Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Óuppgerð saga Sama í Noregi Þessi ljósmynd dúkkaði upp í norskum fjölmiðlum í vikunni en hún var kveikja að grein sem fyrrum bæjarstjóri Tromsö, Jens J. Hjort, skrifaði um þöggunina í norsku samfélagi yfir meðferð Norðmanna á Sömum. Á myndinni sést fulltrúi norska ríkisins taka höfuðmál af móðurömmu Hjort, sem var Sami. Mælingin var liður í að sanna þá kenningu að Samar væru líkamlega afbrigðilegir og vanþroskaðir. Hjort segir ljósmyndina hafi verið vendipunkt í sinni bæjarstjóratíð. Norðmenn hafa verið rausnarlegir í móttöku flóttafólks og þeir skara framúr á heimsmælikvarða í að búa til fjölmenningar- samfélög. Sambúð þeirra með Sömunum í norðri er hinsvegar lituð mismunun og kerfisofbeldi sem enn grasserar, samkvæmt nýrri viðamikilli rannsókn. Tungumáli og menningararfi Samanna var nærri útrýmt af norskum stjórnvöldum og uppgjöri við myrka fortíð er ekki lokið. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Norðmenn njóta virðingar í al- þjóðasamfélaginu fyrir að vera rausnarlegir í móttöku flóttamanna og úrræðagóðir í skapa fjölmenn- ingarsamfélög. Þeir hafa hlut- fallslega tekið við margfalt fleiri flóttamönnum en Íslendingar, og í Noregi býr 4,5% hærra hlutfall inn- flytjenda en á Íslandi. Norðmenn reyndust árið 2014 vera fjórða besta þjóðin í móttöku og aðlögun innf lytjenda, sam- kvæmt alþjóðlegri samanburða- mælingu MIPEX. Í mælingunni var horft til hvernig pólitískar ákvarðanir þjóðanna hafa veitt innflytjendum gjaldgengi í sam- félaginu. Mældir voru nærri 150 pólitískir áhrifaþættir og var horft til atvinnuþátttöku innflytjenda, menntunar, stjórnmálaþátttöku, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og ekki síst verndar gegn mismunun. Þótt Norðmenn komi vel út úr þess- um mælingum, hefur verndin gegn mismunum ekki náð til frumbyggja landsins, Samanna, sem enn eru beittir órétti og sviptir grundvallar- mannréttindum. Í nýrri viðamik- illi rannsókn sem gerð var af grein- ingarnefnd samískra málefna, á aðstæðum 12 þúsund Sama í Nor- egi, kemur í ljós að þeir eru fjór- um sinnum líklegri til að verða mis- munað en meðal Norðmönnum. Rannsóknin var gerð á Sömum í 25 sveitarfélögum í norðri og varpar ljósi á að enn sé langt í að Samar verði metnir til jafns við aðra Norð- menn. Þriðji hver Sami í Noregi hafði orðið fyrir einelti vegna upp- runa síns, sýndi doktorsrannsókn frá árinu 2011 sem Ketil Hansson vann við háskólann í Tromsö. Samarnir eru ævaforn þjóðflokk- ur sem býr í Sápmi, landsvæði sem nær frá Noregi til Svíþjóðar, Finn- lands og yfir á Kólaskaga í Rúss- landi. Þjóðflokkurinn telur um það bil hundrað þúsund og langflest- ir þeirra, rúmur helmingur, búa í Norður-Noregi. Lífsskilyrði Sama eru afar ólík eftir búsetu en eitt eiga þeir sameiginlegt - réttindi þeirra hafa verið þverbrotin í öll- um löndunum. Óþægilegur sannleikur hefur gægst upp á yfirborðið á undan- förnum árum, um meðferð Norð- manna á Sömum. Þótt alkunna sé að Samar hafi verið beittir mis- rétti í gegnum tíðina hafa stofnan- ir á borð við UNESCO, Sameinuðu þjóðirnar og rannsóknarstofnun um málefni Sama bent á að enn sé brotið á réttindum þeirra. Sagan er óuppgerð. Afleiðingar hinnar svokölluðu norsku-væðingar þjaka samfélagið enn en það var stefna norska ríkisins fram til 1950 og hef- ur rænt fjölmarga Sama tungumáli sínu, trú, stolti og einstakri menn- ingararfleifð. Saga Samanna er að mörgu leyti svipuð annarra frumbyggja í heim- inum, þar sem menning þeirra hefur verið bæld niður með kerfis- bundnum hætti landnema. Þannig hafa Samar misst yfirráða- og eignarétt yfir landsvæðum sínum í norðri og tungumáli þeirra hef- ur verið útrýmt með lögum sem til dæmis bönnuðu kennslu á öðrum tungumálum en norsku. UNESCO telur að þremur mállýskum Sama hafi algjörlega verið útrýmt, og þrjár mállýskur séu enn í verulegri útrýmingahættu. Í Noregi hófst aðförin að Sömum af fullum þunga á átjándu öld þar sem kirkjan, ríkið og meginþorri landsins lagðist á eitt við að ráða niðurlögum á hinum „frumstæðu“ siðum og venjum Samana. Samarn- ir hafa alla tíð lifað af hreindýra- rækt og fiskveiði í harðgerri nátt- úrunni í norðri og hafa þróað með sér aðferðir við að lifa í kulda og myrkri. Heimskir villimenn Viðhorf Norðmanna til Sama virðist enn mótað af staðalmyndum sem dregnar hafa verið upp í fjölmiðlum í gegnum tíðina. Staðalmyndir af fáfróðum villimönnum sem skilja lítið í siðmenntuðu samfélagi og geta illa tileinkað sér nútímatækni. Um þetta er meðal annars er fjall- að í bók Arne Johanssen sem rýn- ir í framsetningu Sama í fjölmiðl- um á árunum 1970 til 2000. Þar er bent á að á síðari árum hafi fréttir af Sömum einkennst af neikvæðum átakafréttum þar sem reynt er að grafa undan þeirra helstu atvinnu- greinum, svo sem hreindýrarækt- inni. „Umfjöllun um hreindýrarækt var jákvæðari á áttunda áratugn- um en hún hefur verið á undan- förnum árum. Stöðugt hefur ver- ið gefið í skyn að hreindýraræktin sé allt að því glæpsamleg og hlægi- leg. Fjölmiðlar fjalla um slagsmál, hreindýrastuldi og glæpi, rétt eins og ræktunin standi í vegi fyrir nú- tíma samfélagi. Neikvæðir atburð- ir eru oftast tilefni til fréttaskrifa um Sama og sífellt var hreindýra- ræktuninni stillt upp gegn öðrum atvinnugreinum eins og til dæm- is námugreftri,” sagði Johannsen í Altaposten. Gleymast „óvart“ Nýjar rannsóknarniðurstöður sýna hvernig mismunun Sama birtist í nútímanum. „Það er viðtekin venja í samfélaginu að Samarnir gleym- ast. Það á líka við í hinu opinbera kerfi. Það gleymist alveg óvart að þýða mikilvæga texta á samísku eða auglýsa mikilvægar stöður í fjölmiðlum Samanna,“ segir Ketil Hansen við NRK. Hann nefnir sem dæmi þegar staða fylkismanns í Finnmörku var auglýst nýlega þá láðist að gera það í samísku blöðunum. „Skilaboðin eru skýr þegar æðsta staða í stærsta Samafylki Noregs er ekki auglýst fyrir samíska alþýðu,“ segir ritstjórinn Geir Wulff í sam- tali við samíska blaðið Ságat. Málið hefur blossað upp í norskum fjöl- miðlum að undanförnu enda tóku flestir undir að dæmið væri lýsandi fyrir útskúfun. Annað hitamál sem lýsir viðhorfi Norðmanna til Sama, eru heift- arlegar deilur um það á hvaða tungumálum vegmerkingar og umferðaskilti í Norður-Noregi eigi að vera. Þegar merking á bæjar- félaginu Bodö var sett upp við þjóðveginn, var skiltið haft bæði á norsku og samísku. Aðeins liðu nokkrir dagar þar til krotað hafði verið yfir samíska heitið. Þegar skiltið var hreinsað, var krotað yfir það á ný og í kjölfarið var það marg- sinnis fjarlægt af þeim sem vildu aðeins hafa skiltið á norsku. „Ég man ekki eftir öðru eins hitamáli í sögu blaðsins,“ sagði Jan-Eirik Hanssen ritstjóri Avisa Nordland í samtali við Tv2 árið 2011. „Við höfum ekki undan að fjarlægja óviðeigandi athugasemdir af vefsíðum okkar, hatursummæli og ærumeiðingar. Heiftin í þessu máli hefur náð áður óséðum hæð- um. Þetta er ein birtingarmynd áralangrar afneitunar á samískri menningu í norsku samfélagi.“ Ljósmynd vakti bæjarstjórann Þessi ljósmynd dúkkaði upp í norskum fjölmiðlum í vikunni en hún var kveikja að hjartnæmri grein sem fyrrum bæjarstjóri GLÆSILEG RAÐHÚS VIÐ ÍSLEIFSGÖTU BÆTAST Í HÓPINN HJÁ BÚSETA BÚSETI húsnæðissamvinnufélag • Síðumúli 10 • 108 Reykjavík sími 520 5788 • www.buseti.is • buseti@buseti.is ÁVINNINGUR MEÐ BÚSETAÍBÚÐ • Örugg búseta meðan þér hentar • Þú festir minni fjármuni í fasteign • Þú færð vaxtabætur líkt og eigandi • Lægri kaup- og sölukostnaður • Búseti sér um allt ytra viðhald á húsnæði • Hátt þjónustustig OPIÐ HÚS miðvikud. 2. nóv. kl. 17-18 ATH! AÐEINS TVÖ RAÐHÚS EFTIR 5 HERBERGJA RAÐHÚS - 145,6 m2 20% Búseturéttur Verð kr. 10.500.000,- (Útborgun frá kr. 6.000.000,-) Mánaðargreiðsla m.v. 20% búseturétt kr. 242.908,- Mánaðargreiðsla innifelur fjármagnskostnað, skyldutryggingar, fasteignagjöld, hússjóð, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóð. • Frábær staðsetning með óhindrað útsýni vestur Úlfarsárdalinn • Stutt á Úlfarsfell og önnur útivistarsvæði í óspilltri náttúru • Örstutt í skóla og íþróttasvæði Fram • Sundlaug, bókasafn og menningarmiðstöð munu rísa á svæðinu á næstu árum Allar nánari upplýsingar á www.buseti.is og á skrifstofu Búseta í síma 520 5788
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.