Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 24
Nú einnig opið í Reykjavík á sunnudögum 13-17 kannski fjarlæg snauðum konum í dag, sem sækja sér og börnum sín- um vikulega matarhjálp. Hvað held- ur þú að konur sem þannig er ástatt fyrir geti gengið upp í umræðunni um kynskiptaaðgerðir, stað- göngumæðrun eða free the nipple?“ Tengsl við verkakonur „Við rauðsokkur lögðum sérstaka áherslu á tengslin við verkakonur með því að halda með þeim lág- launaráðstefnur o.fl. Sumar gengu í hreyfinguna og fóru að vinna að réttindamálum verkakvenna og ein- hverjar enduðu sem frama konur í verkalýðshreyfingunni og í póli- tík. Á tímum Rauðsokka gátu allar konur komist í vinnu, a.m.k. fisk- vinnslu. En verkakonur voru lægst settar, hlunnfarnar á lægstu töxt- um, en þrátt fyrir launamismunun enn þann dag í dag hefur hagur þeirra vænkast þökk sé verkalýðs- félögunum. Verst settu konurnar í dag eru einhleypar, atvinnulausar mæður ungra barna.“ Kvennabaráttan og stéttabaráttan „Mannréttindabarátta síðustu ald- ar á rætur í hugmyndafræði félags- hyggjnnar,“ segir Helga. „En það varð stefnubreyting í Rauðsokku- hreyfingunni á ráðstefnu sem við héldum á Skógum árið 1974. Þar var tekist á um það hvort kvenna- baráttan gæti verið aðskilin frá stéttabaráttu. Svokölluð Skóga- samþykkt gekk út á að stéttabar- áttan væri kvennabarátta og öfugt. Hægri- og miðjukonur í pólitíkinni hættu í Rauðsokkahreyfingunni. Inn kom ungt fólk úr EIK ml.,- Fylkingingunni, Marx Lenínistar og hvað þetta nú allt hét með það markmið að leggja undir sig Rauð- sokkahreyfinguna og um það var tekist á. Ég var viðstödd fundi þar sem ungt fólk úr þessum hópum reifst um marxiskar kennisetningar. Þrátt fyrir þessi einkennilegu átök tóku nú við hreyfingunni yngri kon- ur, vel menntaðar frjóar og barátt- uglaðar.“ Borgarstjóri og Ungfrú Reykjavik „Rauðsokkuhreyfingin lagðist af 1982 og um sama leyti var Kvenna- framboðið stofnað með konum sem buðu sig fram til borgarstjórnar. Þær staðsettu sig hvorki til hægri né vinstri, lögðu áherslu á menn- ingu kvenna í sínum málflutningi og voru glaðbeittar eins og Rauð- sokkurnar. Frægt varð atvikið þegar Davíð Oddson borgarstjóri krýndi ungfrú Reykjavík árið 1985 og lét við það tækifæri flakka athugasemd um að hann gæti hugsað sér að vera umkringdur svona fegurðardrottn- ingum í borgarstjórn í stað þeirra sem þarna sætu. Kvennafram- boðskonurnar tóku hann á orðinu og mættu á næsta borgastjórnar- fund í ballkjólum með kórónur að hætti fegurðardrottninga. Á axla- borðum voru tilvísanir í kosti sem Davíð gæti hugnast, svo sem ungfrú hjartahlý, ungfrú meðfærileg og svo framvegis. Þessu gamni kunni Dav- íð ekki að taka. Af Kvennaframboð- inu tók við Kvennalistinn, framboð til Alþingis. Þarna voru á ferðinni virðulegar konur sem ærsluðust ekki, enda áreiðanlega í kröppum dansi.“ Konur eyða í óþarfa! Guðrún Hallgrímsdóttir rauð- sokka var spurð að því hvort mannréttindabarátta áttunda ára- tugsins ætti rætur að rekja til stjórn- málahugmynda vinstri vængsins og þá hvort kvennabaráttan væri líka sprottin þaðan. „Við lifum í samfé- lagi í dag sem mótast hefur af bar- áttu verkalýðsfélaganna og vinstri f lokkanna og umhverfið er ekki hið sama, það sem var til vinstri og þótti róttækt á áttunda og níunda áratugnum er orðið „mainstream“ í dag. Við rauðsokkurnar hittumst fyrir nokkrum vikum í Kvennasögu- safninu en vegna flutninga höfðu nýlega fundist kassar með ýmsum gögnum hreyfingarinnar. Þegar við fórum að gramsa ofan í kassana fundum við bréf til bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar frá starfs- hópi Rauðsokkahreyfingarinnar um sveitarstjórnarmál sem þær Anna Hróðmarsdóttir, Anna Kristmunds- dóttir og Erna Egilsdóttir skipuðu. Í bréfinu vitnuðu þær í ræður bæj- arfulltrúa við umræðu um erindi frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði sem óskaði eftir að gerð væri 24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Helga Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur kynntist dönsku Rauðsokkunum og stúdentapólitíkinni í Háskólanum í Kaupmannarhöfn á sjöunda áratugn- um. Hún flutti heim 1970 og skaut skjólshúsi yfir nýstofnaða Rauðsokka- hreyfinguna í kjallaranum heima hjá sér. Fundur í Sokkholti við Skólavörðustíg, 1974. Mynd | Anna Kristmundsdóttir Hvenær losnum við undan þessum körlum? „Konur fara bara út á vinnumarkaðinn til þess að eyða peningum í óþarfa“ sögðu karlarnir. „Vaknaðu kona“ sögðu rauð- sokkurnar á móti, þær voru kraftmiklar konur, nýkomnar úr námi og háðu bar- áttu gegn karlaveldinu með bakland sitt í mannréttindabaráttu sjöunda áratugsins. Baráttuaðferðir þeirra voru róttækar og barátta þeirra nauðsynleg samfélaginu. Við veltum fyrir okkur með fjórum af þessum byltingarkonum hvernig kvennabaráttan þróaðist. Urðu verkakonurnar eftir í bar- áttunni? Kemur mannréttindabaráttan frá vinstri stjórnmálaöflunum? Hvar er kvenna- baráttan stödd fjörutíu árum síðar? Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Vaknaðu kona „Ég var að viðra hund dóttur minn- ar sem er í pössun hjá mér og gekk niður Garðastrætið framhjá fúnkís- húsinu þarna sem fasteignafélagið Gamma er til húsa. Þetta var um hádegisbilið á virkum degi og um tíu jakkafataklæddir menn gengu út úr húsinu og ég hugsaði með mér, „þessir karlar eiga þjóðfélag- ið.“Hvenær losnum við undan þess- um körlum sem öllu ráða?“ segir Helga Ólafsdóttir hugsi, en Helga var ein af stofnendum Rauðsokkuhreyf- ingarinnar á áttunda áratugnum. Vaknaðu kona! „Rauðsokkurnar voru það sem í dag kallast aktívistar. Við komum úr öllum áttum stjórnmálanna, framsóknarkonur, kratar og sjálf- stæðis, en flestar vorum við líklega af vinstri vængnum. Það var gaman hjá okkur, mikið fjör á bak við alla alvöruna.“ Helga lýsir því hvern- ig þær í miðjum jólabakstrinum stukku í úlpurnar og hlupu niður í bæ með kröfuspjöld og stilltu sér upp fyrir framan stóra matvöur- verslun í Austurstræti. Aðgerðinni var beint til húsmæðra í innkaup- um fyrir jólin. „Við höfðum letrað á kröfuspjöldin slagorð eins og: Eru þetta þín jól? og Vaknaðu kona og á einu spjaldanna hékk örþreytt kona eins og kristur á krossinum! Við vorum að hvetja konur til þess að hugsa líka um eigin þarfir, ekki bara steypa sér í þrældóm fyrir fjöl- skylduna fyrir jólin. En konurnar vildu bara fá að vera í friði í önnum sínum, þó voru einhverjar sem gáfu sig á tal við okkur og ræddu málin. Að aðgerðinni lokinni hlupum við auðvitað sjálfar aftur heim að klára baksturinn,“ segir Helga og hlær. Kvenréttindi fyrr og nú Aðspurð að því hvort verkakon- ur eigi samleið með kvenréttinda- konum í dag svarar Helga: „Vissu- lega styður kvenréttindahreyfingin verkakonur í baráttunni gegn launa- mismun kynjanna og í ýmsu öðru tilliti. Þær fjalla um hvers kyns of- beldismál, sem rauðsokkur, mér er það óskiljanlegt nú, fjölluðu ekki um. Hafa þau þó flest viðgengist á okkar tíma. Kvenréttindin í dag taka til fjölmenningarinnar, þar sem fólk er allskonar og konur af erlendum uppruna stunda sína baráttu með stuðningi íslenskra femínista. Réttindamál kvenna af erlendum uppruna voru ekki á döf- inni hjá Rauðsokkahreyfingunni ásamt fjölda annarra mála sem nú eru komin upp á yfirborðið, sum Verkakonur voru lægst settar, hlunnfarnar á lægstu töxtum, en þrátt fyrir launamismunun enn þann dag í dag hefur hag- ur þeirra vænkast þökk sé verkalýðsfélögunum. Helga Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.