Fréttatíminn - 02.09.2016, Qupperneq 52
Þegar Katrín var lítil sagði hún að sig langaði
að verða mótorhjólalögga. Eftir að hafa
lokið tveimur háskólagráðum ákvað hún að
láta drauminn rætast. Hún er reyndar ekki
komin á mótorhjól, en lögreglu búningurinn
er kominn í hús.
Fæst í apótekum, Lyfju, Apótekið, Lyf og Heilsu, Apótekarinn, Fjararkaupum,
verslunum Hagkaupa, 10-11 og Iceland Engihjalla. balsam.is
Það hefur aldrei verið
auðveldara
að fá börnin
með sér í lið…
Nauðsynleg vítamín fyrir litla kroppa sem eru
að stækka og þroskast frá degi til dags.
Henta öllum börnum frá 3 ára aldri.
Nú er ekkert mál að
taka inn vítamín því
þau eru lostæti
Bragðgóð,
skemmtileg og
hressandi
gúmmívítamín
fyrir klára
krakka
Glúten
FRÍTT
Soja
FRÍTT
ENGIN
mjólkENG
AR
hnet
ur
ENGIN
egg
…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is.
Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Katrín Ýr Árnadóttir útskrifaðist
sem lögreglumaður úr Lögreglu
skóla ríkisins í síðustu viku með
einkunnina 9,47, sem er hæsta
einkunn sem gefin hefur verið við
skólann. Hún var í hópi síðustu
nemenda sem skólinn útskrifaði,
en hann hefur nú verið lagður
niður. Næsta haust færist námið
yfir á háskólastig.
Sló út kennarann sinn
Katrín, sem er að verða 28 ára,
hafði lengi haft það bak við eyrað
að sig langaði að verða lögreglu
maður, en hún kláraði engu að
síður BA gráðu í félagsfræði við
Háskóla Íslands og meistaragráðu
í afbrotafræði í Ástralíu áður en
hún lét slag standa í fyrravor og
fór í Lögregluskólann.
„Ég er mjög ánægð með þenn
an árangur. Árni Sigmundsson,
sem er yfir grunnnámsdeildinni,
átti hæstu einkunnina fyrir
og hann var búinn að grínast
með ég væri að fara ná sér og
að hann yrði að gefa mér lélega
einkunn í einhverju prófi til að
koma í veg fyrir það. Mig grun
aði því að þetta gæti gerst. Það
var samt ekki markmiðið mitt að
ná hæstu einkunn. Ég vildi bara
standa mig vel og gera eins vel
og ég mögulega gat. Svo uppskar
ég þetta, sem var góður bónus,“
segir Katrín en til að komast
inn í Lögreglu skólann þurfti
hún að undirgangast krefjandi
inntökupróf, þar sem aðeins
sextán af þeim 160 sem sóttu um
komust inn.
Vildi ögra sjálfri sér
En hvað kom til að hún ákvað að
fara í lögregluna? „Þegar ég var í
félagsfræðinni í HÍ kviknaði áhugi
minn á afbrotafræði og mig lang
aði að læra meira af henni. En á
sama tíma var ég aðeins að spá í
lögguna. Ég endaði á því að sækja
um í lögreglunni og í háskóla
í Ástralíu á sama tíma. Ég var
boðuð í inntökupróf í lögreglunni
en var mjög spennt fyrir Ástralíu.
Ég fékk líka smá styrk og valdi
að fara út,“ segir Katrín, en hana
langaði að upplifa smá ævintýri.
Fara út f yrir þæginda rammann.
Fjarlægðin heillaði hana og var
ein af ástæðunum fyrir því að
Ástralía varð fyrir valinu. „Mig
langaði að ögra sjálfri mér. Maður
skreppur ekkert heim yfir helgi
ef maður fær heimþrá í Ástralíu,
eins og hefði verið hægt hefði ég
farið til Svíþjóðar. Mig langaði
að standa á eigin fótum og ekki
skemmdi góða veðrið fyrir.“
Spennandi að mæta í vinnuna og
vita ekkert í hverju maður lendir
Nýútskrifuð Katrín er spennt fyrir því að
fá að vinna sem lögreglumaður og þykir
starfið einstaklega heillandi. Mynd | Hari
Vildi verða mótorhjólalögga
Katrín dvaldi í þrjú ár í Ástral
íu, en eftir að hafa lokið eins og
hálfs árs námi var hún ekki alveg
tilbúin að fara heim. „Ég var búin
að eignast helling af vinum úti
og komin með mitt líf, mig lang
aði því ekki heim strax. Ég fór að
vinna eftir að ég kláraði skólann
en var aðallega í því að njóta lífs
ins, þangað til ég fékk nógu mikla
heimþrá til að koma aftur heim.
Það var í maí á síðasta ári,“ segir
Katrín, en þegar heim var komið
sótti hún um í Lögregluskólanum.
„Ég fann að ég var ennþá spennt
fyrir lögreglunni og námið stóðst
klárlega allar væntingar. Þetta var
mjög skemmtilegt. Starfið er líka
spennandi og fjölbreytt, og í raun
inni alveg einstakt. Ég er mjög
spennt fyrir því að fá að mæta
vinnuna og vita ekkert í hverju
ég mun lenda. Það hljómar miklu
meira spennandi en að vera í 8
til 4 skrifstofuvinnu. Bróðir minn
heldur því fram að ég hafi sagt
þegar ég var krakki að ég ætlaði
að verða mótorhjólalögga, þannig
ætli þetta hafi ekki verið draum-
ur frá því ég var lítil,“ segir Katrín
kímin.
Efaðist um ákvörðunina
Hún segir það vissulega óvenjulega
leið að klára tvær háskólagráður
og fara svo í nám sem á þeim tíma
var ekki kennt á háskólastigi. Þær
voru engu að síður tvær í útskrif
arhópnum með meistaragráðu,
hún í afbrotafræði og önnur í lög
fræði. Sjálf telur hún að reynsla
sín og menntun komi til með að
nýtast sér vel í lögreglunni.
Katrín segist hafa skynjað það
í kringum sig, þegar hún var að
hefja nám í skólanum, að sum
um þætti þetta skrýtin ákvörðun,
fyrst hún væri nú búin að hafa
fyrir því að mennta sig svona
mikið. Sjálf staldraði hún meira
að segja aðeins við. „Ég fann það
sjálf, þegar ég var að sækja um í
Lögregluskólanum, að ég efaðist
um þessa ákvörðun af því ég var
búin að ljúka svona miklu námi.
Ég viðurkenni alveg að þetta fór í
gegnum hausinn á mér. En innan
lögreglunnar hef bara upplifað
jákvæð viðbrögð við því að ég sé
búin að læra svona mikið.“
Aðspurð hvort hana langi til
að starfa á ákveðnu sviði innan
lögreglunnar segir hún rann
sóknarlögregluna heillandi vett
vang. „Maður þarf auðvitað að
vinna sig upp í það. Þó ég sé með
einhverjar háskólagráður þá fæ
ég enga stöðu út á það. Ég verð að
sýna mig og sanna.“
Súrrealískar aðstæður
Þrátt fyrir að vera rétt útskrifuð
er Katrín búin að fá nasaþefinn af
lögreglustarfinu, en námið er að
hluta til starfsnám. Þá er hún með
ráðningarsamning hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu út septem
bermánuð. Hún er hins vegar á
leið í starfsviðtal síðar sama dag
og við hittumst og bindur vonir
við að eitthvað jákvætt komi út úr
því. „Ég er auðvitað ennþá að læra
að vera lögreglumaður. Það eru
margir sem koma inn í skólann
með starfsreynslu, hafa starf
að sem afleysingarlögreglumenn
úti á landi, þannig ég er svolítill
nýgræðingur stundum. En ég er
alveg að elska þetta og er mjög
spennt fyrir vetrinum.“
Í skólanum eru tilvonandi lög
reglumenn undirbúnir fyrir flest
það sem getur gerst í raunveruleik
anum og Katrín segist hingað til
ekki hafa lent í aðstæðum sem
hafa komið sér á óvart. „Það eru
auðvitað ýmis mál sem hafa komið
upp í sumar, sem hafa ratað í fjöl
miðla, þar sem ég hef tekið þátt í
aðgerðum. Stundum eru þetta súr
realískar aðstæður, akkúrat þegar
hlutirnir eru að gerast, og maður
finnur spennuna magnast upp.
Það er alltaf smá spenna í þegar
eitthvað alvarlegt er í gangi.“
Minna drama í strákunum
Katrín kann vel við sig innan um
strákana í lögreglunni og yfirleitt
er hún eina stelpan á vaktinni.
Hún bendir þó að konum sé að
fjölga í stéttinni jafnt og þétt. Í ár
ganginum á undan henni í skólan
um voru konur til dæmis í fyrsta
skipti í meirihluta.
„Það er minna drama í kring
um strákana, svo það fínt að vinna
með þeim,“ segir hún og hlær. „Ég
er líka fegin að hafa ekki verið í
síðasta árgangi með tíu öðrum
konum. Ég veit ekki hvernig þær
komust fyrir. Við vorum bara
fimm og dótið okkar tók allan
klefann þegar við vorum að fara
í íþróttir.“
En hvernig er það þegar á hólm
inn er komið, eru konur í sömu
verkefnum og karlar? „Konur
fara í útköll til jafns við karla, en
ég er alveg með augun opin fyrir
því hvort það er verið að vernda
mig af því ég er kona. Auðvitað
vil ég ekki að það sé þannig. En
það getur munað um það að vera
60 kíló eða 100 kíló þegar það
kemur til átaka,“ segir Katrín sem
sjálf er frekar nett. „Ég er samt
drullusterk,“ segir hún og hlær.
Blaðamaður efast ekki um það,
enda er hún búin að fara í gegnum
strembið nám í Lögregluskólan
um, ásamt því að stunda crossfit af
kappi. Þá er Katrín mjög ákveðin
og kappsöm, sem hún telur ágætis
eiginleika innan lögreglunnar, þó
hún hafi stundum gert foreldrum
sínum og kennurum erfitt fyrir
með sterkum skoðunum sínum
hér áður fyrr.
Skrýtið að fara í búninginn
Hún kann vel við sig í lögreglu
búningnum, en viðurkennir að
hafa verið mjög meðvituð um
sjálfa sig fyrst þegar hún klæddist
honum. „Það var mjög skrýtin
tilfinning fyrst. Ég man eftir því
þegar ég stóð fyrir aftan stólinn
minn í skólanum í fyrsta skipti í
búningnum, þá hugsaði ég hvað
ég væri búin að koma mér út í.
Það var skrýtið að vera allt í einu
komin í búning, sérstaklega að
fara út í honum í fyrsta skipti.
Maður þarf að venjast því að það
sé horft á mann, en ég held að ég
hafi náð að venjast því ágætlega
núna.“