Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 30
Ofnæmisviðbrögð eru óeðlileg við-brögð ónæm-iskerfisins og getur ofnæmi komið fram hvenær sem er á ævinni. Ef þú tekur eftir því að húð þín verður viðkvæm eftir notkun snyrtivara, út- brot myndast eða nefrennsli eykst ættir þú að kanna hvort möguleiki sé á að um ofnæmi sé að ræða. Rotvarn- arefni og ilmefni eru ihalds- efni í snyrtivörum sem aðal- lega eru ofnæmisvaldandi. Þó að þú hafir verið að nota sömu vöruna árum saman getur ofnæmi allt í einu gert vart við sig. Hægt er að minnka líkurn- ar á snyrtivöruofnæmi með ýmsum leiðum. Ofnæmi getur gert vart við sig þó þú hafir notað sömu vöruna árum saman Hægt er að minnka líkur á snyrtivöruofnæmi með ýmsum leiðum. Ekki nota farða Prófaðu að vera nokkra daga án andlitsfarða. Leyfðu húðinni að anda og vera án allra ónáttúrulegra auka- efna. Gerðu blettapróf Áður en þú tekur í notkun nýja vöru skaltu bera hana á þig, á lítið svæði, til dæmis á hálsinn undir eyrunum eða á hendina, þar sem húðin er þynnri og viðkvæmari. Hafðu vöruna á í góðan tíma og kannaðu síðan hvort einhver erting eða ofnæmi er á húðinni. Ef þig klæjar eða ert með roða, eru líkur á því að þú sért með ofnæmi. Settu ilmvatnið á fötin þín Sum innihaldsefni í ilmvatni geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Spreyj- aðu ilmvatninu þínu því frekar á fötin þín til að minnka líkurnar á því að þú fáir ofnæmi eða þróir með þér ofnæmi fyrir uppáhaldsilmvatninu þínu. Ekki láta blekkja þig Það er ekki sjálfgefið að varan valdi þér ekki ofnæmi, þó að hún hafi ver- ið ofnæmisprófuð eða sé einungis framleidd úr náttúrulegum inni- haldsefnum. Haltu áhöldunum þínum ávallt hreinum Þú skalt passa upp á að burstarn- ir þínir og svampar séu ekki fullir af bakteríum með því að þrífa þá reglulega. Þú kemur bæði í veg fyr- ir sýkingar og lengir endingartíma áhaldanna. Forðastu að nota augnfarða Ef þú ert viðkvæm fyrir augnfarða er gott að minnka notkun hans og þá sérstaklega ef þú notar linsur. Aðalatriðið er að þú ofbjóðir ekki húð þinni með ofnæmisvaldandi efn- um og bakteríum. Þú getur vel feng- ið ofnæmi fyrir vörum sem þú hefur notað í töluverðan tíma og lífrænar vörur geta líka valdið ofnæmi. Nú þegar Reykjavíkurmaraþonið er á næsta leiti er ekki úr vegi að vera með það á hreinu hvernig best er að haga síðustu vikunni fyrir hlaup, þegar spenningurinn og stressið nær hámarki. Hvíldu þig vel Eitt það mikilvægasta sem þú þarft að gera í síðustu vikunni fyrir hlaup er að hvílast vel. Þú ert væntanlega búin/n að æfa af krafti síðustu mánuði en þessi tími snýst um góða hvíld og styttri hlaup. Sofðu nóg Mikilvægt er fyrir maraþon- hlaupara að sofa vel rétt fyrir hlaup. Síðustu tvær til þrjár næturnar eru mikilvægastar. Ef þú nærð nokkrum góðum nóttum þarftu ekki að örvænta eins mikið ef svefn- inn er lítill allra síðustu nóttina. Borðaðu skynsamlega Það er mikilvægt að passa hvað maður borðar rétt fyrir hlaup. Passaðu þig á trefjaríkum mat og djúpsteiktum mat. Borðaðu bara það sem þú þekkir og veist að kem- ur ekki ójafnvægi á meltinguna. Drekktu passlega mikið Drekktu það magn af vatni sem heldur þvaginu þínu límonaði gulu. Það á ekki að vera dökkgult og ekki glært. Ekki prófa nýjar æfingar Í vikunni fyrir hlaup er ekki rétti tíminn til að taka einhverja sénsa, fara í fjallgöngur eða prófa nýjar æfingar. Haltu þinni rútínu og hreyfðu þig létt við hvert tækifæri. Kynntu þér brautina Ef þú býrð í nágrenni við hlaupaleiðina hefurðu væntanlega prófað að hlaupa að minnsta kosti hluta hennar. Svo er gott að keyra eða hjóla brautina til að kynna sér hóla og hæðir. Það er líka gott að vita hvar drykkjar- og sjúkrastöðv- ar verða staðsettar. Skipulegðu þig vel Vertu með það á hreinu hvernig þú kemst til og frá hlaupastaðnum. Taktu saman það sem þú þarft að nota strax eftir hlaupið og segðu fjölskyldu og vinum hvar er best að standa til að styðja þig og hvetja. Ekki prófa neitt nýtt Ekki fara að prófa nýjan hlaupafatnað rétt fyrir hlaup, sér- staklega ekki skó. Hafðu þetta í huga síðustu vikuna fyrir hlaup Góður undirbúningur Síðustu vikuna fyrir hlaup skiptir miklu máli að reyna ekki einhverja nýjar kúnstir. Svo virðist sem berjaspretta verði með allra besta móti í ár. Það er varla til betri tilfinning en að skunda út í móa, fá góða hreyfingu og hreint loft í lungun meðan berin bragðgóðu eru tínd í fötu. Ber er dásamlegt að borða ein og sér með rjóma eða búa til sultu, hlaup, sósur, bökur eða annað lostæti. Vitað er um góða berjasprettu í Fljótunum fyrir norðan, víða á Vestfjörðum, í Hvalfirðinum og austan við Lagarfljót fyrir austan, svo dæmi um berjalönd séu tekin. Á Facebooksíðunni Berjavinir eru góð ráð og gagnleg fyrir þann sem hyggst vitja berja og ábendingar um góða berjatínslustaði. Bláber eru meinholl, stútfull af andoxunarefn- um, tapa ekki hollustu við að vera fryst, eru hitaeiningasnauð og vís- bendingar eru um að þau geti lækkað blóðþrýsting og verið vörn fyrir hjartasjúkdóma. Svo má ekki gleyma krækiberjunum sem eru dásamleg þegar þau eru vel þroskuð og safarík. Öll í berjamó! Góð berjaspretta í ár Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum …heilsa 10 | amk… LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.