Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
Heimur sem
hefur verið
SUSS!aður
niður
RaTaTam vinnur leikverk um heimilisofbeldi.
Brot úr verkinu:
„Ég ætlaði að eignast konu, börn,
og hús eða íbúð ... og þannig er
ég staddur enn þann dag í dag.
En það kemur hrikalega skrítin
mynd í kollinn á mér stundum
og ofboðslega vont að hérna ...
sko ... á mér eftir að finnast ég
einhverntímann ... að ég þurfi að
berja hana? Konuna mína? Af því
að ég var þannig upp alinn upp,
að þetta þótti bara eðlilegt ...Al-
veg svakalega, öhh, óþægileg
og vond mynd sem skýst upp í
hausinn á mér ... á það eftir að
gerast?“
Fólk á að fá innsýn inn í kaótík og bremsuleysi heimilisofbeldis. Mynd | Laufey Elíasdóttir
Þetta er ekki stofudrama,“ segir Charlotte Bøving sem leikstýrir sýningunni SUSS! Leikverki sem byggir á reynslusögum í
tenglsum við heimilisofbeldi.
Leikhópurinn RaTaTam stendur
að sýningunni og segir Charlotte
að hugmyndin sé að rjúfa þá þögn
sem umlykur heimilisofbeldi. „Það
er margt að opnast í samfélaginu,
heimilið þar á meðal og það er
tiltölulega nýtt að farið sé að taka
heimilisofbeldi
mjög alvarlega.
Umræðan um
það, hvað það
er og hvað er
leyfilegt gagn-
vart fjölskyldunni
er að opnast.
Gott dæmi um
það er samvinna
með lögreglunni
og Barna-
verndarnefnd.“
„Við vildum
fjalla um þetta og
byggjum verkið
á alvöru sögum
– nærri 50 til 60
viðtölum við ger-
endur og þolend-
ur heimilisof-
beldis. Þegar betur er að gáð áttar
maður sig á því að flestallir hafa
sjálfir eða þekkja einhvern sem
hefur upplifað ofbeldi af þessum
toga. Heimilisofbeldi sem hug-
tak hefur breyst og getur verið
líkamlegt, andlegt, einhverskonar
misnotkun eða þegar manneskja
finnur ekki einhver mörk.“
„Svo má benda á það að við vilj-
um ekki mata fólk með ákveðinni
sýn heldur vinna þetta á listræn-
an hátt, leikhúslega. Fólk á að fá
innsýn inn í þennan heim í þessari
sýningu, upplifa hann: kaótíkina,
bremsuleysið og miklu spennu.
Það er nefnilega eitt af því sem við
höfum séð. Þarna er alltaf ákveðið
munstur.“
„Við viljum rannsaka hvað ligg-
ur á bak við þetta
allt saman. Það
sem hefur komið
í ljós er að á bak
við geranda eða
þolanda heimilis-
ofbeldis er barn
sem hefur verið
harkalega svipt
sakleysi sínu eða
trausti. Á bak við
þessa fullorðnu
manneskju er sál
sem brotnaði í
æskunni. Þú fæð-
ist ekki ofbeldis-
maður, gerandi
eða þolandi. Það
gerist.“
„Nafn verksins
er SUSS! og það er
af því að heimilisofbeldi hefur ver-
ið sussað niður. Við viljum takast á
við sussið.“
Verkið verður sýnt í Tjarnarbíói,
einum stærsta vettvangi sjálf-
stæðra atvinnusviðslistahópa í
dag. | bg
Barinn og bakaríið Barkarí
verður opnað á næstu miss-
erum miðbæ Reykjavíkur.
Stöllurnar Júlía Hvanndal
og Júlía Mai Linnéa Maria
standa að verkefninu og láta
loks draum sinn rætast um
að bæta við bakkelsismenn-
ingu Reykvíkinga.
„Við ákváðum að stofna þetta
saman því við eigum sameigin-
legan draum um að opna bar og
bakarí. Við bökum mjög mikið og
höfum unnið við þetta svo lengi,
þennan bransa. Á Íslandi í dag,
eða í Reykjavík, þá er þessi heimur
svo einsleitur. Bara vínarbrauð og
allir með sömu frosnu innfluttu
kleinuhringina. Okkur langar að
gera eitthvað ferskt og nýtt og
skemmtilegan stað sem er svolítil
upplifun að koma á.“
Júlía Hvanndal er grafískur
hönnuður og segir það mjög mik-
ilvægt að sjónræni hluti rekstrar-
ins fái að skína. Mikið verður lagt
upp úr smáatriðum og fegurðin
spilar stórt hlutverk. Júlía Mai er
sænskur barþjónn og listamað-
ur og verður því skandinavískur
fílingur svífandi í loftinu: „Það
er allt tilbúið, frá veggfóðri
niður í flísar og vélar og tæki
og tól. Það eina sem er eftir
er að finna húsnæði og svo
erum við að skoða fjárfesta
og möguleika í því þannig
ef fólk vill fjárfesta í þessu
tækifæri, þá bara endilega
hafið samband,“ segir Júlía
Hvanndal og flissar.
Henni finnst mikilvægt
að þora að taka áhættu til
að láta drauma sína rætast:
„Ég hætti í dagvinnunni minni og
hugsaði bara ef ég geri þetta ekki
núna þá geri ég þetta aldrei.
Ég er búin að vera í tvö ár
að gera þetta til hliðar
við vinnu, en þannig
gerist aldrei neitt ef
maður er bara að
vinna og sinna
fjölskyldunni.
Maður verður að
taka áhættu til
að eitthvað gerist.“
| hdó
Júlía og Júlía opna bar og bakarí
Nöfnurnar Júlía Hvann-
dal og Júlía Mai Linnéa
Maria eiga sér saman
þann draum að opna
bar og bakarí.
Í íþróttalífi Bandaríkjanna mæla
menn allt. Tölfræðin er á háu og
vísindalegu plani. Í ljós hefur
komið að kastarar í bandaríska
hafnaboltanum kasta alltaf
fastar og fastar. Og sá sem
kastar fastast er ljóshærður,
síðhærður og er kallaður Þór.
Hann er tengdur tveimur trúarlegum
karakterum, heitir Nói og er kallað-
ur Þór. Við erum að tala um bandarísku
hafnaboltahetjuna Noah Syndergaard
sem hefur slegið í gegn með New York
Metz á síðustu mánuðum. Hann er kast-
ari og er bæði nákvæmur og hraður í
sínum köstum sem fá þá sem eiga að slá
boltann til að skjálfa á beinunum.
Tölvur og tölfræðingar banda-
ríska atvinnu-hafnaboltans hafa
komist að því nú kasta kastarar
í deildinni boltanum á tæplega
6,5 kílómetra meiri hraða, ef
miðað er við klukkustund-
ina, en þeir gerðu árið 2001. Þetta kann ekki að þykja
skipta miklu máli á svo stuttri vegalengd, en boltinn
ferðast um 18 metra frá þeim sem kastar og til þess
sem slær. Viðbragðið hjá þeim sem slær þarf að
koma á rúmum 0.2 sekúndum.
Noah Syndergaard kastar að meðaltali á 158
km/klst. Hann er Birkir Bjarnason hafnabolt-
ans, síðhærður og myndarlegur en hins vegar há-
vaxnari, rétt rúmlega tveir metrar á hæð. Sumir
segja hann hafa verið búinn til í tilrauna-
stofu til þess eins að spila hafnabolta.
New York Times hefur lagt tölu-
vert á sig til að grafast fyrir um
norrænan uppruna Noah í
Danmörku. Leitin bar ekki
árangur en móðurfjölskylda
Syndergaard talar fornt
víkingablóð.
Sjálfur hefur íþróttamaðurinn birt af sér mynd-
ir á samfélagsmiðlum þar sem hann er klæddur
eins og ofurhetjan Þór í fullum herklæðum í
æfingasalnum. | gt
Noah Syndergaard kastar eins og ofurhetja.
Þór kastar auðvitað fastast
Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
Sólskálar
Svalaskjól
Gluggar og hurðir