Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 2
Söfnun Hjálparsamtök
bágstaddra barna eru nýlega
stofnuð félagasamtök sem
biðla til fólks um að styrkja
fátæk börn. Fjöldapóstur
með ósk um peninga var ný-
lega sendur út en ómögulegt
er að rekja hver stendur fyrir
söfnuninni.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Engin leið var að finna ábyrgðar-
menn söfnunarinnar í kynningarefni
samtakanna, né eiganda símanúm-
ers sem gefið er upp á
hjalparsamtok.is , þar til Frétta-
tíminn spurðist fyrir um það. Ekki
var svarað í síma samtakanna held-
ur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
„Okkur hafa borist upplýsingar
um þessa síðu og erum að skoða
hvort eitthvað óeðlilegt sé í gangi,“
segir Snorri Birgisson, lögreglufull-
trúi á höfuðborgarsvæðinu.
Samtökin eru nýstofnuð en sam-
kvæmt lögum ber að sækja um leyfi
fyrir opinberri fjársöfnun. Fjár-
söfnun í keðjubréfum er óheimil.
Samkvæmt upplýsingum frá sýslu-
manninum á Suðurlandi hafa Hjálp-
arsamtök bágstaddra barna ekki
fengið leyfi fyrir opinberri fjársöfn-
un.
Tilgangur samtakanna er að
„vinna að velferð bágstaddra barna
og þeirra sem eiga um sárt að binda á
Íslandi og víðar.“ Um þessar mundir
fer púðrið í að safna fyrir skóladóti
sem reynist bágstöddum fjölskyld-
um þungbært að fjármagna. Glæsi-
leg heimasíða samtakanna var opn-
uð með tölum úr nýlegri skýrslu
UNICEF um fátækt barna á Íslandi.
Undanfarna daga hefur fjölmörg-
um aðilum borist tölvupóstur úr
netfanginu postur@hjalparsamtok.
is þar sem óskað er eftir peningum
sem eiga að renna til bágstaddra
barna. Í póstinum er vitnað í skýr-
slu UNICEF.
UNICEF sendi hjálparsamtökun-
um póst og óskaði eftir upplýsingum
um aðstandendur og að leiðrétt yrði
orðalag þar sem vitnað er í UNICEF.
Svar barst frá Gunnari Bender, blaða-
og veiðimanni, þar sem hann segir
samtökin ný í þessum geira og muni
einbeita sér að börnum á grunn-
skólaaldri og þar sem þörfin sé brýn-
ust hverju sinni. Gunnar er titlaður
formaður samtakanna, í tölvupóst-
inum.
Fréttatíminn spurði Gunnar um
samtökin. „Ég veit ekkert um þetta,
ég hjálpaði þeim bara að koma þessu
af stað og aðstoðaði lítillega við
markaðsmál.“ Hann vísaði alfarið á
Eggert Jóhannesson.
Eggert sagðist, í samtali við Frétta-
tímann, vera framkvæmdastjóri
samtakanna. Fjöldapósturinn, sem
sendur var út í vikunni, hafi hins-
vegar verið sendur út óvart og ekki
að beiðni samtakanna. „Það var
tölvufyrirtæki úti í bæ sem sendi
þetta, án þess að við höfum óskað
eftir því. Söfnunin er hinsvegar rétt
að byrja og við höfum fengið 68 þús-
und krónur inn.“
Hvernig verður peningunum úthlutað?
„Núna erum við að safna í sam-
bandi við skóladót og þessháttar og
við erum með plan um það að koma
kannski greiðslum til, sem sagt,
þeirra sem eru einstæðar mæður og
svona.“
Hvernig verður söfnunarfénu miðlað?
„Við ætlum að setja okkur í sam-
band við samtök sem eru á svipaðri
bylgjulengd og við. Og svo er félags-
leg aðstoð hjá sveitarfélögunum, svo
það er öruggt mál að víða er þörf.
Eins og Mæðrastyrksnefnd, við höf-
um mikinn hug á að veita mestu til
þeirra.“
Hvers vegna er þess ekki getið á heima-
síðunni?„Við viljum ekki eyrna-
merkja peningana, til dæmis ef ein-
hverjir vilja sækja um til okkar. Það
er algengt hjá svona samtökum.“
Eggert segist hafa sótt um öll til-
skilin leyfi fyrir söfnuninni.
Fréttatíminn hefur rætt við konu,
eiganda lítils fyrirtækis í Kópavogi,
sem millifærði 20 þúsund krónur
inn á reikning samtakanna í gær. Það
runnu hinsvegar á hana tvær grím-
ur þegar hún uppgötvaði að enginn
væri skráður fyrir samtökunum.
Skúli Jónsson er sviðsstjóri skráa-
sviðs ríkisskattstjóra; „Vandamálið
er að það eru ekki neinar reglur um
félagasamtök. Við viljum hafa laga-
bókstafinn sem skýrastan svo ekki
þurfi að koma til okkar persónulega
mats á því hvað megi skrá og hvaða
kröfur megi gera til slíkra félaga um
stjórnskipulag og upplýsingaskyldu.“
Sakamál Nítján ára piltur,
sem er grunaður um að hafa
nauðgað tveimur stúlkum,
hefur kært gæsluvarðhalds-
úrskurð yfir sér.
Fréttatíminn greindi fyrst frá mál-
inu í gær en þar kom fram að piltur-
inn er sakaður um að hafa nauðg-
að tveimur 15 ára stúlkum með viku
millibili. Í fyrra skiptið var piltinum
sleppt úr haldi, en ekki var farið
fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Viku síðar var hann handtekinn aft-
ur vegna gruns um nauðgun.
Að sögn skipaðs verjanda pilts-
ins, Unnars Steins Bjarndal, fór lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu fram á að gæsluvarðhald yfir
piltinum yrði framlengt um mánuð,
eða til 2. september. „Héraðsdómur
féllst ekki á það, en úrskurðaði hann
í gæsluvarðhald til 19. ágúst. Lög-
reglustjóri krafðist þessa á grund-
velli almannahagsmuna en telur
ekki lengur þörf á gæsluvarðhaldi
á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Umbjóðandi minn kærði úrskurðinn
til hæstaréttar og niðurstaðan mun
liggja fyrir í fyrri hluta næstu viku,“
segir Unnar Steinn. | vg/þt
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016
Fjölmiðlar Aðalritstjóri 365
miðla sagði upp yfirmanni
ljósmyndadeildar 365 miðla
í gær, en sá hafði sakað hana
um að beita sig einelti. Þá sló
í brýnu á starfsmannafundi
eftir uppsögnina á milli
starfsfólks og ritstjórans.
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri
365 miðla, sagði Pjetri Sigurðar-
syni, yfirmanni ljósmyndadeildar
365 miðla, upp störfum í gær. Hann
hafði áður sakað hana um að leggja
sig í einelti. Nokkur titringur er á
meðal starfsfólks vegna uppsagnar-
innar og sló meðal annars í brýnu
á milli starfsmanna og ritstjórans
þegar uppsögnin var tilkynnt sam-
starfsmönnum Pjeturs í gær.
Það var í lok maí sem Fréttatím-
inn greindi frá því að Pjetur Sig-
urðsson væri í leyfi frá störfum hjá
fyrirtækinu vegna ásakana um ein-
elti. Hann starfaði hjá fyrirtækinu í
13 ár, eða nánast frá stofnun Frétta-
blaðsins, og var undir það síðasta
yfirmaður ljósmyndadeildar 365
miðla.
Eineltið á að hafa staðið yfir
í um eitt ár og hafa lýst sér í sí-
felldum athugasemdum við störf
og vinnuframlag Pjeturs. Þá voru
samskipti þeirra á milli stirð. Að
lokum upplifði hann hegðun Krist-
ínar sem persónulega aðför að sér
sjálfum.
Pjetur staðfestir í samtali við
Fréttatímann að honum hafi verið
formlega sagt upp störfum í gær.
Hann segist enga afsökunarbeiðni
hafa fengið og málinu hafi lokið
með uppsagnarbréfi. Hann segist
aftur á móti enga ákvörðun hafa
tekið um einhverskonar framhald
málsins.
Í kjölfar uppsagnarinnar kallaði
Kristín samstarfsmenn Pjeturs á
fund. Þar reifaði hún málið og úr
varð að nokkuð snörp orðaskipti
urðu á milli ritstjórans og starfs-
manna. Samkvæmt heimildum
Fréttatímans reifaði Kristín eigin
sjónarmið í málinu og gagnrýndi
bæði Pjetur fyrir hroka í starfi, og
einnig athugun mannauðsstjórans,
Unnar Maríu Birgisdóttur, á ein-
eltinu. Unnur sagði svo upp störfum
skömmu eftir að málið kom upp. Þá
hafði hún aðeins starfað hjá fyrir-
tækinu í um 6 mánuði. | vg
Kristín Þor-
steinsdóttir hélt
starfsmannafund
þar sem hún
reifaði sjónarmið
sín varðandi upp-
sögn Pjeturs.
Rak yfirmann ljósmyndadeildar og sakaði um hroka
Hart er sótt að súgfirsku þingkon-
unni Lilju Rafneyju Magnúsdóttur
í komandi forvali Vinstri grænna í
Norðvesturkjördæmi. Hvorki fleiri né
færri en þrír karlmenn sækjast eftir
sæti hennar. Lárus Ástmar Hannes-
son hefur lýst yfir framboði og sagt
er að Bjarni Jónsson, sonur Jóns
Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra,
sé að hugsa málið. „Þetta er galið, við
erum þrír að sækjast eftir sætinu,“
segir Rúnar Gíslason sem er tvítugur
að aldri og sonur sjónvarpsmanns-
ins Gísla Einarssonar. „Ég vona það
besta en býst við því versta.“
Hann segir að sitt framboð sé
ekki gagnrýni á Lilju: „En það á
enginn neitt í pólitík.“ Samkvæmt
heimildum Fréttatímans hafa tugir
nýrra meðlima gengið í flokkinn til
að styðja sína frambjóðendur í for-
valinu sem verður í haust.
Hart sótt að Lilju Rafneyju
Þrír karlar stefna á
sæti Lilju Rafneyjar.
Grunaður nauðgari
áfram í gæsluvarðhaldi
Ekki bara verð ræður
kaupum ráðherrabíla
Útboð Halldór Ó. Sigurðsson,
forstjóri Ríkiskaupa, vísar
á bug gagnrýni Friðberts
Friðbertssonar, forstjóra
Heklu, um að útboð um ráð-
herrabíla séu tilgangslaus.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Í Fréttatímanum í gær gagnrýndi
forstjóri Heklu að Ríkiskaup hefðu í
þrígang synjað tilboðum þeirra í ráð-
herrabíla, þó þau væru lægstu boð
og uppfylltu öll skilyrði útboðslýs-
inga. Halldór Ó. Sigurðsson hjá Rík-
iskaupum segir það ekki sjálfgefið að
taka lægsta tilboði hverju sinni, Rík-
iskaup starfi eftir ströngum reglum.
„Eins og nefnt hefur verið er það
því ekki alltaf verð sem ræður niður-
stöðu eins og umfjöllun Fréttatím-
ans virðist ganga út frá. Óheimilt
er að velja tilboð sem uppfyllir ekki
kröfur tæknilýsingar og hæfiskröf-
ur til bjóðanda, jafnvel þótt um
lægsta tilboð sé að ræða. Hver og
einn bjóðandi fær málefnalegar
röksemdir fyrir valinu, sem byggist
á valforsendum útboðsgagna og
tæknilýsingu. Þér er velkomið að
fá bæði örútboðsgögn og röksemd-
ir fyrir vali í hverju tilviki fyrir sig í
þeim örútboðum sem hér um ræðir.
Að síðustu skal þess getið að selj-
endur geta kært niðurstöðu útboðs
og er það rétti farvegurinn ef selj-
andi telur niðurstöðu útboðs byggða
á ómálefnalegum sjónarmiðum. Það
hefur seljandi ekki gert í þessu til-
viki. Ríkiskaup eiga engra hagsmuna
að gæta við val á ráðherrabifreiðum
að öðru leyti en því að farið sé að
lögum við innkaupin,“ segir Halldór.
Halldór Ó. Sigurðs-
son hjá Ríkiskaup-
um, segir ekki
sjálfgefið að taka
lægsta tilboði.
Eggert Jóhann-
esson er fram-
kvæmdastjóri hjálp-
arsamtakanna en
hans er hvergi getið
á heimasíðunni.
Nafnlaus samtök safna
fyrir bágstödd börn
Hver króna skiptir máli, segir á heimasíðu Hjálparsamtaka bágstaddra barna.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Á R A Grillbúðin
Opið virka daga 11-18
Laugardaga 11-16
Mikið úrval garðhúsgagna
grillbudin.is
frá Þýskalandi
GAR
ÐHÚ
SGÖ
GN
20 - 5
0%
afslá
ttur