Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 26
Glæsilegt fermingartilboð Laugavegi 86 - Sími: 511 2004 D V E H F. Kynningartilboð á 50x90 koddum American king koddar 26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 könnun á þörf fyrir dagvistun í bæjarfélaginu. Í bréfinu vitnuðu þær orðrétt í ræðurnar, ein þeirra var svohljóðandi: „Það þjónar eng- um tilgangi að konur séu að vinna utan heimilis nema þá þeim einum að safna sér peningum fyrir luxus s.s. Majorkaferð“. Starfhópurinn lauk bréfinu með eftirfarandi orð- um: „Við höfum kosið að koma og afhenda bæjarfulltrúum Hafnar- fjarðar þetta bréf persónulega í stað þess að póstleggja það, þar sem okkur langaði að sjá með eig- in augum svona menn.“ Þetta var í nóvember 1974 og karlarnir voru staðsettir vinstra megin við miðju á hinu pólitíska litrófi. Stolt yfir skúringunum Kvennabaráttan í dag einkennist ekki af sömu stéttarbaráttu og hún gerði á áttunda áratugunum þegar rauðsokkurnar og verkakonurnar unni jöfnum höndum að jöfnuði og betri kjörum. Guðrún telur að í þá daga, og vitnar þá til rauðsokkuár- anna, hafi verið nánari tengsl við bændasamfélagið þar sem allir unnu líkamlega vinnu. „Við unnum með skólanum og fannst mikið til þess koma. Ég skúraði og fór í síld og var stolt yfir því. Ég las viðtal við erlenda konu fyrir stuttu sem lýsti því yfir að íslendingar nenni ekki að vinna hennar störf, og ég held að hún hafi rétt fyrir sér.“ Sameinast karla­ félögunum Í sambandi við það hvort stéttarbar- áttan eigi samleið með jafnréttisbar- áttu kvenna rifjar Elísabet Gunnars- dóttir upp að Rauðsokkahreyfingin hafi á sínum tíma lagt mikla áherslu á samstarf við láglaunakonur, enda flestar útivinnandi konur í þá daga í láglaunastörfum, t.d. voru erlendar konur ekki fluttar inn til að vinna í frystihúsum. Launamismunur karla og kvenna var þá líka enn meiri en nú er. Haldnar voru þrjár láglauna- ráðstefnur á tímum Rauðsokka- hreyfingarinnar þar sem launamis- réttið var tekið fyrir. Verkalýðsfélögin minni „Á mörgum sviðum voru konur í sérstökum verkalýðsfélögum og það voru átök um hvort að félögin ættu yfirleitt að sameinast verka- lýðsfélögum karla. Þetta varð löng og mikil umræða innan verkalýðsfé- laganna, og konurnar höfðu áhyggj- ur af því að réttindabarátta þeirra myndi tapast við sameininguna. Önnur verkakvennafélög lögðust af einsog Félag afgreiðslukvenna í mjólkurbúðum, það hætti náttúru- lega þegar mjólkurbúðirnar voru lagðar niður. Í þá daga voru fleiri verkalýðsfélög en núna og félagar gátu haft meiri áhrif. Það var ekki eins yfirþyrmandi í smærri hóp. Núna eru það hagfræðingar og sér- fræðingar sem stjórna ASÍ, það er að mörgu leyti nauðsynlegt en hinn almenni félagi vill týnast.“ Spila á allt nema túbu Störf kvenna og líf yfirleitt hafa breyst miklu meira en karla og ástæðan er sú að konur hafa gengið Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðing- ur var nýkomin heim úr námi frá Þýskalandi eftirstríðsáranna, þegar hún, ásamt öðrum konum, stofnaði Rauðsokkahreyfinguna árið 1970. inn í karlastörfin en þeir ekki eins mikið í störf kvenna. „Það er hægt að sjá þetta glögglega hjá sinfóníu- hljómsveitinni okkar, þar spila kon- ur á öll hljóðfæri í dag, en það var ekki hugsanlegt fyrir fjörtíu árum.“ Elísabet gefur ekki mikið fyrir það sjónarmið að innkoma kvenna i kennarastéttina sé ástæða þess að launin hafi lækkað. „Mér finnst svona sjónarmið afar varhugaverð, eitthvað sem ég get ekki gleypt við. Kennarastéttin hefur stækk- að jafnvel meira en margar stéttir sem krefjast langrar skólagöngu. Störf og starfsmenn í skólakerfinu eru hlutfallslega fleiri en var fyrir hálfri öld og það getur haft áhrif, launum haldið niðri vegna fjöld- ans, en kannski er auðveldara að fá konur fyrir minna. Ekki getur ver- ið að Íslendingar séu orðnir svona menntunarfjandsamlegir! Þetta þyrfti að rannsaka nánar.“ segir Elísabet. Tók þátt í þremur byltingum Hildur Hákonardóttir telur að öll- um beri skylda einhvern tímann á ævinni til að berjast fyrir góð- um málsstað. Sjálf tók hún þátt í þremur byltingum hér á landi, kvennabyltingunni á sínum tíma, breytingum á Myndlistar- og Hand- íðaskólanum og grænu byltingunni. Sjálf hallast hún að grasrótarstefn- um sem sniðgengur ríkjandi kerfi í sínu samfélagsstarfi sem hún tekur ennþá virkan þátt í. Hún hefur ný- lega uppgötvað ný skemmtileg gras- rótarsamtök sem nefna sig HÁS og snúast um að fólk geti byggt sér lítil hús og lifað í öðruvísi samfélags- formi, skautað framhjá bankakerf- inu og þyngslalegu húsbygginga- kerfi. „Einstaklingurinn þarf að hafa tækifæri til þess að koma yfir sig þaki án þess að að setja sig í ævi- langar skuldir.“ Peningjahyggjan er norm Sjálfstæðisflokkkurinn hefur hamr- að á samkeppni og einstaklings- hyggju að einstaklingurinn eigi að berjast upp metorðastigann, þeim hefur tekist að að innprenta okkur að við þurfum að fara þennan stiga. Það er búið að taka peningahyggj- una sem einskonar norm, hún er orðin hið eðlilega samfélagsform sem hún er ekki, hún er eyðandi. Peningahyggjan hefur ekkert rými fyrir mannréttindi, hún byggir á auðsöfnun. Og réttmæti þess að stunda auðsöfnun án þess að það sé tekið tillit til mannréttinda. „Hag- fræðingar hafa ekki lagt eins mikla vinnu í mannréttindarmál,“ segir Hildur. „Alveldi peningahyggjunnar er orðið svo sterkt.“ Byggja nýtt kerfi Hugmyndin um sameignina og jafn- rétti og hið réttláta samfélag var yfir tekin af Rússum, af öflum sem voru ekkert ólík kapitalistum segir Hildur sem telur Rússland hafa ver- ið félagslega vanþróað land, allt að því þrælahald í landinu, sem breytt- ist ekki þótt að kommúnistar tækju við stjórn landsins. „Þetta veikti hugmyndafræði vinstri flokkana. Við værum í betri málum ef þróað land einsog Þýskland hefði tekið stéttabaráttu og jafnréttisbaráttu upp á sína arma,“ segir Hildur og bætir við að henni finnist vinstri flokkarnir reyna að standa sig, en þá vanta þor og hugmyndastefnu. „Vinstri f lokkarnir eru í sömu stöðu og konurnar sem gengu úr Sjálfstæðisflokknum. Þær voru að reyna að breyta einhverju innan frá sem var ekki hægt. Vinstri menn vinna í embættis- og lagaumhverfi sem er niðurnjörvað í gamla kerf- inu.“ Hildur segir auðmennina hafa sniðið kerfið að sínum þörfum og allir sem gera tilraun inni í þeirra kerfi og reyna að breyta því innan frá verða vængstífðir. „Það er ekki hægt að breyta því innan frá það þarf að byggja nýtt kerfi,“ segir Hild- ur. „Ég hef meiri trú á því að mynda ný samtök, núllstilla, við erum kom- in í blint.“ Hildur er bjartsýn og telur samfé- lagsbreytingar vera í vændum og til góðs. Sjálfbærnibylgjan sé einmitt dæmi um góðar breytingar en sú bylgja er komin frá hippunum. „Ég held að manngæði, empathy, sé í gangi. Bylgja sem er að auka elsku- semi manna, vakna upp og skilja.“ Leggja niður ræstitækninn „Ég hef aldrei séð kvennabaráttuna stoppa,“ segir Hildur. „Við vorum að berjast á grundvelli jafnréttis kynj- anna og stéttarbaráttu á okkar rauð- sokkuárum og við náðum nokkrum sigrum í gegnum verkalýðsbarátt- una.“ Hildur telur samt að það þurfi að taka til í öllum afkimum samfélags- ins og hluti af því er baráttan um að konur fái viðurkennt fyrir dómsstól- um ofbeldi á sér. Hildur telur enga niðursveiflu vera í baráttunni fyr- ir mannréttindum „Þau eru ennþá í hávegum höfð, en koma kannski best fram í hjálp við flóttafólk og ný- búa, en það er auðvitað skiljanlegt af því að hið stóra hjarta snýr sér að þeim sem bágast eiga. Hjartað tekur ekki þann sem á næstbágast.“ Hildur segist ekki vilja hafa ræsti- tækni í skólum og þegar talið beinist að þeim verst settu einsog erlendu skúringarkonunum svarar Hildur: „Ég vil að folk þrífi eftir sig sjálft, börn og kennarar og þá yrði samfé- lagið betra. Þú lagar til eftir þig þá kemur reglu á umhverfið þitt sjálf og kemur skipulagi á hug þinn.“ Elísabet Gunnarsdóttir kennari og rauðsokka útskrifaðist úr sagnfræði frá HÍ árið 1969 og skrifaði lokarit- gerð um upphafsmann borgaralegrar óhlýðni, Henry David Thoreau. Hildur Hákonardóttir myndlistarkona flutti heim árið 1963 og á sinni sex ára dvöl í Bandaríkjunum kynntist hún öflugri mannréttindabaráttu svartra og kvenna. Það sem var til vinstri og þótti róttækt á áttunda og níunda áratugnum er orðið „mainstream“ í dag Guðrún Hallgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.