppninnar og á
www.rbclassic.is. „Við stefnum að
því að gera þetta að skemmtileg-
um degi og hvetjum alla áhuga-
sama til að taka þátt. Þeir sem
eru að keppa geta komið með
fjölskylduna sem getur notið
þessa yndislega umhverfis meðan
á keppninni stendur. Svo höfum
við verið með útdráttarverðlaun
þar sem Kría gefur rosalega flott
götuhjól í verðlaun og við gefum
líka sparkhjól fyrir krakka,“ segir
Hrönn.
…heilsa kynningar11 | amk… LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016
Friðleifur Friðleifsson
hlaupari hefur góða
reynslu af Nutrilenk
„Sem hlaupari þá er mikil-
vægt að halda öllum liðum vel
smurðum. Þar kemur Nutrilenk
að góðum notum. Í hlaupum er
mikið álag, t.d. á ökkla og hné
og því er mikilvægt að fyrir-
byggja eymsli í þessum liðum.
Með því að taka Nutrilenk reglu-
lega þolir líkaminn meira álag
og eymsli í liðum eru minni. Ég
mæli hiklaust með Nutrilenk,
það virkar.“
Nutrilenk – gott fyrir hlaupara!
Nú er Reykjavíkurmaraþonið á næsta leiti og allir sem ætla að taka
þátt í hlaupinu farnir að æfa af fullum krafti. Margir sem byrja að
hlaupa finna fyrir stirðleika og eymslum í liðum og vöðvum. Þá
getur Nutrilenk komið að góðu gagni.
Frábær
efni fyrir
íþróttafólk