Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Svigskíðaferð til Gerlos Fararstjóri: Sævar Skaptason Líflegi skíðabærinn Gerlos býður skíðafólki á öllum aldri upp á frábæra fjallastemningu. Snjóhvítar skíðabrekkurnar eru um 150 km að lengd, í 1.300 m hæð yfir sjávarmáli og henta bæði byrjendum sem lengra komnum. Gist verður á glæsilegu 4* hóteli í austurrískum alpastíl. Hér gefst einstakt tækifæri til skíðaiðkunar í hjarta austurrísku Alpanna. Verð: 209.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 18. - 25. febrúar Örfá sæti laus Fiskeldi Til stendur að tífalda laxeldi á Íslandi á næstu árum. Sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun segir stofnunina geta sinnt eftirliti með laxeldinu þó að það aukist mikið. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sjö frávik frá starfsleyfi komu fram í eftirliti Umhverfisstofnunar á fiskeldisstöð Laxeldis Austfjarða í Berufirði í lok júní síðastliðinn. Eitt frávikanna var að sjóeldiskvíaar stöðvarinnar væru rangt staðsett- ar auk þess sem viðbragðs- og neyð- aráætlanir væru ekki til staðar ef óhöpp myndi komu upp í rekstrin- um. Þá benti Umhverfisstofnun á að lífrænum úrgangi frá fiskunum í eldisstöðinni væri fargað með óleyfi- legum hætti. Þetta kemur fram í eft- irlitsskýrslu með starfsemi Fiskeldis Austfjarða á vefsvæði Umhverfis- stofnunar en þar má skoða skýrslur um allar laxeldisstöðvar á Íslandi. Mikil umræða fer nú fram um réttmæti laxeldis í sjókvíum í sam- félaginu en til stendur að margfalda framleiðslu á eldislaxi upp í allt að 100 þúsund tonnum á næstu árum. Laxeldið í fyrra var 8 þúsund tonn þannig að um er að ræða tíföldun á framleiðslunni. Umhverfisstofnun- ar bíður því aukin vinna við eftirlit með laxeldinu. Gagnrýnendur lax- eldis benda á mögulegar slæmar af- leiðingar þess fyrir villta laxastofna. Guðbjörg Stella Árnadóttir, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ekki svo algengt að svo mörg frávik komi fram í rekstri laxeldis- fyrirtækja. Hún segir algengustu brotalamirnir í eftirliti með laxeldi vera að fyrirtækin skili ekki inn bók- haldi um umhverfisáhrif eldisins. Hún segist hins vegar telja að Um- hverfisstofnun sé reiðubúin til að sinna eftirliti með auknu laxeldi á Íslandi. „Ég held að við séum alveg ágætlega í stakk búin til að sinna þessu. Sjóvkvíarnir eru til dæmis orðnar mjög staðlaðar. Þannig að ef það koma ekki of margar umsóknir um laxeldi í einu þá held ég að við getum brugðist við þessu.“ Sjö athugasemdir við laxeldi á Austurlandi Til stendur að laxeldi verði tífald- að á Íslandi á næstu árum og segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun að stofnunin sé í stakk búin til að sinna eftirlit með því. Viðskipti - Fjárfestingarfélag Einars Sveinssonar hagnaðist um rúmlega 300 milljónir króna í fyrra. Félagið á meðal annars hlutabréf í Borgun, Thorsil og Kviku en viðskiptin með Borgun hafa verið mjög umdeild síðastliðin tvö, eftir að upp komst um þau. Einar er ekki lengur búsettur og skatt- skyldur á Íslandi en hann flutti til Bretland þegar auðlegðar- skattur var enn innheimtur á Íslandi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fjárfestingarfélag Einars Sveins- sonar á Íslandi, P 126 ehf., greiddi 30 milljónir króna út úr félaginu og til eiganda þess í Lúxemborg, fyrirtækisins Charamino Holdings Limited. P 126. ehf. hagnaðist um rúmlega 300 milljónir króna í fyrra. Fyrirtækið á eignir upp á rífega 1300 milljónir og skuldar nánast ekkert. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem sam- þykktur var í lok september og ný- lega var skilað til ríkisskattstjóra. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Benedikt Einarsson, sonur Einars Sveinssonar. Fyrirtækið á meðal annars hluta- bréf í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun sem mikið hefur verið til umræðu síðastliðin tvö ár eftir um- deilda sölu Landsbankans á þriðj- ungi hlutafjár í því án auglýsingar. Fyrirtækið á einnig hlutabréf í kís- ilmálmfyrirtækinu Thorsil og bank- anum Kviku. Borgunarviðskiptin hafa ver- ið gagnrýnd meðal annars vegna þess að Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra, bróðursonur Einars Sveinssonar, er æðsti yfirmaður Landsbankans þar sem hann er ríkisbanki. Bjarni er æðsti yfirmað- ur Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankan- um og skipar hann stjórn sjóðsins. Bæði Bjarni og Einar hafa neitað því að hafa rætt saman um Borgunar- sviðskiptin áður en Landsbankinn seldi hlutabréf í greiðslumiðlunar- fyrirtækinu til Eignarhaldsfélagsins Borgunar sem P 126 ehf. á rúmlega tæplega 22 prósenta hlut í. „Nei, ég hef aldrei rætt þetta mál við hann,“ sagði Einar í viðtali við Fréttablaðið en miðað við svar hans var aðkoma hans að sölu ríkisbankans á Borgun ekkert tengd Bjarna Benediktssyni. Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir skömmu, nema arðgreiðslurn- ar út úr Eignarhaldsfélaginu Borg- un til hluthafa, 395 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Nú í sumar var ákveðið að greiða hlut- höfum út 205 milljónir króna í arð. Hlutdeild P 126 ehf. í þessum 395 milljóna króna arði er 86 milljón- ir króna. Arðgreiðslurnar út úr P 126 ehf. lenda hjá umræddu fyrirtæki í Charamino Holdings í Lúxemborg þar sem skattaumhverfi er hag- stæðara fyrirtækjum en á Íslandi þó Lúxemborg sé alls ekki skatta- skjól - tvísköttunarsamningur er í gildi á milli Íslands og Lúxem- borgar. Félagið í Lúxemborg var áður á Kýpur en Einar flutti félag- ið til Lúxemborgar í fyrra. Einar er ekki búsettur á Íslandi heldur er hann með skráð lögheimili í Bret- landi og er því ekki skattskyldur á Íslandi. Einar flutti lögheimili sitt Bretlands árið 2012 og sagði hann þá í fjölmiðlum að ástæður flutn- ingsins væru „persónulegar“. Á þeim tíma var auðlegðarskattur ennþá innheimtur af efnuðum Ís- lendingum. Eignarhald félagsins P 126 ehf. á hlutabréfum á Íslandi: Áning-fjárfestingar ehf. 100% Leirlækur ehf. 100,0% Pei ehf. 100,0% Engey Invest ehf. 42,8% Eignarhaldsfélagið Tækni ehf. 38,8% Algrím ehf. 23,0% Eignarhaldsfélagið Borgun slf. 21,9% Petromodel ehf. 15,8% Esjuhlíðar ehf. 10,0% Northsil ehf. 9,3% ARC hf. 4,7% Eyrir sprotar slhf. 2,0% Kvika banki hf. 1,3% Arðgreiðsla til eignarhaldsfélags Einars Sveinssonar út af hlutnum í Borgun nemur 86 milljónum á tveimur árum. Í fyrra greiddi félagið 30 millj- ónir til hluthafa síns í Lúxemborg. Engeyingarnir tóku 30 milljóna arð frá Borgunarfélagi til Lúx Stjórnmál Fyrrverandi formað- ur Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, telur það raun- verulega hættu að flokkurinn detti út af þingi í kosningunum í dag. Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sam- fylkingarinnar, tekur ekki svo djúpt í árinni, en segir flokkinn hafa gert mistök þegar skipt var um formann fyrr á kjör- tímabilinu. Hún segir málefna- stöðu flokksins þó góða, en vandinn sé sá að þau nái ekki eyrum kjósenda. „Hættan er raunverulega sú að Samfylkingin gæti þurrkast út í næstu kosningum,“ segir Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinn- ar í Suðvesturkjördæmi og fyrrum formaður flokksins. Árni Páll bendir á að Samfylk- ingin hafi ávallt mælst hærri í skoð- anakönnunum, en þegar talið er upp úr kjörkössunum. „Mér finnst þetta grafalvarleg staða,“ segir Margrét en hún seg- ir flokkinn þó líklega halda velli, en minnkandi fylgi sé áhyggjumál sem þurfi að takast á við. Hún segir kosningabaráttuna þó dapra, ekki bara hjá Samfylk- ingunni, heldur öllum stjórnmála- flokkum. „Ég held að þessi áhersla á netið sé stórlega ofmetin. Kjós- endur vilja að það sé hlustað á þá, að þeir fái að horfast í augu við frambjóðendur,“ segir Margrét að lokum. | vg Óttast að Samfylkingin gæti þurrkast út Samfylkingin á í vand- ræðum og mögulegt er að hún þurrkist út að mati fyrrverandi formanns. Mynd | Hari Flokkur í fallhættu Sam fylk ing in mælist með 6,1 prósent fylgi í nýrri könnun MMR en tæp 6 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar sem Morgunblaðið greindi frá í gærmorgun. Odd ný G. Harðardótt ir, formaður Sam fylk ing ar inn ar, nær ekki kjöri í Suður kjör dæmi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Þá ná Sam­ fylk ing arþing menn irn ir Össur Skarp héðins son, Val gerður Bjarna dótt ir og Helgi Hjörv ar ekki kjöri í Reykja vík ur kjör dæmun um. Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur leysti konu með geðraskanir undan kaup- samning á íbúð hennar, en konan segist hafa verið í djúpu þynglyndi þegar hún skrifaði undir bindandi kauptilboð við par í gegnum fasteignasöluna Eignamiðlun. Parið sem hugðist kaupa íbúðina á um 27 milljónir króna, stefndi kon- unni eftir að hún rifti kaupsamn- ingnum, og vildi að hún stæði við samninginn. Farið var fram á að kaupsamn- ingnum yrði rift þar sem söluna mátti rekja beint til andlegra van- heilinda konunnar. Í dómi seg- ir meðal annars að konan hafi verið flutt með sjúkrabíl af fast- eignasölunni eftir að konan hafði farið á fund með parinu og fast- eignasala, þar sem farið var fram á að hún stæði við samninginn. Þá kom einnig fram að konan hefði rift samningnum 20 dög- um eftir að hann var gerður, en þá var parið ekki búið að skila inn greiðslumati eins og kvað á um í samningnum. Það gerði parið þó síðar. Á þeim forsendum rifti hér- aðsdómur samningnum síðasta fimmtudag, þar sem kauptilboðið var runnið út, auk þess sem konan fékk gjafsókn vegna málsins.-vg Seldi íbúð í djúpu þunglyndi Konan skrifaði undir bindandi kaupsamning en var að lokum leyst undan honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.