Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 6
Húsnæðisloforð,
kosningabrellur
og skyndilausnir
Stjórnmál Krónan er stærsti
húsnæðisvandi Íslendinga
að mati sérfræðings í hús-
næðismálum á meðan
hagfræðingur segir loforð
stjórnmálaflokkanna um
húsnæðismál töfrabrellur
þar sem kostnaðurinn er
ýmist sendur inn í framtíð-
ina, eða hreinlega tekinn úr
hinum vasa skattgreiðenda.
Lítið fer fyrir framtíðarsýn
hjá stjórnmálaflokkunum
þegar kemur að þessum
mikilvæga málaflokki en
þó er lögð einhver áhersla
á leigumarkaðinn, ólíkt því
sem áður var.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Auðvitað hjálpar þetta fólki, að
fá peningana beint í hendurnar og
kaupa, en á móti kemur þá fær fólk
ekki vaxtabætur næstu fimm árin
og því verður greiðslubyrðin vænt-
anlega hærri, þetta jafngildir í raun
vaxtalausu láni sem endurgreiðist
á fyrstu fimm árum lánstímans,“
segir Jón Rúnar Sveinsson, fé-
lagsfræðingur og sérfræðingur í
húsnæðismálum, um nýjasta lof-
orð Samfylkingarinnar sem var
kynnt í byrjun vikunnar. Þar kom
fram að fyrstu kaupendur, og þeir
sem hefðu ekki átt íbúð síðustu
þrjú árin, gætu fengið vaxtabæt-
ur greiddar fyrirfram til fimm ára
og nýtt sem útborgun í íbúð. Mest
getur par fengið þrjár milljónir en
einstaklingur tvær milljónir.
Þórólfur Matthíasson hag-
fræðingur segir loforðið geta orðið
til þess að þrýsta fasteignaverði upp
að því gefnu að of margir nýti sér
það.
Stjórnarf lokkarnir hafa lofað
samskonar úrræði, en Framsókn og
Sjálfstæðisflokkurinn vilja að fyrstu
kaupendur nýti sér viðbótarlífeyr-
issparnaðinn til þess að safna fyr-
ir útborgun. Sá munur er þó á úr-
ræðunum að Samfylkingin býður
féð strax á meðan þeir sem myndu
nýta sér úrræði ríkisstjórnarinnar
þyrftu að safna peningum í fimm
ár að minnsta kosti. Það kerfi hef-
ur verið gagnrýnt fyrir að nýtast
frekar þeim tekjuháu og veikja líf-
eyriskerfið með því að senda reikn-
inginn inni í framtíðina, eins og
Þórólfur gagnrýnir.
Bæði Jón Rúnar og Þórólfur eru
sammála um að loforð stjórnar-
flokkanna og svo Samfylkingarinn-
ar lykti af skyndilausnum og kosn-
ingabrellum.
„Krónan er okkar stærsti hús-
næðisvandi,“ segir Jón Rúnar og
vísar þar til sveiflna í gengi og háa
vexti. Samkvæmt því er það Björt
framtíð sem leggur fram bestu hús-
næðisstefnuna til framtíðar, sem er
upptaka evru og öflugri hagstjórn.
Þórólfur segir raunar enga töfra-
lausn til þegar kemur að húsnæðis-
markaðnum, og bendir á að önnur
lönd, með aðrar og stærri myntir,
eiga í samskonar vanda.
Jón Rúnar segir aftur á móti að
það jákvæða við þessar kosningar
sé þó áhersla stjórnmálaflokkanna
á leigumarkaðinn. „Það var varla
neinn áhugi á slíku fyrir bara örfá-
um árum,“ segir hann, en nú hefur
Samfylkingin til að mynda lofað um
5000 nýjum leiguíbúðum. Jafnvel
Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur
verið hvað harðastur í séreignar-
stefnu á Íslandi, leggur áherslu á
leigumarkaðinn í kosningaefni sínu.
„Það er stór breyting frá fyrri tíð,
þegar Sjálfstæðisflokkurinn barð-
ist með kjafti og klóm gegn lán-
veitingum til húsnæðissamvinnu-
félaga, þegar þau voru stofnuð sem
valkostur við séreignarstefnuna,“
segir hann.
Húsnæðismarkaðurinn er dýr og erfiður, og það ræðst að mörgu leytinu til
af krónunni.
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
A F S L ÁT T U R
25-50%
EKKI MISSA AF ÞESSU!
R ÝM I N G A R S A L A
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR, O.FL.
RÝMUM FYRIR
NÝJUM VÖRUM
Seljum í stuttan tíma eldri
gerðir af rúmum og öðrum
vörum með veglegum afslætti.
Við erum að taka inn mikið magn af nýjum
vörum og rýmum til með því
að selja eldri gerðir og
sýningareintök
með góðum
afslætti.
H E I L S U R Ú M O G R Ú M G A F L A R S V E F N S Ó FA R
Stjórnmál Björt framtíð og
Viðreisn halda nú á lofti slag-
orðinu „Almannahagsmunir
framar sérhagsmunum“ og
eru frambjóðendur ósam-
mála um hvor flokkurinn
sé trúverðugri.
Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar
framtíðar, er harðorð í garð fram-
bjóðanda Viðreisnar.
„Ég hef setið á mér varðandi Við-
reisn hingað til. Og þegar Viðreisn
afritaði stefnuskrá okkar, sem við
samþykktum fyrir 4 árum, þá sögð-
um við gleðilegt að fleiri legðust
á árarnar...
Þorsteinn Víglundsson, fyrrum
talsmaður álfyritækjanna á Íslandi
og síðar Samtaka atvinnulífsins,
gefur í skyn að Björt framtíð sé á
ekki ekta í því helsta markmiði okk-
ar, að berjast fyrir almannahags-
munum umfram sérhagsmuni. En
það er þetta stef sem að Þorsteinn
og félagar tifa nú á og telja sitt, og
væna svo Bjarta framtíð um að
herma eftir.“
Björt segir flokk sinn hafa barist
ötullega gegn sérhagsmunum. „Við
höfum ekki keypt okkur inn á Al-
þingi með gylliboðum um ókeyp-
is peninga. Við börðumst á móti
skuldaniðurfellingunni, búvöru-
lögunum og skattaívilnunum sem
hafa nær eingöngu farið til álfyrir-
tækjanna. Því er fáránlegt að heyra
þennan málflutning núna frá fram-
bjóðanda Viðreisnar sem var bein-
línis á launaskrá við að sinna sér-
hagsmunum.“
Þorsteinn Víglundsson segir kó-
mískt að halda því fram að Við-
reisn hafi afritað stefnuskrá Bjart rar
framtíðar. „Við höfum verið með
málefnanefndir að störfum í tvö ár
og áherslumál okkar eru sprottin
úr þeirri vinnu. Ég tók hinsvegar
eftir því að Björt framtíð var farin
að keyra útvarpsauglýsingar undir
sama slagorði og Viðreisn. Það er
auðvitað bara besta mál að fleiri
flokkar fylgi þeirri megin línu. Mér
finnst Björt hinsvegar fara gegn
stefnu flokks síns, sem lofar að fara
aldrei í skítkast. Ég skammast mín
ekkert fyrir mín fyrri störf. Ég hef
alltaf talið að hagsmunir almenn-
ings og atvinnulífs geti farið mjög
vel saman.“ | þt
Sakar Viðreisn um að þjóna sérhagsmunum
Þorsteinn Víglundsson segir kómískt
að saka Viðreisn um að afrita stefnu
Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir segir Þorstein
hafa verið á launaskrá við að gæta
sérhagsmuna.