Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Samkvæmt nýjustu könnun Gallup, sem var birt 29. júlí síð- astliðinn, eru þeir flokkar sem eru hlynntir uppboðsleiðinni, með 63,3 prósent. Þeir flokk- ar sem eru andvígir leiðinni, Framsókn og Sjálfstæðisflokk- ur, eru með samanlagt 36,1 prósent. Allir nema stjórnarflokkarnir vilja uppboð Stjórnmál Fimm af sjö stærstu stjórnmálaflokkum landsins vilja reyna upp- boðsleiðina í sjávarútvegi hér á landi, þó blæbrigða- mun megi finna á aðferðum sem stjórnmálaflokkarnir vilja fara. Framsóknar- flokkurinn er harðastur í andstöðu sinni gagnvart uppboðsleiðinni, samkvæmt nýjustu fréttum, á meðan Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið óljósari í málflutningi. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Bæði Samfylkingin og Vinstrihreyf- ingin grænt framboð ætla að bjóða færeyskum stjórnmálamönnum til landsins í haust til þess að fræð- ast um uppboð Færeyinga á kvóta. Þannig stefnir VG á að bjóða sjáv- arútvegsráðherra Færeyinga til landsins, Högna Höydal, á meðan Samfylkingin hyggst bjóða Aleks V. Johannessen, formanni Jafnaðar- flokksins og lögmanni Færeyinga. „Við höfum haft þessa leið á stefnuskránni frá upphafi,“ útskýrir Oddný G. Harðardóttir, en Samfylk- ingin hefur lengi barist fyrir svo- kallaðri fyrningarleið sem er í anda uppboðsleiðar Færeyinga. „Við þurfum að læra af reynslu Færeyinga og því höfum við boðið Aleks að koma til landsins í haust,“ segir Oddný. Spurð út í rök and- stæðinga uppboðsleiðarinnar, með- al annars út frá þeim forsendum að það sé erfitt fyrir fyrirtæki að skipu- leggja sig í slíku umhverfi, svarar Oddný að það sé ódýr fyrirsláttur. „Þá er hægt að gera langtímasamn- inga,“ bætir hún við. Píratar hafa ítrekað mælst stærsta stjórnmálaaflið hér á landi síðustu mánuði, en Birgitta Jóns- VG 16,8% Sam­ fylkingin 8,0% Björt framtíð 8,0% Píratar 25,3% Sjálfstæðisflokkur 26,2% Framsókn 9,9% dóttir, þingmaður Pírata, segir flokkinn hafa skýra stefnu í sjávar- útvegi, „og hún er mjög í anda fær- eysku leiðarinnar,“ segir Birgitta. Þegar stefna Pírata er skoðuð má sjá að vilji flokksins er skýr; þeir vilja markaðsvirði fyrir kvótann. Viðreisn er með keimlíka stefnu og Píratar. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist ekki vera hrifinn af fyrningarleiðinni, honum þyki hreinlegast að bjóða upp 5-10% kvóta á ári í 10-20 ár. Hann segir að til þess að auka á rekstraröryggi fyrirtækja, þá megi endurúthluta aflaheimildum áfram árið eftir. „Mér finnst eðlilegast að fyrir- tæki borgi markaðsvirði fyrir kvót- ann, þannig fær almenningur eðli- legan arð af auðlindunum,“ segir Benedikt. Vinstri grænir vilja skoða upp- boðsleiðina, „þetta er mjög spennandi umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún segir flokkinn þó vilja fara bland- aða leið, þannig vilja þau bjóða upp hluta af kvótanum og úthluta rest, meðal annars með áherslu á að styrkja byggðarlög. „Byggðir hafa verið að taka koll- steypu vegna kvótasölu og við vilj- um skoða það hvernig við getum tryggt byggðafestu,“ segir Katrín. Óttarr Proppé, formaður Bjartr- ar framtíðar, segir mikilvægt að horfa til nýliðunar í sjávarútvegi, en flokkurinn er hlynntur uppboðs- leiðinni. „Nýliðun í dag er mögu- leg, en bara undir frekar óréttlátum aðstæðum, þar sem þarf að kaupa sig dýrum dómi inni í kerfið,“ segir Óttar. Hann segir uppboðsleiðina í raun geta auðveldað nýliðun á markaði. Ef reiknað er út virði þorskkvót- ans hér á landi, með virði hans í færeyska uppboðinu til hliðsjón- ar – sem voru 3,40 krónur danskar krónur kílóið – má fá út að virði þorskkvótans á Íslandi sé 83 millj- arðar króna. Aftur á móti greiða út- gerðir aðeins 4,8 milljarða í veiði- leyfagjöld. Útgerðir greiða 4,8 milljarða í veiði- leyfagjöld, á meðan þorskkvótinn einn gæti verið 83 milljarða króna virði. Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Gaypride „Það verða 34 atriði og þátttakendur hlaupa á hundruðum,“ segir Setta María Mortensen, ein af göngustjórum Gleði- göngunnar sem fram fer í dag, laugardaginn 6. ágúst. Þá mun BDSM félagið einnig taka þátt í göngunni með formlegum hætti í fyrsta skiptið. „Þarna verða fastir liðir eins og venjulega, lúðrasveitir, Páll Óskar, dragdrottningar og ýmsir grasrót- arhópar,“ segir Setta María sem býst við góðri mætingu enda spáð fjórtán stiga hita og sól á köflum. Þema Hinsegin daga í dag er saga hinsegin fólks en gangan mun þó ekki endilega endurspegla það þema sérstaklega. Þau tíðindi áttu sér stað hjá Sam- tökunum ´78 að BDSM félagið fékk inngöngu í samtökin þrátt fyrir miklar deilur innan þeirra. Formað- ur BDSM félagins, Magnús Hákonar- son, segir þær deilur ekki varpa miklum skugga á þátttöku þeirra. „Það skiptir eiginlega engu máli hvað við gerum, við verðum alltaf umdeild,“ segir hann. Magnús býst ekki við fjölmennum hópi úr BDSM félaginu í göngunni á morgun, en félagsmennirnir verða á vagni í göngunni. „Líklega verðum við frekar lág- stemmd í göngunni,“ segir Magnús spurður hvort að þarna verði áber- andi atriði á ferð. „Tilgangur okkar er bara að auka á sýnileikann og auðvelda næstu kynslóð, eða þeim sem á eftir koma, að koma út úr skápnum,“ segir Magnús sem er kominn með sér- stakan leðurpride-fána í hendurn- ar, sem liðsmenn félagsins munu skarta í göngunni. Gangan hefst klukkan 14 og verð- ur gengið frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. | vg Liðsmenn BDSM lágstemmdir í Gleðigöngu Gleðigangan hefur verði gengin árlega frá árinu 1999 við miklar vinsældir landsmanna.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.