Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 Heldur „Girl Power“ námskeið í rappi „Aðalatriðið er ekki að semja heilt rapplag í lok námskeiðsins,“ segir leik- konan og Reykjavíkurdóttir- in Tinna Sverrisdóttir sem verður með rappnámskeið fyrir unglingsstelpur í Menningarhúsi Kópavogs á morgun. Hún ætlar að leggja áherslu á aukið sjálfstraust í listsköpun. „Ég var kosin bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014 og ferðað- ist þá á milli allra grunnskóla í Kópavogi ásamt tveimur öðrum Reykjavíkurdætrum. Við fórum til allra áttundu bekkinga með rappsmiðju. Girl Power er fram- hald af því. Ég hugsaði um daginn hvað það væri sem ég hefði viljað sjá sem unglingur og þá datt mér í hug að halda námskeið með áherslu á aukið sjálfstraust í list- sköpun.“ Hún segir unglingsstelpur hafa sýnt rappi mikinn áhuga á sein- ustu árum frá því að Reykjavíkur- dætur byrjuðu að rappa. „Það hef- ur orðið vitundarvakning meðal stelpna um að þær megi rappa og geti það.“ „Við ætlum að fara í gegnum ferlið saman og hafa gaman. Út- koman skiptir ekki öllu máli.“ | bg Tinna er í rapphljómsveitinni Reykja- víkurdætur. Mynd | Rut VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Samnefnd plata James Blake Þetta er svolítið erfitt val og margt kemur upp í hugann. Ég hef alltaf heillast af vel teknum portrett- myndum af listamönnum fram- an á plötunum þeirra, mér finnst það persónulegt. Til dæmis hef ég, eins og fleiri, slefað yfir frægu og flottu albúmunum utan um sígildar djassplötur frá Blue Note útgáfu- fyrirtækinu á árum áður. Svo gæti maður líka nefnt Horses með Patty Smith sem er frábært umslag, en ég vel hins vegar fyrstu plötu James Blake frá 2011. Þetta er nútímaleg hönnun fyrir nútímalega tónlist sem kom með nýjan tón í R&B tón- listina. Hann syngur svo fallega og umslagið passar svo vel við inni- haldið. Þarna er falleg naumhyggja á ferðinni, tveimur (eða fleiri) and- litsmyndum af listamanninum er blandað saman. Þetta verður dálítið annars heims, eins og tónlistin. Pétur Ben Tónlistarmað- ur og tónskáld. Flottasta plötuumslag í heimi Tónlistin kann að flæða út um allt, til dæmis á netinu, en samt skiptir enn máli að pakka henni smekklega inn. Enn koma út geisladiskar og vínylútgáfa hefur tekið góðan kipp á undanförn- um árum. Tónlistaráhugamenn eiga erfitt með að velja eitthvað „uppáhalds“ en Fréttatíminn hringdi samt í nokkra og píndi þá til að velja flottasta umslagið. Revolver með Bítlunum „Pink Floyd eru náttúrulega algjörir meistarar þegar kemur að plötu- umslögum og ef það væri keppni um bestu albúmin ættu þeir, eða hönnuðurinn Storm Thorgersson að vinna. En það er svo augljóst svo ég ætla ekki að velja þá. Ég ætla að velja Bítlaplötuna Revolver sem kom út þann 5. ágúst 1966. Þetta er fyrsta frumlega stóra plata Bítl- anna og margir telja hana betri en næstu plötu á eftir, Sgt.Peppers, en ég held hún sé bara einn steinninn á leiðinni þangað. Mér finnst þetta „cover“ einstakt og það þótti líka mjög spes á sínum tíma því hún er teiknuð og svarthvít. Það var þýski listamaðurinn Klaus Voor- mann sem teiknaði hana. Hann var góðvinur Bítlanna frá Hamborgar- árum þeirra og spilaði oft á bassa með þeim. Myndin er eitthvað svo skemmtileg því hún er bæði einföld og flókin, dálítið menntaskólaleg en samt svo flott. Það er einhver svona afslöppuð snilld á bak við hana. Myndin hafði mikil áhrif, meira að segja alla leið til Íslands en Hljómar gerðu svo teiknað „cover“ árið á eftir.“ Andrea Jónsdóttir Útvarpskona og plötu- snúður. MAYA og Arular með M.I.A Áður en ég nefni flottustu „plötucover“ sem ég veit um verð ég að nefna mína eigin plötu Crap með hljómveitinni minni Cyber, en Gréta Þorkelsdótt- ir, grafískur hönnuður, hannaði hana fyrir mig og Sölku og við erum svaka- lega ánægðar með hana. Hins vegar myndi ég segja að flottustu plöturnar sem ég veit um séu báðar úr smiðju tónlistarkonunnar M.I.A, annars vegar platan MAYA og hins vegar Arular. Bæði „cover-in“ á þessum plötum eru alveg „brilljant“ og ég tengi bara mjög mikið við þau. Þetta eru eins og tvö myndlistarverk en það er svo gaman þegar útlit á plötum er tekið út úr öllu sérstöku samhengi og standa bara ein og sér. Þegar ég hugsa um það þá er platan okkar frekar lík hennar plötum, algjörlega ómeðvitað á þeim tíma. Jóhanna Rakel Rappari og myndlistarnemi. The Shape of Jazz to Come með Ornette Coleman „Eftir smá umhugsun, þá vel ég The Shape of Jazz to Come með Ornette Coleman, sem er ein af byltingunum í banda- rískum djassi. Ég kom auðvitað seint að plötunni, sem kom út árið 1959, en ég kynntist henni þegar ég var í arkitektanámi við Carleton háskólann í Ottawa í Kanada. Pró- fessorinn okkar þar lét okkur koma með tónlistina sem við vorum að hlusta á og ég var þá byrjaður að grúska í djassinum. Hann var á því að ég þyrfti endilega að heyra þessa plötu. Umslagið passar fullkomlega við tónlistina og þennan hrokafulla titil sem lýsir því að Colman var fullkomlega viss um hver djassinn myndi þróast. Hann ætlaði að setja línuna. Eg get rétt ímyndað mér hvað tónlistin hefur verið brjáluð á þeim tíma þegar platan kom út, enda gengu samverkamenn Colem- an frá verkefninu þegar þeir heyrðu hvert hann stefndi. Síðar kom í ljós að þessi frjálsi djass var einmitt sú átt sem tónlistarstefna þróaðist í. Hann hafði rétt fyrir sér. Hönnunin er einföld og blátt áfram, því tón- listin skiptir öllu máli.“ Kári Eiríksson Arkitekt og tónlistaráhuga- maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.