Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
Héraðsdómur Suðurlands hafnaði
gæsluvarðhaldi yfir manninum sem
lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum
krafðist á forsendum almannahags-
muna, meðal annars vegna þess að
maðurinn þætti hættulegur.
Var vísað til þess í greinargerð
lögreglustjóra að ekki aðeins lægi
hann undir grun um að hafa mis-
þyrmt konu á fimmtugsaldri hrotta-
lega og skilið hana nakta eftir úti á
miðri götu, heldur sætti hann rann-
sókn vegna ráns í mars.
Ráninu er lýst með þessum hætti í
greinagerð lögreglustjóra: „Á mynd-
bandi megi sjá kærða og manninn í
anddyri [...] í Vestmannaeyjum þar
sem þeir hafi dvalið í um 30 mín-
útur. Kærði hafi ekki hleypt mann-
inum út og gengið hart að honum
í að taka út pening sem maðurinn
hafi ítrekað reynt en án árangurs.
Þegar út úr bankanum var komið
hafi kærði slegið manninn í hnakk-
ann, maðurinn fallið í jörðina og
kærði þá tekið seðlaveski mannsins
sem í hafi verið 20-30.000 krónur,
en maðurinn, brotaþoli, hlaupið í
burtu og falið sig í skurði enda mjög
hræddur við kærða.“
Konan sem varð fyrir árásinni í
september dvelur ekki í Vestmanna-
eyjum, en hún hefur ekki gefið skýr-
slu enn vegna atburðarins, að því
er fram kemur í úrskurði Héraðs-
dóms Suðurlands. Þá segir einnig í
dóminum að konan hefði ekki borið
kennsl á manninn við sakbendingu.
Þrátt fyrir að lögreglustjóri telji
manninn hættulegan, þá féllst Hér-
aðsdómur Suðurlands ekki á gæslu-
varðhaldi og staðfesti Hæstiréttur
úrskurðinn. Lögreglustjóri telur að
brot mannsins geti varðað allt að 16
ára fangelsi. | vg
Einnig grunaður um ofbeldisfullt rán
Maðurinn kom til
Vestmannaeyja í byrjun
vikunnar en myndin var
tekin rétt áður en hann fór
um borð í Herjólf.
Sakamál Rúmlega tvítugur
karlmaður, sem er grunaður
um hrottafengna líkamsárás
gegn konu á fimmtugsaldri í
Vestmannaeyjum í septem-
ber, sætir einnig rannsókn
vegna ofbeldisfulls ráns sem
hann á að hafa framið í mars
síðastliðnum. Maðurinn
kom aftur til Vestmannaeyja
eftir tólf daga gæsluvarðhald
í byrjun vikunnar.
Viðskipti Ein ríkasta út-
gerðarkona landsins, Guð-
björg Matthíasdóttir, hefur
fjárfest í heimahjúkrunar-
fyrirtækinu EVU Consorti-
um sem jafnframt rekur
sjúkrahótel Landspítalans
og á í Klíníkinni. Eigendur
EVU greiddu sér 500 millj-
ónir króna út úr fyrirtækinu
eftir ábatasöm viðskipti með
fasteignina sem sjúkrahót-
elið er rekið í. Guðbjörg
hefur efnast stórkostlega á
útgerðarfyrirtækinu Ísfélagi
Vestmannaeyja og á 16 millj-
arða inni í fyrirtækinu sínu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ifv@frettatiminn.is
Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi
Ísfélags Vestmanneyja og stærsti
hluthafi Morgunblaðsins, er orðin
hluthafi í einkarekna heilbrigð-
isfyrirtækinu EVU Consortium.
Útgerðarkonan á nú tæplega sjö
prósenta hlut í EVU eftir að hafa
keypt hlut í því fyrir í fyrra fyrir
ótilgreinda upphæð en rúmlega 53
milljónir króna af kaupverði hlutar-
ins voru ógreiddar í lok árs í fyrra.
Þetta kemur fram í ársreikningi
EVU Consortium fyrir árið 2015.
EVA á og rekur heimahjúkrunar-
fyrirtækið Sinnum ehf. og rekur
Sjúkrahótel Landspítalans í Ármúla
ásamt því að eiga rúmlega tíu pró-
senta hlut í einkarekna lækninga-
fyrirtækinu Klíníkinni. Stofnendur
EVU Consortium eru Ásdís Halla
Bragadóttir, fyrrverandi bæjar-
stjóri Sjálfstæðisflokksins í Garða-
bæ, og Ásta Þórarinsdóttur en þær
höfðu áður selt hlut í fyrirtækinu
til fjárfestingarfélags í eigu lífeyris-
sjóðanna sem heitir Kjölfesta. Veru-
legur hluti af rúmlega 600 milljóna
króna rekstrartekjum EVU kemur
því frá opinberum aðilum, ríki og
sveitarfélögum, í gegnum Sinnum,
sjúkrahótelið og Sjúkratryggingar
Íslands sem fjármagna starfsemi
Klíníkurinnar að hluta.
Guðbjörg keypti hlutinn í EVU í
gegnum einkahlutafélagið Kristin
ehf. sem meðal annars á fyrirtæki
eins og heildverslunina Íslensk-Am-
eríska og prentsmiðjuna Odda. Fé-
lagið hagnaðist um rúmar 77 millj-
ónir króna í fyrra og á tæplega 16
milljarða eignir. Viðskiptin með
hlutaféð í EVU er því smávægi-
leg í ljósi stærðar þessa fyrirtækis
hennar. Guðbjörg hefur um árabil
verið ein ríkasta kona landsins,
samkvæmt upplýsingum úr skatta-
skrám síðastliðin ár. Í ársreikningi
EVU kemur fram að ráðgert er að
auka hlutafé fyrirtækisins um 100
milljónir króna í ár.
EVA Consortium skilaði tæplega
hálfs milljarðs króna tapi í fyrra.
Tapið má að hluta til rekja til fram-
kvæmda við Ármúla 9, gamla Hótel
Ísland, en félagið réðist í endurbæt-
ur á því til að reka þar lækninga-
og sjúkrahótelþjónustu. EVA átti
Ármúla 9 þar til vorið 2015 þegar
félagið seldi húsið til fasteignafé-
lagsins Reita skömmu áður en það
var skráð á markað. EVA, eigandi
hússins, hafði þá gert leigusamn-
inga til ársins 2028 við eigin rekstr-
arfélög. Í ársreikningnum kemur
fram að söluverð Ármúla 9 hafi
numið um 3.6 milljörðum króna.
Hagnaður félagsins af viðskiptun-
um með húsið nam tæpum 970
milljónum króna, samkvæmt árs-
reikningnum.
Þó framkvæmdirnar við húsið
hafi verið dýrar þá tóku hluthafar
félagsins, eignarhaldsfélag Ásdís-
ar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórar-
insdóttur og Kjölfesta, hins vegar
fimm hundruð milljónir króna út
úr félaginu með því að lækka hluta-
fé þess um þessa upphæð. Eins
og Fréttatíminn greindi frá fyrir
skömmu skilaði eignarhaldsfélag
Ásdísar Höllu Bragadóttur, Gekka
ehf., 217 milljóna hagnaði í fyrra og
var ráðgert að greiða 99 milljónir af
þessari upphæð út til hennar og eig-
inmanns hennar. Ásdís Halla sagði
að um væri að ræða hagnað af fast-
eigninni í Ármúla 9 sem myndaðist
í EVU Consoritum. „Hagnaðurinn
kemur til þegar EVA selur dóttur-
félag sitt, Hótel Ísland, til Reita. […]
Ekkert af hagnaði Gekka, eða öðr-
um sem eiga EVU, kemur frá Sinn-
um, sjúkrahótelinu, Klíníkinni eða
annarri heilsutengdri starfsemi þar
sem hún var öll rekin með tapi.“
Niðurstaða rekstrar EVU hefði
hins vegar verið allt önnur ef hlut-
hafarnir hefðu ekki greitt sér út
hagnaðinn af húsinu í Ármúla með
áðurnefndum hætti. Þá hefði held-
ur ekki verið eins brýnt að mæta
taprekstri félagsins með auknu
hlutafé frá aðilum eins og Guð-
björgu Matthíasdóttur.
Ekki náðist í Guðbjörgu Matthías-
dóttur við vinnslu fréttarinnar.
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti hluthafi Morgunblaðsins þar sem Ásdís Halla Bragadóttir er stjórnarmaður.
Nú eru þær orðnar viðskiptafélagar í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu EVU Consortium.
Skurðstofa Klínikurinnar. Eigendur
EVU greiddu sér 500 milljónir króna
út úr fyrirtækinu eftir ábatasöm
viðskipti með fasteignina sem
sjúkrahótelið er rekið í.
Guðbjörg vill líka
græða á einkarekinni
heilbrigðisþjónustu
Pólskur verkamaður
fékk 55 milljónir í bætur
Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi manninum bæturnar.
Dómsmál Pólskur verka-
maður fær 55 milljónir í
skaðabætur eftir að hafa
slasast alvarlega í vinnuslysi.
Geðslag mannsins breyttist
og eiginkona hans skildi við
hann.
Vátryggingafélag Íslands var dæmt
til þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í
lok september að greiða pólskum
verkamanni 55 milljónir króna í
skaðabætur vegna vinnuslyss. Mað-
urinn er 85% öryrki en eiginkona
hans skildi við hann eftir slysið,
auk þess sem geðlyndi hans hefur
breyst.
Maðurinn féll fram af þaki fiski-
mjölsverksmiðju Ísfélags Vest-
mannaeyja á Þórshöfn í október
árið 2012. Fallið var tæplega sex
metra hátt.
Maðurinn var að ljúka vinnu
á þaki hússins þegar hann byrj-
aði að renna af stað eftir þakinu.
Félagi hans, Íslendingur, sem var
með honum á þakinu, reyndi þá
að bjarga honum með því að grípa
í hann. Björgunartilraunin tókst
ekki og skemmst er frá því að segja
að báðir féllu af þakinu og á stein-
steypt plan. Sá íslenski slasaðist þó
ekki jafn illa en fékk skaðabætur
dæmdar sér í hag.
Í dómi segir að engar fallvarnir
hafi verið og það sé óafsakanlegt,
auk þess sem enginn öryggisbún-
aður var fyrir vinnumennina. | vg
Hæstiréttur hefur staðfesti dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því
í júní 2015 yfir sjö af níu fyrrver-
andi stjórnendum Kaupþings. Refs-
ing eins þeirra, Hreiðars Más Sig-
urðarsonar, var þó þyngd um sex
mánuði.
Sjömenningarnir eru dæmdir
fyrir stórfellda markaðmisnotkun
sem starfsmenn Kaupþings á árun-
um 2007-2008 en málið er það um-
svifamesta sem hefur lent á borði
sérstaks saksóknara. Dómurinn féll
í gær, 6. október, nákvæmlega átta
árum eftir að bankarnir féllu og Geir
H. Haarde bað guð að blessa Ísland.
Dómur Hreiðars þyngdur
Dómsmál