Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 1

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 1
Vinkonur: Önnur fékk hæli, hin ekki Zahra Masbah og Maryam Raísi kynntust í Kringlunni frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 51. tölublað 7. árgangur Föstudagur 02.09.2016 Hátt fall Alequ Hammond Fyrrum vonarstjarna grænlenskra stjórnmála segir af sér í annað sinn 16 26 6 28 KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn Frá 179.900 kr. MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 242.990 kr. Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef MacBook keypt hjá okkur bilar lánum við MacBook tölvu á meðan viðgerð stendur. LITRÍKT HAUST FRAMUNDAN DÚXAÐI Í LÖGREGLU­ SKÓLANUM FRIÐRIK V KOKKAR FYRIR STJÖRNURNAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU INGIBJÖRG ELSKAR AÐ UPPGÖTVA NÝJA SJÓNVARPS ÞÆTTI FÖSTUDAGUR 02.09.16 Mynd | Hari KOMDU SVEFNINUM Í LAG EFTIR SUMARIÐ KATRÍN ÝR Paulo Macchiarini er sakaður um að hafa framkvæmt plastbarkaaðgerðir sem voru vísindalega vafasamar. Uppljóstrari líkir plastbarka- aðgerðum við tilraunir nasista Einn af uppljóstrurunum í plastbarkamálinu, Oscar Simonsson, segir það hafi verið erfitt að vinna á Karol- inska-sjúkrahúsinu eftir að hafa komið upp um að aðgerðir Paulo Macchiarinis voru vísindalega og siðferði- lega vafasamar. Málið teygir sig til Íslands og má segja að það hefjist á Landspítalan- um með þeirri ákvörðun að senda sjúkling til Svíþjóðar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Alveg óháð því í hverju ég hef lent þá er það smávægilegt í saman- burði við það sem sjúklingarnir og aðstandendur þeirra þurftu að upp- lifa,“ segir Oscar Simonsson, brjóst- holsskurðlæknir við sjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð, um Macchiar- ini-málið sem hófst á því árið 2011 að Erítreumaðurinn Andemariam Beyene var sendur frá Íslandi til Sví- þjóðar vegna krabbameinsæxlis sem hann var með í hálsi. Oscar er einn af fjórum læknum sem störfuðu á Karol- inska-sjúkahúsinu í Svíþjóð sem komu upp um málið árið 2014 eftir að hafa rannsakað vís- indagreinar Paulo Macchiarinis og sjúkragögn Andemariams og tveggja annarra sjúklinga sem fengu græddan í sig plastbarka. Aðgerðarformið hafði ekki verið prófað á dýrum og samþykki vís- indasiðanefndar fyrir aðgerðunum var ekki til staðar. Í viðtali við Fréttatímann í dag segir Oscar frá því hvernig var að vinna á Karolinska-sjúkrahúsinu eftir að hafa ljóstrað því upp að á spítalanum hefðu farið fram að- gerðir á fólki sem voru óverjandi og hann ræðir hvaða lærdóma megi draga af plastbarkamálinu. Þetta er fyrsta viðtalið sem Oscar Simons- son veitir um plastbarkamálið í fjöl- miðlum eftir að það kom upp. Hann líkir plastbarkaðgerðunum við til- raunir nasista í Þýskalandi á fólki á síðustu öld. Á miðvikudaginn skilaði sjálf- stæð rannsóknarnefnd Karolinska -sjúkrahússins skýrslu um mál- ið sem var áfellisdómur yfir að- komu spítalans að plastbarkamál- inu. Tvær af helstu niðurstöðunum voru þær að plastbarkaaðgerðirn- ar hefðu í reynd ekki verið læknis- meðferðir heldur rannsóknir og að sjúklingarnir þrír sem fengu plast- barkana hefðu ekki verið í bráðri lífshættu. Þá var sagt að Paulo Macchiarini hefði aldrei átt að vera ráðinn til spítalans til að byrja með. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis íhugar nú að rannsaka mál- ið sérstaklega á Íslandi en þrír ís- lenskir læknar tengjast málinu. Þeir Tómas Guðbjartsson, Óskar Einars- son og Birgir Jakobsson, sem var forstjóri Karolinska-spítalans þegar plastbarkaaðgerðirnar voru gerðar. Oscar Simonson segir sögu sína Plastbarkamálið 8 ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 8,2X4,7CM.indd 1 2.6.2016 13:09:08 Tvisvar sinnum fleiri deyja af ópíumlyfjum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum Lyfjadauði hér líkari því sem þekkist í Bandaríkjunum Verður Trump forystumaður öfgahægrimanna um allan heim? Forsetaframboð í leit að markmiði Oscar Simonsson var meðal þeirra sem ljóstruðu upp um hneykslismál Paulo Macchiarinis. Tómas Guðbjartsson sendi fyrsta sjúklinginn sem fékk plastbarka frá Íslandi til Svíþjóðar árið 2011.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.