Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Á vinnustofunni Trufiction í Hafnarhúsinu á morgun stendur til að skoða og opna torfhúsið upp sem vistkerfi með aðferðum skáld- skapar og vísinda. Fjölmargir aðilar taka þar til máls, en þar á meðal eru arkitektar, mannfræðingar, örveru- fræðingar, jarðvegsfræðingar og listamenn. Það eru Tinna Grétars- dóttir mannfræðingur og Sigurjón Baldur Hafsteinsson lektor í safna- fræði sem að standa að vinnustof- unni en hún er hluti af stærra list- rannsóknaverkefni sem þau stýra. „Þarna stendur til að skoða aðra og fjölbreyttari þætti í þessum arfi Torfbærinn er fallegur, frumlegur og skemmtilegur Hannes Lárusson myndlistar- maður er hrifinn af íslenska torfbænum og hampar honum sem helsta framlagi Íslendinga til byggingarlistar og menn- ingarinnar almennt. Hann hef- ur byggt upp setur um torfbæ- inn austur í Flóa og er á því að torfhúsin hafi verið bæði fáguð og frumstæð í senn, eins og á við um svo marga góða hluti. Hannes er einn þeirra sem talar um torfhús og framtíðina á opinni vinnustofu fræði- og listamanna á morgun. Guðni Tómasson gudni@frettabladid.is en áður hafa verið kannaðir,“ segir Hannes Lárusson. „Þar á meðal eru lífríkið í torfhúsunum og flóran og fánan í torfinu sjálfu. Á þessum arfi sem við eigum í torfhúsum fortíð- ar má finna endalausar spennandi hliðar.“ Hannes er einmitt upptekinn við að miðla þessum spennandi hliðum torfhúsaarfsins austur í Flóa, nánar tiltekið í Austur-Meðalholti þar sem hann hefur, ásamt Kristínu Magnús- dóttur, komið upp sýningarskála, hleðsluskóla og námskeiðahaldi, auk veitingasölu. „Þarna viljum við sýna fjölbreytni og dýpt þessa merka arfs.“ Besta framlagið misskilið Hannes Lárusson verður alltaf hrifnari og hrifnari af torfbænum og öllu því sem í þessum arfi felst. „Ég er eiginlega á því að Íslendingar hafi aldrei unnið betur úr sínu um- hverfi og sínu uppleggi en einmitt í torfbænum. Þar hafa þeir náð mest- um árangri í að skilja landið og það sem það hefur upp á að bjóða og einnig mestum hæðum í því að tjá sig fagurfræðilega, en fagurfræði hefur nú ekki verið sterkasta hlið Íslendinga. Þarna ná þeir tján- ingu sem er einstök á heimsvísu og kannski merkilegasta framlag norðurhjarans til byggingarlistar. Í torfbænum má segja að það besta í Íslendingnum birtist, en um leið er þessi arfur vanræktasti og mis- skildasti þátturinn í íslenskri menn- ingu. Eins og oft á við um dálítið góða hluti þá er torfbærinnn bæði fágaður og frumstæður í senn.“ Baðstofur torf bæjanna eru Hannesi hugleiknar, enda eru þær hjarta bygginginna. „Ég held að Ís- lendingar hafi aldrei gert betur en í baðstofunni í sinni fagurfræði- legri tjáningu. Baðstofan er eigin- lega það eina sem við getum sýnt og staðið við í alþjóðlegu samhengi án þess að gefa afslátt eða vera með einhvern sérstakan formála að því að þetta sé nú ekki nógu gott. Bað- stofan er þróun mjög margra kyn- slóða og þegar maður fer inn í þær fáu baðstofur sem eftir hafa lifað þá fær maður þá tilfinningu að það sé ekkert auðvelt að gera þetta miklu betur.“ Staðið á herðum Harðar Hannes bendir á að ef Harðar Ágústssonar, myndlistar- og fræði- manns, hefði ekki notið við á sínum tíma og rannsókna hans á torfbæn- um, þá hefðum við nánast ekki neitt í höndunum og ef Hörður er undan- skilinn þá hafi lítið verið sagt að viti um torfbæinn ennþá, að hans mati. „Við eigum eftir að sökkva okkur ofan í þessa menningu, opna hana upp og miðla henni til framtíðar.“ Einn þáttur torfhúsamenningar- innar sem heillar Hannes er að enginn torfbær sé í rauninni eins. „Það eru endalaus tilbrigði í þess- um byggingum þar sem virðist ríkja hæfilegur anarkismi sem nær samt raunverulegri lendingu og niður- stöðu. Það myndast samkomulag um það að hver byggi með sínu nefi en innan sama bragarháttarins, því það eru einstaka þættir innan þessa byggingarlags sem eru tiltölulega staðlaðir. Þetta skildu menn síðan illa þegar þeir reyndu að beita grísk- rómverskri og klassískri hugsun á þessar byggingar. Þá sáu menn ekki samræmi eftir sínu höfði og dæmdu þennan arf til niðurrifs á sínum tíma.“ Framtíðin Hannes er á því að blómatími ís- lenskra torfhúsa sé á árunum 1880- 1920, rétt áður en hefðin rennur sitt skeið á enda. „Þá eru allar forsend- ur komnar fyrir því að þessi arf- ur blómstri. Um þetta tímabil eru auðvitað mestar og bestar heim- ildir en það er líka áhugaverðast. Þarna blómstrar arfurinn rétt áður en hann fer að leysast upp og loks er honum útrýmt nánast að fullu fyrir 1960.“ En getur torf húsið, þessi byggingarsögulega fortíð þjóðar- innar, kennt okkur eitthvað um nútímann og framtíðina að mati Hannesar. „Já, torfhúsið getur kennt okkur að haga okkur betur í landinu og skilja og skynja það á dýpri hátt að maðurinn og landið og náttúran eru allt hluti af einni heild. Torfbærinn var í samhljómi við landið, féll inn í það og óx út úr því. Það var nokkuð góð sátt og samhljómur við landið. Þessi auð- mýkt og lágstemmda fagurfræði sem þarna birtist hæfir líklega Ís- lendingum einna best. Þetta er bæði falleg, frumleg, skemmtileg og mannleg byggingarhefð. Þess vegna ætti þetta að geta virkað sem ein- hvers konar stökkpallur fyrir skiln- ing okkar á landinu og mannlegu umhverfi.“ Turfiction vinnustofan hefst í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 14. Erlendir og innlendir aðilar ræða torfhúsaarfinn frá ýmsum hliðum, ekki síst með hliðsjón af framtíð- inni. Dagskráin er á ensku. Myndlistarmaðurinn Hannes Lárusson er baráttumaður fyrir aukinni vitund landsmanna um gæðin sem fólust í torfhús- unum gömlu. Þau hafa líka orðið honum innblástur í listaverkum hans. Hér er Hannes á sýningunni Kwitchyerbellyakin í Hafnarhúsinu. Mynd | Hari Í Austur-Meðalholti hafa Hannes Lárusson myndlistarmaður og Kristín Magnúsdóttir lífefnafræðingur byggt upp aðstöðu og starfsemi sem snýr að torfhúsahefðinni á árum áður. Þar á meðal er sýningingarsalur sem miðlar upplýsingum um handverk og fagurfræði. Gamli bærinn í Austur-Meðalholti er dæmigert mannvirki fyrir byggingastíl á Suðurlandi á ofanverðri 19. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.