Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 22
Ævisaga mín í sjö flokkum Það er þrautinni þyngra að vera vinstri maður á Íslandi, þrautar ganga. Flokkar klofna og nýir verða til sem gera tilkall til að vera útverðir hinnar réttu vinstristefnu, hinnar nútímalegu jafnaðarstefnu eða ná betur en áður að svara kalli tímans. Guðmundur Andri Thorsson er ekki aðeins einn af helstu málsvörum jafnaðar- stefnu á Íslandi heldur týpískur vinstrimaður að því leyti að hann hefur kosið sex flokka um sína kjósandatíð, jafnvel sjö. 1983 Bandalag Jafnaðarmanna Vimmi var skáld og spekingur, reif kjaft við Jón Sólnes og allt gamla pakkið í sjónvarpinu. Hann var með kæki og eggjaslettur á bindinu, fallega rödd og magn- aðan orðaforða, maður skynj- aði hversu brothættur hann var, hversu ljósið var skært þegar hann skein og myrkrið svart þegar þyngdi yfir honum. Hvernig var hægt annað en að hrífast með? 1978 Fylkingin Samningana í gildi! hrópuðu verkalýðsleiðtogar, (í síðasta sinn sem til þeirra hefur heyrst) og A-flokkarnir unnu stórsigur þó að þeir væru enn of miklir kratar og kommar til að geta látið sér koma saman. Sjálfur var ég um tvítugt og taldi að Fylkingin væri málið – einn hundrað áttatíu og fjögurra kjósenda; þetta var félag trotskí- ista á Íslandi og bróðir minn og vinir hans höfðu verið þarna, sem dugði mér. Hef mér til afbötun- ar að ég var þó að minnsta kosti aldrei maóisti .... 1979 Alþýðubandalagið Það var svo gaman að kjósa Allaballana í borgarstjórnarkosn- ingunum árið á undan: Kjósum Guðrúnu! var slagorðið um Guð- rúnu Helgadóttur í fjórða sætinu og var svo öflugt að Þór Vigfússon í fimmta sætinu fór inn með það baráttumál sitt að efla geitabúskap í Reykjavík. Hann forðaði sér til Selfoss eins fljótt og hann gat en Guðrún fékk að draga vagninn í Alþingiskosningunum líka en fékk ekki að vera ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem maður man eftir fyrir verðbólgumet og Gervasoni (hvar er hann nú?) 1987 Kvennalistinn Árið 1982 felldum við syngjandi vinstri meirihlutann í Reykja- vík með því að fylkja okkur um Kvennaframboðið eins og það hét þá. En stemmningin kringum þær var engu lík og maður skynjaði gleði og aflið sem losnaði þarna úr læðingi. Manni fannst eins og maður væri að kjósa mömmu og allar vinkonur sínar. Og hvernig var hægt annað en að hrífast með? Þótt Davíð Oddsson tæki að vísu við völdum. 1991 Alþýðu- flokkurinn „Hverjir eiga Ísland?“ hafði Jón Baldvin spurt fimm árum fyrr og maður sperrti eyrun. Glóandi mælska, ástríða og kraftur skein af honum. Maður hreifst af Evrópu- stefnunni og þessari hugmynd um að fylgja leið sænsku sósíal- demókratanna, koma hér skikk og reglu á efnahagslífið til að treysta velferðarkerfið, koma kvótanum í þjóðarhendur en leigja hann svo út til útgerðarmanna. Útkoman? Davíð Oddsson tók við völdum. Nú er þetta stefna Pírata. 1995 Þjóðvaki Flokkurinn hennar Jóhönnu. Minnir mig. Samt ekki viss. Hef að minnsta kosti áreiðanlega ekki kosið Alþýðuflokkinn aftur út af Viðeyjarvitleysunni. Eftir þessar kosningar tók svo við stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar og maður fékk þessa nagandi tilfinn- ingu um að það væri sama hvað maður merkti við á kjörseðlinum: maður væri alltaf að kjósa Finn Ingólfsson. 1999 Samfylkingin Eftir hinn vellukkaða Reykjavíkur- lista 1994, þegar Ingibjörgu Sól- rúnu var lyft í borgarstjórnarstól, tókst okkur kjósendum loksins að fá fjórflokkinn á vinstri væng (Allaballa, krata, Þjóðvaka og Kvennó) til að sameina kraftana, því að öðruvísi myndum við ekki sigrast á Sjálfsókninni Þetta gekk í nokkur ár, til varð flokkur með sögu allra þessara flokka í sér, en svo álpuðust þau í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum 2007 til að fara að stjórna ríki sem þegar var hrunið eftir Sjálfsóknarflokkinn. Þá hófst önnur saga – sem stendur enn ... Guðmundur Andri Thorsson Michelsen_200x151_M126333_NEWSP_LOGO_ICEL_0816.indd 1 30.08.16 15:49 22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.