Fréttatíminn - 02.09.2016, Side 60
Dans fyrir alla
Ekki þarf að mæta með dansfélaga
í Háskóladansinn.
Heimilisiðnaðarfélagið á hrós skil-
ið fyrir að haldi í heiðri aðferðum
og hefðum sem annars myndu
mögulega tapast í menningu okk-
ar. Í vetur er boðið upp á fjölda
námskeiða þar sem téðri menn-
ingu og handverki á undanhaldi
er gert hátt undir höfði. Meðal
þessara námskeið er til dæmis
kennsla í lissum en lissuskyrtur
eru gjarnan hluti af þjóðbúningi
kvenna. Lissur eru blóma- eða hr-
ingmynstur sem prýðir skyrtuna
á ermum og hálsmáli. Vitanlega er
hægt að sækja saumanámskeið á
heilum þjóðbúningi, öðrum hluta
hans eða fá hjálp við ákveðinn
hluta verksins. Útsaumsnámskeið
eru vitanlega á sínum stað; or-
kering, knipl, bródering og skals
útsaumur, svo eitthvað sé nefnt og
ekki má gleyma hekli og prjóni.
Einnig verða ýmis námskeið þar
sem kennt er að nýta ýmsa hluti
til handverks sem annars enda í
ruslinu. Þar má nefna örnámskeið
í fléttun kaffipoka þar sem skáflétt-
un með lengjum úr endurnýttum
kaffipokum er kennd. Einnig verða
haldin örnámskeið í gerð taupoka,
hvernig hægt er að nýta gamlar
gallabuxur í alls konar verkefni og
hvernig má nýta alls kyns efnivið í
að búa til eigin snyrti- eða penna-
veski. Að lokum má nefna námskeið
í hverskyns jólahandverki; harð-
angri og klaustri þannig að hægt sé
að sauma dýrindis dúk á jólaborðið
og kniplaða smáhluti til skrauts.
Prufutímar Boðið er upp á tvær fríar prufuvikur frá 5. september.
Háskóladansinn býður upp á fjöl-
breytt og skemmtileg dansnám-
skeið og hefst haustönnin mánu-
daginn 5. september með tveimur
fríum prufuvikum. Þeir sem hafa
áhuga á að læra West Coast Swing,
Blues, Salsa, Swing & Rock'N'Roll,
Boogie Woogie og Lindy Hop geta
prófað að mæta í tíma án nokkur-
ar skuldbindingar, og ef vel líkar,
skráð sig til leiks. Háskóladans-
inn er fyrir alla, ekki bara há-
skólanema og danskunnátta er
ekki nauðsynlegt. Ekki þarf að
mæta með dansfélaga því í para-
tímum er reglulega skipt um félaga
og allir fá tækifæri til að dansa.
Dans er góður valkostur fyrir þá
sem langar að hreyfa sig en nenna
ekki að fara í hefðbundnar líkams-
ræktarstöðvar. Dansinn er líka
tilvalinn vettvangur til að kynnast
nýju fólki og því þarf enginn að
vera feiminn við að mæta án dans-
félaga.
Best er að mæta í þægilegum
og léttum klæðnaði sem þú getur
hugsað þér að dansa í, og þægi-
legum íþróttaskóm eða flatbotna
skóm.
Hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar um Háskóladansinn á
facebook-síðu og heimasíðu dans-
skólans: haskoladansinn.is.
Lissuskyrtur, orkering
og endurvinnsla
Heimilisiðnaðarfélagið
heldur hefðum á lofti.
Listin að smakka vín
Fjölbreytt námskeið í boði hjá Vínskólanum.
Fyrir áhugafólk um vín Námskeið Vínskólans eru almenns eðlis og á aðgengilegum nótum.
Haustönn Vínskólans er að
hefjast og boðið er upp á fjöl-
breytt námskeið að vanda, eins
og Vín frá Rioja eða Rón-dalnum,
Vín og matur frá Chile, Ítalíu eða
Frakklandi, að ótöldu sígilda nám-
skeiðinu um Listina að smakka.
Í haust verður einnig þriggja nám-
skeiða syrpa þar sem farið verður
vandlega yfir öll þrep vínfram-
leiðslu, frá ekrunni í glasið og end-
að í að skoða hvernig vín og matur
virka saman.
Námskeiðin eru opin öllum
þeim sem hafa áhuga á að fræðast
um vín og vínmenningu. Flest
námskeiðin eru almenns eðlis
og reynt verður að halda þeim
á aðgengilegum nótum.
Námskeiðin eru haldin í Fógeta-
stofu á Hótel Reykjavík Centrum
í Aðalstræti.
Hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar um námskeiðin á heima-
síðu Vínskólans: vinskolinn.is.
…námskeið 12 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016