Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 16
Drekar selja Adidas
Í portinu
á Prikinu
verður
Gullni Drek-
inn með
sumarsölu
á fatnaði.
Um er að
ræða Adidas
fatnaðinn
sívinsæla, Adidas skó og annan
íþróttafatnað. Gott að næla sér í
ferskt lúkk fyrir haustið.
Hvar? Portið á Prikinu
Hvenær? Laugardaginn klukkan 12
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016
GOTT
UM
HELGINA
Muse til Íslands
Hljómsveitin á bak við slagarana
Uprising, Ysteria, Supermassi-
ve Black Hole er mætt til Íslands
með tónleika í Laugardalshöll. Það
má búast við mikilli sýningu er
hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra
sviðsframkomu.
Hvar: Laugardalshöll
Hvenær: Laugardaginn klukkan
20.30
Gleðilega Hinsegin daga!
Páll Óskar mætir sem silfraður, vængjaður ein-
hyrningur, það verða dragdrottningar og kóngar,
atriði og skemmtun í árlegu göngu Hinsegin
daganna. Gangan hefst við Vatns-
mýrarveg klukkan 14 og
lýkur á Arnarhóli þar
sem skemmtiatriði taka við.
Tvíeykið Eva
Hljómsveitin Eva hlaut heims-
frægð á Íslandi fyrir leggangaáróð-
ur hér um árið. Þær koma fram á
skemmtistaðnum Kiki með ljúfa
tóna og létt sprell.
Hvar? Kiki
Hvenær? Sunnudaginn klukkan 21
Brennt til góðs
Farðu og
hristu rass-
inn í Tabata
þjálfun til
styrktar
Styrktarfé-
lagi krabbameinssjúkra barna. Í
Tabata þjálfun er púlsinum haldið
upp og mun Birkir Vagn, einn
harðasti þjálfari World Class, stýra
æfingunni. Aðgangseyrir er 1.500
krónur en frjáls framlög eru vel
þegin.
Hvar? World Class Laugum
Hvenær? Laugardaginn klukkan 12
Mín eigin manndómsvígsla
Íslendingur á nú heimsmet
í róðri á þremur úthöfum
Fjögurra manna
róðrarteymi Fiann Paul
sló heimsmet þann 14. júlí
þegar það kom að landi í
Hawaii eftir 39 daga róður
á Kyrrahafi. Metið markaði
sjötta heimsmet Fiann sem
er fyrsti maðurinn til að eiga
heimsmet í róðri á þremur
úthöfum.
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
salka@frettatiminn.is
„Í raun hafði ég mestu að tapa af
öllum í keppninni en á sama tíma
var til mikils að vinna. Ég vissi að
sigraði ég í keppninni myndi mér
áskotnast titill sem engum öðrum
hefði tekist að vinna. En ég var langt
í frá viss um að vinna, enda komust
aðeins sex af tólf bátum, sem skráð-
ir voru til keppni, á leiðarenda.“
Fiann hefur litið á Ísland sem sitt
heimaland í 11 ár, og kom bátur liðs
hans að landi á Hawaii með íslenska
fánann á flaggstönginni. Hann sneri
aftur heim til Íslands í vikunni og
segist hafa haldið sig í sundlaugum
og heitum pottum síðan hann kom
til landsins, enda tekur róður í 39
daga svo á að menn eru lengi að
jafna sig eftir.
Þrátt fyrir frábæran árangur
hyggst hann ekki leita frekari áskor-
ana í róðrinum í kjölfar heimsmet-
anna, heldur ætlar að leggja stund
á svokallaða analýtíska sálfræði
kennda við Carl Jung, sem hann
segir raunar mjög tengda róðrar-
afrekunum: „Greinin leggur áherslu
á að skoða sjálf einstaklinga og sér-
stöðu fólks,“ segir Fiann og útskýr-
ir að kalla mætti fræðin einskonar
manndómsfræði: „Þegar heimur-
inn var byggður ættbálkum fengu
ungir menn manndómsvígslu sem
markaði inngöngu þeirra inn í heim
fullorðinna, og gaf þeim þar með
sjálfstraust til að taka þátt í hon-
um. Nú er öldin önnur og margir
karlmenn vaxa úr grasi óöruggir og
óvissir um manndóm sinn, ef svo
má segja.“ Sem dæmi segir Fiann
höfnun frá feðrum geta orðið til
þess að menn leita sífellt eftir sam-
þykki frá stofnunum, sem þeim
áskotnast ekki. Eins geti vandamál
í sambandi móður við son orðið
til þess að hann eigi erfitt með að
mynda heilbrigð sambönd við kon-
ur, og svo framvegis. Greinin fæst
við að leita svara við því hvernig
menn geti fundið slíka manndóms-
vígslu í nútímalífi.
Er róðurinn því manndóms-
vígslan sem Fiann þurfti á að halda?
„Algjörlega. Síðan róðrinum lauk
í júlí hef ég í fyrsta sinn á ævinni
fundið keppnisskapið sem hefur
fylgt mér alla ævi hverfa að miklu
leyti. Mér líður loks eins og ég sé
orðinn maður og get gert eitthvað
annað en að keppa að heimsmet-
um,“ segir Fiann, og vísar til náms-
ins sem hefst í Carl Gustav Jung-há-
skólanum í Sviss í haust.
Róðrarferð af þessu tagi tekur
auðvitað andlega á og því ekki fjarri
lagi að nema sálfræði eftir hana. Á
bátnum með Fiann voru þrír aðr-
ir ræðarar sem Fiann hafði aldrei
hitt fyrir keppnina, og engin leið
að vita hvernig þeim myndi koma
saman, fastir í litlu rými allan sól-
arhringinn. Fiann segir að auðvit-
að verði til togstreita á leiðinni og
maður sjálfur þurfa að éta ýmis-
legt ofan í sig: „Til dæmis reyndist
manneskjan sem ég bjóst við að hafa
áhyggjur af í liðinu sú sem reyndist
mér langbest í ferðinni. Ég var
reyndastur í liðinu, þó ég væri ekki
liðsforingi, og það var ólík reynsla
að þurfa ekki bara að hafa áhyggj-
ur af sjálfum mér, heldur öllum í
liðinu. Mitt aðalmarkmið var að
koma liðsmönnum mínum á leiðar-
enda.“
Fiann skilur því við Ísland í bili í
haust, en ætlar þó að taka lauflétt-
an róður frá Íslandi til Svalbarða á
næsta ári: „Vonandi næ ég meti fyr-
ir besta tímann á Norður-Íshafi. En
það er mér svo sem ekkert kapps-
mál,“ segir kappinn.
Fiann Paul segir 39 daga róðurinn yfir Kyrrahafið hafa verið sína persónulegu manndómsvígslu.
6 heimsmet
Fianns Paul:
- Hraðasti róður yfir Atlantshaf
- Flestir dagar við róður á
vegalengd yfir 100 mílum
- Hraðasti róður yfir Indlandshaf
- Lengsta vegalengd róin af
nokkru róðrarteymi
- Hraðasti róður yfir Kyrrahaf
- Fyrsti maður til að eiga
heimsmetið í hraðasta róðri á
þremur úthöfum í einu
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Við kynnumst
stórkostlegri náttúru,
dýralíf og hinum forna
menningarheimi Maya
indíána. Skoðum m.a.
píramída,gamlar
menningaborgir, syndum
í sjónum við næst
stærsta kóralrif heims
og upplifum regnskóginn.
Endum svo á lúxus hóteli
við Karabíska, þar sem
allt er innifalið.
568.320.-
á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið:
Flug, skattar, hótel með
morgunmat, islenskur
fararstjóri, allar ferðir og
aðgangur þar sem við á.
0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6
Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA
MEXICO, BELIZE
& GUATEMALA
Hin fagra og forna Albanía.
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum
ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki
náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má
sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni,
gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og
kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi
Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði
í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar
og aðgangur þar sem við á.
Upplýsingar í síma 588 8900
Albanía
4. - 15. október