Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 35
| 35FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 leikur sem átti eftir að reyna á alla okkar lipurð, snerpu og úthald og orkuforða. Í eitt skiptið strunsaði kindin með lömbin sín tvö niður svo bratta klettaveggi í gilinu að þaðan hefði ekki nokkur átt að komast lifandi nema fuglinn fljúgandi. Okkar mað- ur frá Egilsstöðum ætlaði held- ur betur að koma þeim á öruggar slóðir og fór beinustu leið á eftir, til að reyna að koma í veg fyrir stór- slys. Ekki vildi betur til en svo að bæði smalinn, kindin og lömbin lentu í sjálfheldu í klettunum þar sem dynjandi fossinn beið und- ir fótum þeirra. Hvorki bóndinn í hópnum, NBA-leikmaðurinn né við hinar gátum séð þessa stöðu fyrir. Eftir örvæntingarfull hróp og köll okkar mjakaði kindin og svo lömb- in sér á öruggara undirlendi og smalinn náði fótfestu. Við störðum agndofa á atburðarásina án þess að geta gert nokkuð til að rétta þeim hjálparhönd. Stuttu síðar komum við lömbun- um yfir ána en ærin var enn í bar- áttuham og gaf Ingvar þau fyrir- mæli að mikilvægast væri að koma lömbunum niður í rétt. Kindin væri fullfær um að skila sér til byggða sjálf. Tvö lömb voru því allt og sumt sem átta manna smalahópur kom til byggða ofan af fjalli. Ekkert dró úr vindinum og með hverjum klukkutímanum bætti hressilega í. Rigningin kom í kviðum og þeir sem gengu efsta klettabeltið komu niður veðurbarðir af hagléli. Það var ekki þurr þráður á nokkrum manni og gangan var orðin marg- falt lengri en okkur grunaði. Þegar laus stund gafst lögðumst við á hnén og löptum vatn úr lækjarsprænum. Það var ekki laust við að samleitar- menn okkar væru farnir að þreyt- ast líka. Ekki að okkur hafi leiðst eina sekúndu. Tilfinningin að fá að taka þátt í þessari aðgerð, að fá bara í örfáa klukkutíma að hafa þennan tilgang, veitti okkur ómælda gleði. Það er ekki á hverjum degi sem borgarbörn komast svona í tæri við alvöru  lífsins. Úr fjallshlíðunum sáum við móta fyrir kindum á áætluðum áfanga- stað neðar í dalnum. Þar sem við gengum í röð niður úr brattanum til móts við þær, sáum við skyndi- lega í hverju starf leitarstjórans hafði falist. Á hverjum hjalla, eins langt og augað eygði út fjörðinn, birtust gulklæddir smalar og mynd- uðu breiðfylkingu sem var margföld okkar. Þessi sjón sem birtist okkur á sjöunda klukkutíma eftir tugi kíló- metra göngu í gili og bratta, var eins og umsátur í stríði. Hjörðin safnað- ist saman í mýrinni, alveg eins og til stóð, og var á endanum rekin niður á veg og inn í rétt. Hvaltönn fyrir hafnarstýruna Þar sem við stóðum gjörsamlega niðurringdar og algjörlega bensín- lausar við réttina, var hughreystandi að heyra því fleygt að fólkið myndi ekki eftir verra gangnaveðri á sinn lífslöngu ævi. Sveitungar grínuð- ust með að nú væri kominn tími á að breiða út dúk og borða nesti. Það væri hefð þegar svangir smalar kæmu niður af fjalli og hefðu rekið kindurnar inn í rétt. Þá væru menn vanir að setjast niður, áður en féð væri dregið í dilka. Beljandi rign- ingin bauð ekki upp á það í ár. Okkar hlutverki í leitunum var lokið. Við klöngruðumst aftur upp í bíl. Úrvinda, sælar og glaðar hent- um af okkur blautustu flíkunum og upplifðum algjört spennufall. Ein- hverskonar æðisgengna tilfinningu af að hafa sigrað sjálfan sig og mögu- lega fengið að gera örlítið gagn. Í hamingjukasti ætluðum við aldrei að geta hætt að hlæja. Við munum varla eftir þægilegri sundferð en þeirri sem fylgdi á eft- ir. Laugin í briminu við Krossnes var eins og paradís á jörð. Við vorum hvergi nærri mettar af ævintýrum eftir að upp úr var komið og skröns- uðum í botni Norðurfjarðar þegar við sáum andarnefjuhræ liggja þar og rotna. Það var eins og runnið væri á okkur æði og allar sem ein stukkum við út úr bílnum og dróg- um úr henni gula og ógeðslega tönn. „Fyrir hafnarstýruna!“ sagði ein- hver með dýrslegan glampa í aug- um. Smalamennskunni lauk auðvitað í kaffihúsinu við höfnina þar sem við tók einhver skemmtilegasta kvöld- stund sem við munum eftir. Lamba- kjöt af bestu sort var borið ofan í all- ann hópinn. Yndislega sveitafólkið reyndist ekki bara fyndið og gest- risið heldur einstakir músíkantar sem voru ekki lengi að draga upp gítarinn. Hátindur kvöldsins voru svo auðvitað systurnar þrjár af Mel- um sem kunnu alla heimsins söng- texta og fluttu þríraddað hvert ljóðið á fætur öðru. Framlag okkar blaðakvenna til ís- lenskrar sauðfjárræktar fer kannski ekki í sögubækurnar. En fyrir okk- ur var þessi lífsreynsla á Strönd- um svo stórfengleg að skiljum ekki hversvegna vegna smölun hefur ekki verið markaðssett sem upp- lifunarævintrýri fyrir hugdjarfa ferðamenn. Tilfinningin að fá að taka þátt í þessari aðgerð, að fá bara í örfáa klukkutíma að hafa þennan tilgang, veitti okkur ómælda gleði. Það er ekki á hverjum degi sem borgarbörn komast svona í tæri við alvöru lífsins. Síðstu metrana á toppinn laumaði Ragnar göngustafnum aftur fyrir sig og dró vígalega smalakonuna upp brattann. KOMDU OG NJÓTTU MEÐ OKKUR! Tapasbarinn er 16 ára og þér er boðið í afmælisveislu mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. október tapasbarinn – hinn eini sanni í 16 ár 10 vinsælustu tapasréttirnir 590 kr./stk. • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Bleykja með hægelduðu papriku salsa • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Marineðar kjúklingalundir með alioli • Serrano með melónu og piparrót • Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu • Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Nautalund í Borgunion sveppasósu ... og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapasbarsins í eftirrétt. Codorníu Cava-glas 490 kr./stk. Peroni, 330 ml 590 kr./stk. Campo Viejo, léttvínsglas 690 kr./stk. veitingar á afmælisverði BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 2344 AFMÆLISleikur Í tilefni tímamótanna langar okkur að gleðja heppna viðskiptavini. Fylltu út þátttökuseðil á tapas.is og þú gætir unnið veglega vinninga t.d. ferð fyrir tvo til Tenerife á Spáni í sjö daga - að verðmæti 403.115 kr. Vinningar verða dregnir út 19. október 2016. Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.