Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Fimmtudagur 6. október 2016 13DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Lj ós m yn d: U m f. Se lfo ss Fögnum afmæli! Upplestur, uppboð og afmæliskaka Bókakaffið á Selfossi fagnar 10 ára afmæli föstudaginn 7. október. Við blásum til veislu frá klukkan 15 þennan dag, veitum ríflega afslætti, setjum afmælisköku og kaffi fram fyrir gesti og gangandi auk þess sem bóksalarnir bjóða upp kostagripi og bændur fara með gamanmál. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Ásdís Thoroddsen | Óskar Árni Óskarsson | Hallgrímur Helgason | Sørine Steenholdt (lesari Heiðrún Ólafsdóttir) | Pjetur Hafstein Lárusson | Guðrún Eva Mínervudóttir Halldóra Thoroddsen | Guðmundur Brynjólfsson | Hermann Stefánsson Kvölddagskráin Ljóðfæri Um kvöldið mæta svo í Bókakaffið þeir feðgar Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur, og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, með einstaka dagskrá sína sem nefnist Ljóðfæri. Þar gramsa þeir í ljóða- og hljóðasörpum sínum, spinna, og tvinna með hjálp ritvéla-, hljóm- og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur. Kvölddagskráin hefst klukkan 20 – aðgangur ókeypis 2006–2016 Afsláttur á afmælisdegi Nýjar bækur 10% Gamlar bækur 30% Bókakaffið á Selfossi | Austur vegi 22 | 800 Selfoss | Sími 482 3079 16 Fimmtudagur 29. september 2016 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Jólahlaðborð í sveitakyrrð Allar nánari upplýsingar á www.hoteleldhestar.is Eldhestar, Vellir, 816 Ölfus Netfang info@eldhestar.is Sími 480 4800 Við bjóðum okkar sígilda jólahlaðborð síðustu tvær helgarnar í nóvember og tvær fyrstu helgarnar í desember – nú er rétti tíminn til að panta! Jólahlaðborðið 2015 er á 7.900 kr. Einstakt tilboð! Matur og gisting á 12.500 kr. á mann. Innifalið er jólahlaðborð, gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverðarhlaðborði. Hvernig væri að stíga út úr annríki jólaundirbúningsins og njóta margrómaða jólahlaðborðsins á Hótel Eldhestum sem býður einstaka upplifun í hlýlegu umhverfi? 8 56 4 0 Opið verður á laugardögum frá og með 1. október Í tilefni vetraropnunar veitum við 15% afslátt af öllum vörum á laugardaginn 1. október Opnunartímar í vetur Virkir dagar kl. 9-18 // Laugardagar kl. 10-14 Vistheimtarverkefni sem Grunn skólinn Hellu vinnur með Landvernd og Landgræðsl- unni er orðið eitt af venjubundn- um haustverkum skólans. Nem- endur í ákveðnum bekkjum fara þá og mæla gróðurþekju á svæð- um sem þeim hafa verið úthlut- uð í Vakalá en það er svæði sem Haustv rkin í Grun skóla um Hellu liggur vestanmegin við Gunnars holtsveginn stutt frá þjóðvegi 1. Elstu nemendur í verkefninu sem eru í 8. bekk, bera sig orðið mjög fagmann- lega að verki enda hafa þau sinnt þessu verkefni í 2 ár. Annað sem verður til á hverju hausti er umhverfisnefnd (græn- fánanefnd) skólans en þar sitja a.m.k. einn nemandi úr hverjum bekk. Skólinn fór í úttekt hjá Land- vernd í vor vegna flöggunar grænfánans og stóðst hana með glans. Við skólasetningu í ágúst fékk skólinn því fánann afhent- an í fjó ða sinn. Ásdís Thoroddsen hefur sent frá sér sína fyrstu bók, lið- lega 360 síðna skáldsögu sem ber nafnið Utan þjónustusvæðis – krónika. Útgefandi er Bókaút- gáfan Sæmundur á Selfossi. Utan þjónustusvæðis lýsir mannlífi í litlum byggðarkjarna við sjávarsíðuna þar sem marg- slungin bönd tengja sveitung- ana. Blóðbönd, bróðerni og kviðmægðir spinna fínan þráð sem fljótlega verður að spjörum á síprjónandi tungum íbúanna. Mitt í þessari flækju situr sam- býliskona skólastjórans, Heiður Gyðudóttir. Í þessum sambandslausa firði reynir hún að ná til nemenda Utan þjónustusvæðis – krónika Ásdís Thoroddsen með bók sína Utan þjónustusvæðis – krónika. skólans. En eftir því sem Heiður brýst hatrammlegar um í viðjum vanans, þeim mun frekar rofnar sambandið við raunveruleikann. Þögnin þrengir að henni eins og þokan, og þeir sem eitthvað segja tala tungum. Höfundur snýr hér þráð úr þeim gamla og nýja tíma sem standa samhliða í stað í íslenskri sveit. Fólksfækkun og framtaks- leysi fléttast hér saman við hrun og innflutt vinnuafl. Ásdís leikstjóri og kvik- myndaframleiðandi hefur skrif- að fjölda handrita fyrir styttri og lengri kvikmyndir og þætti – en haslar sér nú í fyrsta sinn völl í klassískum sagnaskáldskap. 1. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra 2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður 3. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkruna- stjóri, Hornafirði 4. Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustu- og sauðfjár- bóndi, Mýrdal Sigurður Ingi í efsta sæti hjá Framsókn Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Suður kjördæmi var samþykktur á kjördæma- þingi á Selfossi 24. september sl. Framboðs- listann skipa: 1. Sigurður Ingi Jóhannsson. 2. Silja Dögg Gunnarsdóttir. 3. Ásgerður K. Gylfadóttir. 5. Sæbjörg Erlingsdóttir, Grindavík 6. Gissur Jónsson, Selfossi 7. Hjörtur Waltersson, Grindavík 8. Lára Skæringsdóttir, Vestmannaeyjum 9. Guðmundur Ó. Helgason, Rangárþing ytra 10. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Höfn 11. Stefán Geirsson, Flóahreppi 12. Jón Sigurðsson, Sandgerði 13. Hrönn Guðmundsdóttir, Ölfusi 14. Ármann Friðriksson, Höfn 15. Þorvaldur Guðmundsson, Selfossi 16. Sigrún Þórarinsdóttir, Rangárþingi eystra 17. Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppi 18. Sæbjörg M. Vilmundsdóttir, Grindavík 19. Haraldur Einarsson, Flóahreppi 20. Páll Jóhann Pálsson, Grindavík Nú í október fer Velferð - fræðslu og velferðarmiðstöð af stað með skemmtileg og eflandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn þar sem unnið verður með sjálfsmynd og jákvætt hugarfar. Kynningarfundur vegna námskeiða verður haldinn mánudaginn 3.október kl. 20:00 að Austurvegi 6 (3.hæð) Selfossi. Upplýsingar um námskeiðin og tímasetningar má finna á heimasíðu okkar Minvelferd.is eða í síma 892-3171. Einnig má finna okkur á facebook undir nafninu Velferð. Eyravegur 25, 800 Selfoss Sími 482 1944 selfoss@prentmet.is Fasteignasalan Bær • Austurvegi 26 • 800 Selfossi • Sími 512 3400 • Fax 517 6345 • www.fasteignasalan.is Fagleg og persónuleg þjónusta Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali S. 891 8891 • hafsteinn@fasteignasalan.is Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali S. 864 8090 • snorri@fasteignasalan.is S orri Sigurðar on löggiltur fasteignasali S. 897 7027 • ssig@fasteignasalan.is F R U M - w w w .f ru m .i s – Láttu löggilta fasteignasala með mikla þekkingu og reynslu á fasteignamarkaði á Suðurlandi sjá um að selja fasteignina þína – Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir Vantar allar gerðir eigna á söluskrá Selfyssingur keppir með kokkala dsliðinu Hundaganga um helgina Hundaganga verður á Selfossi laugardaginn 8. október nk. Gangan hefst kl. 11:00 við Jötunn-vélar að Austurvegi 69 á Selfossi. Venju samkvæmt er ætlunin að taka stutta taumgöngu með hundana um bæinn. Að göngu lokinni verður kafispjall. Fólk er beðið að muna eftir að taka með kúkapoka og góða skapið. Fjölmennum í gönguna. Allir hundar velkomnir í gönguna, óháð tegund eða stærð. Selfyssingurinn Sigurður Ágúst son, se starfar sem matreiðslumaður í Tryggva- skála, er hluti af íslenska kokkalandsliðinu sem keppir á Ólympíuleikum í matreiðslu í október og fylgir eftir framúr- skarandi árangri sínum frá síðasta heimsmeistaramóti sem skilaði liðinu í 5. sæti á heimslista. Liðið er í toppformi og á lokaspretti í sínum undir- búningi en æfingar hafa staðið yfir í 18 mánuði. Ólympíuleikar í matreiðslu, eru haldnir á fjögurra ára fresti og verða haldnir í Þýskalandi 21.–26. október nk. Ólympíu- leikar eru stærsta og mest krefjandi keppni kokkalandsliða í heiminum. Þar mætast 2000 af færustu kokkum heimsins frá um 50 þjóðum og keppa sín á milli. Keppt er í tveimur greinum, annars vegar í köldu borði eða Culinary Art Table, og hins vegar í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétti sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Í fyrrihluta október verður mikið um að vera í undirbúningi liðsins og gefast tækifæri fyrir fjölmiðla og almenning að skyggnast bak við tjöldin í eldhúsi kokkalandsliðsins. Sigurður Ágústsson matreiðslumaður í Tryggvaskála er í íslenska kokkalandsliðinu. Ennþá verðtrygging og háir vextir PAWEL: „Það hringdi í mig einn flokkur fyrir síðustu kosningar og bað mig um að vera á lista. Þeir vildu setja mig í eitt af neðstu sætunum og skreyta listann með pólsku nafni. Þetta er alltaf sama ruglið en ég er samt búinn að ákveða mig,“ segir Pawel Lewicki. Pawel flutti frá Póll ndi til Íslands árið 1998 og hefur starfað í Prent- smiðjunni Odda síðan. Hann kýs í þriðja sinn til Alþingis um helgina. „Það er búið að vera gott ástand á Íslandi eftir kreppu en samt hefur fólk það ekki gott. Það er ennþá verðtrygging og vextir eru ennþá rosalega háir. Ég skil ekki afhve ju það gengur svona illa að reka þetta land. Ríkisstjórnin segir stöðuna vera betri en oft áður en samt er enginn jöfnuður. Það vantar að venjulegt fólk hafi eitthvað á milli handanna þegar búið er að borga alla reikningana. Mér finnst líka skipta máli hvað næsta rí isstjórn ætlar að gera við alla þessa ferða- menn. Það er ekki hægt að láta þá eyðileggja þetta fallega land. Það þarf að passa náttúruna hér.“ Vinnumarkaður 51 21. sæti Staða innflytjenda á vinnumarkaði er miklu lakari á Íslandi en hinum Norð- urlöndunum. Hér er staða innflytjenda líkari því sem er í Austur-Evrópu. Þar ræður mestu lök réttindi þeirra, lélegt aðgengi að aðstoð og slök vörn gagnvart atvinnurekendum. Fjölskyldusameining 59 22. sæti Það er auðveldara fyrir flóttafólk og aðra innflytjendur að sameinast fjölskyldu sinni á Íslandi en í Danmörku en nokkuð erfiðara en á hinum Norðurlöndunum. Heilsa 40 25. sæti Aðgengi hælisleitenda, flóttamanna, innflytjenda og annars fólks af erlendum uppruna að heilbrigðisþjónustu er ekki góð á Íslandi. Því veldur bæði almennt lélegur aðbúnaður hælisleitenda og flóttamanna og aðgangshindranir að heilsugæslu vegna kostnaðar sjúklinga og skorts á tungumálaaðstoð. Hérlendis er lítið gert til að skoða heilsufar innflytj- enda sérstaklega og því liggja litlar upp- lýsingar fyrir til mótunar stefnu til bóta. Menntun 23 28. sæti Ísland stendur langt að baki nágranna- löndunum þegar kemur að aðgengi innflytjenda að menntun. Hér skortir líka upplýsingar um raunverulega stöðu hópsins og stefnumörkun er því veik. Til viðbótar er snúið fyrir innflytjendur að fá menntun sína frá heimalandinu viðurkennda. Vörn gegn mismunun 5 38. sæti Íslendingar verma botnsætið, að hluta til vegna þess að upplýsingar skortir. Varnir gegn mismunun fólks vegna uppruna, tungumálaerfiðleika og annars eru veikar og lagaákvæði gegn hatursumræðu og -glæpum veik. Réttindi fólks eru illa va in, bæði í lö um og framkvæmd. Hlakkar til að fá kosningarétt ATEFEH: „Ég hef aldrei í lífinu kosið því ég fékk ekki tækifæri til þess í Íran. Og ég get ekki kos- ið í þessum kosningum því ég er ekki komin með ríkisborgara- rétt,“ segir Atefeh Mohammadi. Atefeh ólst upp í Afganistan undir ógnarstjórn talíbana en flúði til Íran þegar hún var ung stúlka. Hún flúði síðar Íran með dætur sínar þrjár og fékk hæli af mann- úðarástæðum á Íslandi árið 2012. Atefeh segir Íslendinga vera mjög gestrisna og því geti fólki liðið vel hér á landi. Hún segist ekki hafa myndað sér sterkar skoðanir á því hvað hún myndi kjósa hefði hún rétt til þess en að hún myndi þó kjósa flokk sem vilji taka á móti flóttafólki. „Ég mun kjósa þegar ég fæ ríkisborgararétt og ég hlakka til þess. Mér liður mjög vel á Íslandi og það veitir mér mikla hamingju að dætur mínar fái að verða full- orðnar konur hér. Ég dáist að því hvað konurnar hér eru sterkar.“ ANETA: „Ég lærði íslensku af því að ég er gift Íslendingi og átti ekki börn strax. Ég var í háskólanum og hafði nægan tíma fyrir sjálfa mig og til að læra tungumálið en það hafa það ekki allir svona gott,“ segir Aneta Wlodarczyk. Aneta starfar sem þjónustustjóri hjá þriffyrirtæki og er einn af stofn- endum Winda, félags áhugafólks um pólska og íslenska menningu og hefur búið á Íslandi í sextán ár. „Fólk sem ekki talar tungumálið fer í störf þar sem íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg. Margir eru í tveimur vinnum og oft við að þrífa eftir klukkan fimm og koma svo ekki heim fyrir en klukkan sjö eða átta og á meðan eru börnin ein heima. Það hlýtur að vera erfitt að hafa börnin alltaf ein heima.“ „Ein vinkona mín fór á námskeið í íslensku en ef þú ert í tveimur vinnum með þrjú börn þá hefur þú ekki tíma til að vera oftar en einu sinni í viku í íslenskutímum, og það er of lítið.“ „Ég á margar vinkonur sem eru einstæðar mæður og ég fattaði ekki hvað ég hef það gott fyrr en ég sá hvernig þær hafa það. Þær rekast alls staðar á veggi og komast til dæmis ekki í gegnum greiðslumat. Ein vinkona mín er að leigja sér litla íbúð fyrir 200.000 á mánuði. Samkvæmt bankanum getur hún ekki borgað afborganir af húsi en kerfið gerir ráð fyrir að hún borgi tvisvar sinnum það í leigu!“ Einstæðar mæður rekast á veggi AMELIA: „Þegar ég kom hingað fyrst fyrir tuttugu og fimm árum þá var ég ekkert að spá í þessa hluti, aðlögun innflytjenda,“ segir Amelia M teeva sem flutti til Íslands frá Búlgaríu fyrir tutt- ugu og fimm árum. Amelia vann í sautján ár á leikskóla en vinnur í dag sem þýðandi og aukaleikari auk þess að sitja í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Ég var mjög einangruð fyrst og þur ti bara að bjarga mér sjálf en í dag er þetta auðveldara. Bæði vegna þess að í dag eru hér fleiri innflytjendur en sérstaklega vegna þess að nú erum við með internetið og meira upplýs nga- flæði. Það er frábært hvað fólk nær að búa til hópa á facebook og tengjast þar. Það er sérstak- lega mikilvægt að innflytjendur fái góða upplýsingagjöf þegar þeir koma til landsins. Það þarf að gera upplýsingar aðgengilegri og þýða meira af þeim, yfir á nokkur tungumál. Svo þarf að efla fræðslu til fólks af erlendum uppruna sem vinnur hjá ríki og sveitarfélögum, en þar er upplýsingaflæði yfirleitt á íslensku.“ „Við hjá Samtökunum erum mjög ánægðar með að það sé búið að koma í gegn framkvæmdaáætl- un í málefnum innflytjenda en það var gert núna í september. Þetta er mikið mannréttindamál og ég vona að áætluninni verði fylgt eftir." „Persónulega finnst mér að við gætum nýtt þekkingu innflytjenda til að efla íslenskt samfélag því aðrir menningarheimar hafa svo margt fram að færa. Þetta á líka við um menntun innflytjenda en eins og er þá er hún ekki að nýtast sem skyldi. Þekking og reynsla innflytjenda er mikil en því miður ekki alltaf metin að verðleikum, læknar sem starfa á leikskólum er eitt dæmi um það. Það er líka sérstaklega mikilvægt að við auk- um þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það er svo mikil- vægt að þau einangrist ekki félagslega. Við verðum að virkja þau og gefa þeim aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu.“ Læknar á leikskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.