Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 2

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Verslunar / skrifstofurými Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 615 0009 eða fjordur@fjordur.is Til leigu Viðskipti Lagardére Travel Retail ehf. er nánast með einokunarstöðu á sölu á mat í Leifsstöð eftir umdeilt útboð Isavia. Eiginkona Sig- urjóns Rúnars Rafnssonar, aðstoðarkaupfélagssstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, er hluthafi í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sem hann stýrir. Fyrirtækið skilaði ríflega 31 milljónar hagnaði í fyrra. Kaffihús fyrirtækisins var valið fram yfir Kaffitár í útboðinu og íhugar eigandi Kaffitárs að stefna Isavia. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðar- kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga, stýrir félagi sem á 40 pró- senta hlut í Lagardére Travel Retail ehf. í Leifsstöð en það fyrirtæki er nánast með einokunarstöðu á sölu á mat í byggingunni. Á aðalfundi fé- lagsins, NQ ehf., júní í sumar sett- ist Sigurjón Rúnar í stjórn félagsins í stað eiginkonu sinnar, Maríu Sæv- arsdóttur, sem er einn af þremur hluthöfum félagsins. Sigurjón stýrir félaginu samkvæmt umboði henn- ar og sat hann aðalfund félagsins í júní fyrir hennar hönd. Þetta kemur fram í gögnum um starfsemi NQ ehf. Á móti NQ ehf. á alþjóðlega flug- vallarfyrirtækið Lagardére Services 60 prósenta hlut í rekstrarfélaginu í flugstöðinni en árleg velta þess fyrirtækis er nærri fimm milljarð- ar evra, um 650 milljarðar króna. Lagardére Travel Retail ehf. á og rekur veitingastaðinn Nord, Mathús, barinn Loksins, Kaffihús- ið Segafredo og sælkeraverslunina Pure Food Hall. Fyrirtækið komst í þessa stöðu í Leifsstöð eftir umdeilt útboð á verslunarrými í flugstöðinni sem ríkisfyrirtækið Isavia, rekstrar- aðili f lugstöðvarinnar, hélt árið 2014. Isavia er stýrt af stjórn sem er kjörin á aðalfundi samkvæmt til- lögu fjármála- og efnahagsráðherra hverju sinni en hann fer með um- boð hluthafans, ríkisins. Fyrirtæk- in Kaffitár og Drífa ehf., sem meðal annars selur minjagripi og Icewe- ar-fötin, fengu ekki verslunarrými í Leifsstöð í forvalinu eftir áralanga veru í flugstöðinni. Segafredo-kaffi- hús Lagardére travel retail var með- al annars valið fram yfir Kaffitár í útboðinu. Drífa ehf. stefndi Isavia vegna út- boðsins og eru þau málaferli enn í gangi. Kaffitár íhugar réttarstöðu gagnvart Isavia og fékk afhent gögn um útboðið í júlí. Í samtali við Fréttatímann segir Aðalheiður Héð- insdóttir hjá Kaffitári að gögnin séu ennþá til skoðunar og að fyrirtæk- ið muni að öllum líkindum halda blaðamannafund um þau. „Þetta er allt saman hið undarlegasta mál, þetta útboð,“ segir Aðalheiður en vill ekki fara út í efnislega hvað hún á við. Í svari við fyrirspurn Fréttatím- ans um hversu langan leigusamn- ing Lagardére Travel Retail ehf. fékk í Leifsstöð segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að það sé trúnaðarmál. Hann segir hins vegar að almennt séu samn- ingar við verslanir til 4 eða 5 ára og samningar við veitingastaði til 7 ára. Í ársreikningi Lagardére Tra- vel Retail ehf. fyrir fyrsta rekstr- arár fyrirtækisins kemur fram að það hagnaðist um ríflega 31 millj- ón króna á rekstri sínum árið 2015. Eignir félagsins námu ríflega 670 milljónum króna og skuldir 490 milljónum króna. Í ársreikningn- um er hins vegar tekið fram að fyr- irtækið býst við mikilli veltuaukn- inga vegna aukningarinnar á komu ferðamanna til Íslands. „Á árinu 2015 fóru 4.865.797 farþegar um flugstöðina. Áætlun Isavia gerir ráð fyrir að á árinu 2016 verði farþega- fjöldinn 6.249.825. Því má gera ráð fyrir verulegri veltuaukningu á því ári hjá fyrirtækinu.“ Arðgreiðsla til hluthafa var ákveðin tæplega 28 milljónir króna og þar af munu 11,2 þá renna til NQ ehf. og þar sem eiginkona Sigur- jóns Rúnars á 28,5 prósent í NQ ehf. munu rúmar þrjár milljónir af því renna til hennar ef arðurinn verður greiddur út. Fréttatíminn reyndi að fá viðtal við Sigurjón Rúnar Rafnsson sím- leiðis og í tölvupósti til að spyrja hann um málið en án árangurs. Kaupfélagsstjóri hjá KS stýrir milljónafyrirtæki í Leifsstöð Aðalheiður Héðinsdóttir íhugar réttarstöðu sína og fyrirtækis síns, Kaffitárs, út frá gögnum um út- boðið sem hún hefur fengið aðgang að. Kaffihús Segafredo, sem er ein af rekstrareiningum fyrirtækis konu Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, var valið sem kaffistaður í Leifsstöð ásamt Joe & The Juice. Björn Ingi og Hreinn ræða viðskipti með Birtíng Fjölmiðlar Fjölmiðlafyrir- tæki Björns Inga Hrafnsson- ar hefur stækkað talsvert á liðnum árum og nú standa yfir viðræður að hann komi að tímaritaútgáfunni Birtíngi. Björn Ingi Hrafnsson, eigandi fjölmiðlafyrirtækisins Vefpressunn- ar, og Hreinn Loftsson, eigandi tímaritaútgáfunnar Birtings, hafa á síðustu vikum átt í viðræðum um hugsanleg viðskipti með tímaritaút- gáfuna. Björn Ingi hefur á síðustu árum keypt upp nokkra fjölmiðla eins og Eyjuna, DV sem og Reykja- vík- og Akureyri vikublað eftir að hafa stofnað vefmiðilinn Pressuna árið 2009. Birtíngur er ein stærsta tímaritaútgáfa Íslands og gefur út blöð eins og Séð og heyrt, Gestgjaf- ann og Vikuna. Hreinn segist hafa rætt við Björn Inga. „Þetta er saga sem er búin að vera í gangi um skeið. En það er engin niðurstaða á borðinu. Ég hef átt í viðræðum við fleiri aðila.“ Hann segir að ástandið sé þannig á fjölmiðlamarkaðnum að það sé ekki óeðlilegt að eigendur fjölmiðlafyr- irtækja ræði saman. „Menn eru að leita leiða til hagræðingar og að fara inn á ný svið fjölmiðlunar. En ég er frekar að leita að samstarfsaðilum en að selja fyrirtækið allt þó ég úti- loki ekkert.“ Birtíngur hefur verið í fjár- hagslegri endurskipulagningu á síðustu árum og segir Hreinn að á síðustu vikum hafi mesti kraftur forsvarsmanna fyrirtækisins farið í viðræður við kröfuhafa félagsins. „Á síðasta ári voru tekjur Birtíngs rúmlega 600 milljónir og hagn- aðurinn um 600 þúsund“, segir Hreinn. Félagið var með neikvæða eiginfjárstöðu upp á rúmlega 170 milljónir árið 2013 en staðan lítur betur út núna, að sögn Hreins. Björn Ingi Hrafnsson svaraði ekki Björn Ingi Hrafnsson hefur keypt upp nokkra fjölmiðla á síðustu árum og virðist alls ekki vera hættur. fyrirspurn Fréttatímans um við- ræðurnar um Birtíng. Fréttatíminn spurði hann einnig um mögulegan áhuga hans á Fréttablaðinu og Vísi. is. | ifv Ákæra vegna skot- árásar í Breiðholti Sakamál Lögregla telur líklegt að þeim sem þekkja tildrög skotárásarinnar í Iðufelli, sem gerð var fyrir hálfum mánuði, hafi verið hótað. Að þeir þori ekki að segja frá því sem þeir vita af ótta við hefndir. Þeir sem hafa verið yfirheyrð- ir vegna málsins veita misvísandi upplýsingar um atburðarásina og lögreglan veit því lítið um raun- verulegar ástæður árásarinnar. „Slíkt er algengt þegar um upp- gjör í undirheimum er að ræða. Við höfum oft upplifað það í atvikum sem tengjast glæpagengjum á Ís- landi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuð- borgarsvæðinu. Tæknirannsóknum á árásinni miðar vel og þá dugðu frásagnir sjónarvotta til að fá skýra mynd af atvikinu. Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski eru í gæsluvarðhaldi til 4. september vegna almanna- hagsmuna, grunaðir um aðild að málinu. Runólfur býst við að kraf- ist verði lengra gæsluvarðhalds yfir þeim og að þeir verði ákærðir innan skamms. | þt Erfiðlega gengur að fá upplýsingar um tildrög skotárásar í Breiðholti. Stjórnmál Sjálfstæðismenn og íbúar í Skerjafirði óttast að póstnúmerið 102 muni lækka fasteignaverð í hverfinu. „Fólk hefur áhyggjur af því að með því að spyrða þetta hverfi saman við önnur nýrri hverfi þá geti það haft áhrif á fasteignaverðið,“ seg- ir Ívar Pálsson, formaður hverfis- ráðs Skerjafjarðar, en borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær vegna málsins. Til stendur að breyta póstnúmeri Skerjarfjarðar, sem er nú 101, en ef af breytingunum verður, þá verður póstnúmerið 102. „Ef það á að breyta póstnúmer- inu, þá ætti það að vera í 107,“ seg- ir Ívar sem gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. | vg Óttast verðlækkun vegna póstnúmers Skerjafjörður hefur hingað til talist til póstnúmers 101 en verður 102 ef vilji borgarinnar nær fram að ganga. Fyrirtækið Lagard- ére Travel Retail ehf. skilaði hagnaði upp á 31 milljón króna á fyrsta rekstrarári sínu en Sigurjón Rúnar Rafnsson er eini stjórnarmaður fyrirtækis sem á 40 prósent í því.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.