Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
„Það er ótrúlegt hvað
mikil gleði getur fylgt
einu tré.“
Sautján metra há alaska ösp
sem stendur við elsta stein-
bæinn í Grjótaþorpi var á
dögunum valin tré ársins.
Tréð hefur þó ekki alltaf
hlotið slíka virðingu því fyrir
þrjátíu árum átti að saga það
í búta.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Í Grjótaþorpi stendur gamli steinbærinn Hákot og í garðinum við Hákot stendur eitt virðulegasta tré borgarinnar. Tréð var á dögunum valið tré ársins við
hátíðlega athöfn þar sem tónlist og
ræður ómuðu í eyrum þess mikla
fjölda gesta sem heiðraði það með
nærveru sinni. En tréð hefur lifað
tímana tvenna og ekki alltaf verið
sýnd slík virðing.
Áður en tréð fékk að skjóta rót
um í garðinum við Hákot, þar sem
rabarbari og rófur höfðu vaxið frá
því sautjánhundruðnítíuogníu,
stóð tréð í næsta garði. Þar óx það
tiltölulega áhyggjulaust þar til það
var rifið upp með rótum einn fagran
sumarmorgun fyrir þrjátíu árum.
Þá var verið að flytja nágrannahúsið
og trén áttu öll að fara líka.
Ragnheiður Þorláksdóttir, ná
granni og bjargvættur trésins, man
þennan dag eins og gærdaginn. „Ég
vaknaði rétt fyrir níu og var litið út
og það var eins og það hefði orðið
loftárás. Það var búið að saga öll
trén í garðinum niður í búta nema
þetta eina tré, sem var það falleg
asta. Ég rauk út á náttserknum og
bað um að fá að hringja í garðyrkju
stjóra Reykjavíkur, Jóhann Pálsson,
sem ég gerði en það náðist ekki í
hann,“ segir Ragnheiður. Mennirn
ir á vélunum vildu helst ekki stöðva
verkið því tími þeirra var dýr en
eftir miklar samningaviðræður gáfu
þeir Ragnheiði þrjá klukkutíma til
að bjarga trénu.
„Ég var afar hrærð yfir þessum
fresti og reyndi og reyndi að ná í
Jóhann en ekkert gekk og eftir þessa
þrjá klukkutíma gafst ég upp,“ segir
Ragnheiður. Hún settist í uppgjöf
við eldhúsborðið og þorði ekki fyrir
sitt litla líf að horfa út um glugg
ann. En þegar hún loks kíkti sá hún
tréð liggja með ræturnar í allar
áttir í hennar eigin garði. „Ég vildi
bara bjarga trénu, ekki eignast það
sjálf!,“ segir Ragnheiður sem fékk
þó engu um það ráðið því garð
yrkjustjórinn fyrirskipaði að tréð
yrði gróðursett á miðju túninu.
Þrjátíu árum síðar er tréð orðið
hærra en Hákot. Vitrir menn segja
þessa alaska ösp vera algjörlega
einstaka, kannski því jarðvegurinn
er svo góður í Grjótaþorpinu eða
kannski því pólsk fegurðardís lagði
við það orkusteina úr Snæfellsjökli
fyrir mörgum árum. Kannski af því
það fær svo mikla ást frá nágrönn
um sínum og aðdáun frá gang
andi vegfarendum. Þegar tréð fékk
heiðursskjöldinn sinn í vikunni
safnaðist um það fólk sem hefur
fylgst með því vaxa og sögurnar
rifjuðust upp. Undir því hafa margar
bækur verið lesnar, kóresk stórfjöl
skylda haldið brúðkaup, börnin í
hverfinu klifrað, ástfangin pör leikið
sér í skjóli nætur og óteljandi gestir
og gangandi stillt sér upp og tekið
myndir.
„Það er ótrúlegt hvað mikil gleði
getur fylgt einu tré,“ segir Ragn
heiður. „Allskonar fólk frá ýmsum
löndum er stöðugt að mynda hér
við húsið. Stundum er ég á mynd
unum og ég hef oft velt því fyrir
mér hver undirtexti þessara mynda
sé. Ægilega stór kona í pínulitlu
húsi við risastórt tré gæti einn
þeirra verið.“
Ægilega stór kona í pínulitlu húsi við risastórt tré
Ragnheiður Þorláks dóttir uppi í tré
ársins, öspinni sem hún bjargaði fyrir
þrjátíu árum. Mynd | /Rut
Ameliu finnst
Reykjavík hafa
breyst mikið til
batnaðar á þeim
árum sem hún
hefur búið hér.
Mynd | /Rut
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Maðurinn minn var atvinnu
íþróttamaður í Soffíu þegar hon
um bauðst að koma til Íslands og
vera hér með námskeið í skylm
ingum í júlí árið 1991. Ég og eldri
drengurinn okkar, sem var þá að
verða eins árs, komum í heimsókn
í sumarfríinu og fórum aldrei heim
aftur. Þannig að ég er eiginlega
búin að vera í sumarfríi í tuttugu
og fimm ár,“ segir þýðandinn
Amelia Maateva sem situr í stjórn
kvenna af erlendum uppruna.
„Ég fór á námskeið í íslensku um
leið og við höfðum tekið ákvörðun
um að vera hér áfram en þar sem
ég var með tvö lítil börn og var
alltaf að hjálpa til í skylminga
félaginu fór ég ekki út á vinnu
markaðinn í sjö ár,“ segir Amelia
sem var með meistarapróf í slav
neskum bókmenntum og kennara
réttindi þegar hún flutti til lands
ins. „Ég fékk vinnu á leikskóla og
vann á Nóaborg og Stakkaborg
í sautján ár en núna er ég í hinu
og þessu, hjálpa til í skylminga
félaginu og vinn líka sem þýðandi.
Svo hef ég verið að taka að mér að
vera aukaleikari sem mér finnst
mjög skemmtilegt því pabbi var
leikari og ég því alin upp á sviði.“
„Reykjavík hefur breyst ótrú
lega mikið á þessum árum. Ég ólst
upp í miðbæ Soffíu við mikið líf
og mikla menningu og fannst allt
heldur rólegt hérna fyrsta árið.
Ef ég fór út á róló með barnið þá
vorum við oftast alein þar svo
mér leið dálítið eins og Palla sem
var einn í heiminum. Það tekur
tíma að komast inn í samfélagið
en það gekk frekar hratt hjá mér
því ég á auðvelt með að kynn
ast fólki. Það er svo mikilvægt að
kynnast fólki og vera ekki einn í
nýju landi. Reykjavík er líka miklu
skemmtilegri í dag, fleira fólk á
götunum og miklu meira að gerast
í menningarlífinu.“
Innflytjandinn Amelia Maateva:
Tuttugu og fimm ár í sumarfríi