Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
Jóhanna María Eyjólfsdóttir
er formaður félagins Pieta á
Íslandi. Fyrir fjórum árum
ákvað barnsfaðir Jóhönnu
að kveðja lífið en hann
hafði lengi glímt við erfið
geðræn veikindi. Nú vinn-
ur Jóhanna María, ásamt
stórum og öflugum hópi, að
því að opna svokallað Pieta
hús á Íslandi. Þar er ætlunin
að veita viðtalsþjónustu og
umhyggju þeim sem huga að
sjálfsvígi, en þeir munu geta
hringt þangað inn, fengið
að tala við fagfólk og komið
aftur í viðtöl án endurgjalds.
Fyrirmyndin kemur frá
Írlandi þar sem átta slík hús
eru rekin.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Það blæs hraustlega við hafið í vest-
urbæ Reykjavíkur þegar Jóhanna
María Eyjólfsdóttir er heimsótt.
Í rauðmálaðri stofunni skín sólin
inn um gluggann á meðan hellt er í
kaffibollana.
Ástríðan er greinileg í orðum Jó-
hönnu þegar hún tjáir sig sjálfsvíg,
varnir gegn þeim og þá þöggun sem
um þau ríkir. „Það er aldrei ásætt-
anlegt að einstaklingur taki líf sitt.
Öll líf eru mikilvæg og við sem sam-
félag verðum að setja okkur skýr
markmið um að fækka sjálfsvígum.
Þar getur Pieta komið inn með sína
skýru hugmyndafræði og nálgun
á þennan erfiða málaflokk,“ segir
Jóhanna.
Miskunn
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
læknisembættinu mun tíðni sjálfs-
víga á Íslandi vera í lægri kantin-
um miðað við önnur Norðurlönd
en samt er hún öskrandi há. Með
nokkurra ára meðaltali má gera ráð
fyrir að þrír til fjórir einstaklingar
svipti sig lífi í hverjum mánuði hér
á landi. Opinber, skráð sjálfsvíg eru
því á bilinu 30-50 á ári en líklega
er skráningin ekki alltaf nákvæm.
Pieta þýðir miskunn en orðið er
líka notað yfir sorg Maríu guðsmóð-
ur þegar Kristur var tekin niður af
krossinum. Orðið hefur því víða
skírskotun í hinu trúrækna og kaþ-
ólska írska samfélagi þaðan sem
samtökin eru sprottin, en samt
er það einfaldlega sorg þess sem
syrgir sem nafnið vísar til.
Það var Benedikt Þór Guðmunds-
son, formaður Lifa, sem eru sam-
tök aðstandenda eftir sjálfsvíg, sem
að setti sig fyrst í samband við Pi-
eta á Írlandi. Auk Lifa eru samtök-
in Hugarafl aðili að stofnun Pieta,
ásamt fjölmörgum fagaðilum og að-
standendum.
„Benedikt Þór fór að leita að svör-
um eftir að hann missti son sinn í
sjálfsvígi. Sálfræðingurinn Joan
Freeman hafði þá nýlega stofnað
samtökin eftir að hún hafði misst
systur sína um fertugt í sjálfsvígi.
Frá 2003 hafa Pieta húsin í Írlandi
sannað sig, skjólstæðingar þeirra
eru ríf lega fimm þúsund á ári
hverju. Átta slík hús eru rekin í Ír-
landi og Írar í New York hafa einnig
sett á laggirnar tilraunaverkefni
eftir þessari fyrirmynd frá gamla
landinu, en það er Joan sem leiðir
starfið austan hafs og vestan.“
Hlýleg hús
„Það að heimsækja Pieta hús reyn-
ist minni hindrun fyrir einstak-
linginn en að ganga inn á geð-
deild,“ segir Jóhanna. „Meðan við
heimsóttum tvö svona hús þarna
úti stoppaði ekki síminn. Símtalið
er greint eftir ákveðnum aðferð-
um og svo tekur fagfólk við því og
ef sá sem hringir er í algjörri neyð
og í sjálfsvígs- eða sjálfskaðahættu
þá fær hann þjónustu innan 24
klukkustunda.“
Hugmyndafræðin gengur öll út
á jafningjanálgun og öll umgjörðin
er hugsuð þannig að það sé ekki
verið að hrinda fólki frá. „Þarna er
nauðsynlegt að bera virðingu fyrir
því í hvaða stöðu skjólstæðingur-
inn er. Það sem er svo fallegt er að
þarna er verið að fókusera á lífið og
ástæður þess að þú viljir lifa áfram.
Það er ekki farið í að greiða úr því
sem er að, heldur er ástæðan fyrir
því að fólk ætti að velja lífið fundin
og rædd. Það er verið að hjálpa fólki
að sjá lausnina.“
Jóhanna segir það sterka upp-
lifun að koma inn í Pieta húsin á
Írlandi, sem eru lítið merkt í al-
mennum íbúðahverfum og látlaus
á allan hátt. „Ég hef komið oft inn
á geðdeild og bráðamóttöku hér, en
þarna er nálgunin allt önnur, að-
gengið er svo greitt. Það er tekið
hlýlega á móti manni og svo sestu
inn á setustofu þar sem þú veist að
allir sem þarna sitja eru á sama stað
og þú. Þá kviknar þessi samsöm-
un og samkennd og þú finnur að
þú ert ekki einn í heiminum. Þeir
sem ganga þarna út vita að þeir fá
aðstoð áfram við að finna lausn og
þá tekur við röð viðtala þar sem
fagmaður ræðir við þig. Það eru af-
Hvert líf er mikilvægt og við
verðum að tala um sjálfsvíg
Pieta á Írlandi
■ Samtökin voru stofnuð á
Írlandi 2003 af sálfræðingn-
um Joan Freeman.
■ Sjálfseignarstofnun sem
er rekin að mestu með
sjálfsaflafé og styrkjum.
■ Átta Pieta hús eru rekin á
Írlandi.
■ Þjónustan er ókeypis.
■ Símaþjónusta er rekin alla
daga vikunnar.
■ 180 fagaðilar sjá um viðtöl
og eftirfylgni.
■ Skjólstæðingar Pieta 2015
voru ríflega fimm þúsund
einstaklingar sem hug-
leiddu sjálfsmorð eða sjálfs-
skaða.
■ Pieta sér um fræðslu í skól-
um til ræða um merkin sem
geta gefið til kynna að ein-
hver sé í hættu.
Jóhanna María Eyjólfsdóttir er í stórum hópi fólks sem stefnir að því að opna svokallað Pieta hús á Íslandi
á næstunni. Jóhanna segir að umræðu um sjálfsvíg á Íslandi þurfi að opna upp á gátt. Um helgina er sala á
K-lykli Kiwanis-félaganna helguð Pieta samtökunum og BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Joan Freeman
stofanandi Pieta.
Mynd | Rut
skaplega fáir sem ekki koma aftur
til að þiggja hjálpina.“
Vildi segja satt frá
Fyrir fjórum árum ákvað Albert
Pálsson, barnsfaðir og fyrrverandi
eiginmaður Jóhönnu, að kveðja líf-
ið. Það gerðist í ágúst 2012, daginn
áður en skólinn hófst hjá sonum
þeirra, sem þá voru 7 og 15 ára.
„Þetta átti sér langan að-
draganda,“ segir Jóhanna. „Hann
hafði glímt við erfið geðræn veik-
indi til margra ára. Albert hafði líka
reynt áður að taka líf sitt og þá upp-
lifði maður sterkt hjálparleysið sem
hellist yfir mann þegar maður á ást-
vin í þessum hugleiðingum. Ég vil
engan áfellast, en kerfið tók ekki á
fullnægjandi hátt utan um þennan
einstakling og fylgdi honum eftir,
manni sem hafði reynt þetta ítrek-
að.
Öll líf eru mikilvæg og oft er skilj-
anlega rætt mikið um unga fólkið
sem þetta gerir. Þau líf eru allt of
mörg og það er hræðilegt til þess
Kiwanishreyfingin er þessa dagana
að selja K-lykilinn til styrktar Pieta á
Íslandi og BUGL, Barna- og ung-
lingageðdeild Landspítala Íslands.www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Skipuleggjandi: Gral-Norden • www.gralsbodskapur.org
vasey-leuze@gral-norden.net • Sími: 842 2552
Miðvikudaginn
12. október
kl. 20:00
Norræna húsinu
Sturlugötu 5
101 Reykjavík
Aðgangseyrir 500,-- kr.
FYRIRLESTUR
CHRISTOPHER VASEY
Forlög, karma,
eigum við frjálsan vilja?
Samkvæmt Gralsboðskapnum
Fyrirlestur á ensku – Lesinn útdráttur úr Gralsboðskapnum á íslensku.