Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 FARARSTJÓRN: PÉTUR HRAFN ÁRNASON „ÞETTA ER BÚRMA“ farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770 TILBOÐSVERÐ 499.500 KR.* EF BÓKAÐ ER FYRIR 15. NÓVEMBER 18 manns hámark 16.–29. JANÚAR, 14 DAGAR 555.000 KR.* *Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel. Búrma, eða Myanmar, er með eindæmum sérstakt og margbreytilegt land sem þar til fyrir rúmum áratug var að mestu hulið umheiminum. Könnuð verða mörg af áhugaverðustu svæðum Búrma. Gamla höfuðborgin Yangon verður heimsótt, farið verður um Bagan og musterisvellina sem oft eru taldir á meðal undra veraldar, siglt um Inle-vatn með sínum fljótandi híasintugörðum og þorpum á stultum og hin forna borg Mandalay heimsótt. KJARNI GAMLA FRANSKA INDÓKÍNA OPINBERAÐUR Á EINSTAKAN OG HNITMIÐAÐAN HÁTT Iceland Airwaves hefst á fimmtudag. Á svokölluðu Non-ference sem Útón, Útflutn-ingsstofa íslenskrar tónlistar, stendur fyrir í Hörpu er stefnt að því að hjálpa íslenskum tónlist- armönnum að ná betri tökum á tónlistarbransanum, kynningar- málum og viðskiptum. „Við tölum um Nonference frekar en Confer- ence, því það er eitthvað bólgið og leiðinlegt,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útón. „Þetta samtal er hugsað fyrir þetta skapandi og frábæra ís- lenska tónlistarsamfélag sem þarf að koma tónlistinni sem víðast.“ Á Airwaves er gott að grípa gesti úr tónlist- arbransanum glóðvolga. „Við viljum kreista úr þessu reynslumikla fólki þekkingar- og reynslusafa sem nýt- ist til að vökva íslensku gras- rótina.“ Rapp á íslensku Þarna verður spurt hvort íslenskir rapp- arar geti rappað á ís- lensku fyrir heiminn. „Þeir eru að hefja útrás sína og hefur gengið vel. Á tónleikum Úlfs úlfs í Pól- landi á dögunum söng fólkið með þó að það skildi ekki íslensku. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvort íslenskt rapp geti ekki stækkað úti líka.“ Sigtryggur segir að tónlist sé ekki bara listgrein heldur líka starfsgrein, en tekjur í henni hafa breyst mikið á síðustu árum. „Leiðin fram á við er ekki að rífast um það hvort fólk megi hlaða nið- ur tónlist eða ekki, heldur finna nýjar leiðir til að selja tónlist. Til dæmis hefur sala á tónlist í kvik- myndir og sjónvarpsþætti aukist.“ Sigtryggur segir mikilvægt að íslenskir tónlistarmenn auki þekkingu sína. Samtal- ið ætti að gagnast öll- um þeim sem vilja ná eyrum fólks víða um heim. Tækifærið gefst á Nonference Útón sem verður haldið í Hörpu frá kl. 13 til 17 á fimmtudag og föstu- dag. Allt nánar á uton.is. | gt Fullt af tækifærum fyrir íslenska tónlist Erlent bransafólk á Airwaves getur kennt margt. Mynd | Rut Ólöf Rut um klikkaðar ákvarðanir í ástarmálum. Þegar við erum ástfangin eða í ást- arsorg eigum við til að taka heldur drastískar ákvarðanir sem eru lítið úthugsaðar. Ólöf Rut deilir með Fréttatímanum því klikkaðasta sem hún hefur gert í ástarmálum. „Í fyrsta skipti sem ég reyndi eitt- hvað fyrir mér á markaðnum varð ég skotin í strák sem var með mér á námskeiði. Við þekktumst ekkert en ég ákvað samt að mæta fyrir utan heimili hans með rós. Keyrði með vinkonu minni sem beið út í bíl á meðan og síðan dinglaði ég bjöllunni með rósina. Til dyra kom kærastan. Þetta var eiginlega dáldið eins og rán þegar ég hugsa til baka.“ „Annað fyndið atvik var þegar ég átti stefnumót með strák heima hjá honum, ekkert áfengi haft um hönd. Ég var geggjað stressuð yfir að ég hefði ekki nóg að tala um og ákvað því að búa til borðspilið Ice Breaker. Brandarareiturinn var erfiðastur. Þá þurfti að segja brandara. Erfitt“ „Með ástarsorgina þá get ég átt nokkur vandræðaleg móment með sjálfri mér þar sem ég keyrði fram- hjá húsi stráksins og hlustaði á lög úr kvikmyndinni Amélie, jafnvel þó að ég hafi ekki verið það sorgmædd, bara svo gott að gráta.“ „Einu sinni var líka strákur sem vildi ekkert með mig hafa leng- ur. Ég heyrði af því á djamminu að hann hefði verið handtekinn fyrir veggjakrot og með óbilandi trú á mínum sannfæringakrafti að hoppa upp í leigubíl og ætlaði að sannfæra lögregluna um að þetta hefði verið misskilningur. Endaði á því að bíða lengi eftir að vera hleypt inn á stöð- ina þar sem vinsamlegur lögreglu- þjónn sagði við mig: Farðu heim til þín og láttu renna af þér.“ | bg Ætlaði að bjarga fyrrum ástmanni úr fangelsi Hvatvísin er rauði þráðurinn í ákvörðunum tengdum ástinni. Mynd | Rut Ég hef rödd þótt ég sé 18 ára krakkaskítur Hvað segja ungu frambjóðendurnir um heilbrigðismál? Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Eva H. Baldursdóttir 34 ára, Samfylkingin Hefurðu einhverntímann þurft að borða spítalamat? Þegar ég fór í aðgerð þegar ég var unglingur en þá þurfti ég að vera á spítala í þrjá daga og líka þegar ég eignaðist barn og var á fæðingar- deildinni. Mér fannst hann vera fínn. Hefurðu verið hjá sálfræðingi eða geðlækni? Ég hef verið hjá sálfræðingi og eytt miklum peningum í sálfræðiþjón- ustu. Tíminn kostaði 13.000 krón- ur og ég hef farið í þónokkra tíma. Hefurðu verið á geðlyfjum? Nei. Geðlyfjanotkun er mjög mikil á Íslandi en ég held að meðferð hjá sálfræðingum geti verið miklu far- sælli og árangursríkari meðferð til lengri tíma. Hver er ykkar stefna Samfylkingar- innar í heilbrigðismálum? Við setjum heilbrigðiskerfið í algeran forgang og teljum þörf á því að endurreisa heilbrigðskerfið og að það þoli ekki bið. Hvað þýðir að endurreisa heilbrigð- iskerfið? Minnka biðlista, fjölga hjúkrunar- rýmum, taka skref að ókeypis heilbrigðisþjónustu. Byggja nýjan Landspítala og veita meiri fjár- munum inn í heilbrigð- iskerfið. Erna Lína Baldvinsdóttir 18 ára, Alþýðufylkingin. „Heilbrigðiskerfið er búið að vera grotna niður í mörg ár en samt er haldið áfram að skera niður,“ segir Erna Lína en henni finnst að það eigi heldur enginn að græða á heil- brigðiskerfinu eða taka út úr því. Hefurðu verið lögð inn á spítala? Já, oft. Ég er búin að lenda í sex bílslysum og svo er ég svo mikill hrakfallabálkur. Hefurðu þurft að nota sálfræði- eða geðlæknaaðstoð? Já, en það eru fáir geðlæknar í Keflavík. Bara ein sem gat tekið á móti mér og það small ekki svo ég þurfti að fara til Reykjavík- ur. Mamma þurfti að skutla mér tvisvar sinnum í viku til þess að fá að tala við sálfræðing. Afhverju leitaðirðu þér hjálpar? Ég var lögð mikið í einelti í grunn- skóla og var greind með kvíða og þunglyndi. Ég byrjaði hjá sál- fræðingi og var svo flutt á Bugl þar sem enn og aftur var of lítið af starfsfólki og of mikið af fólki sem þarf á hjálp að halda. Ég var í tvö ár í einhverju greiningarferli sem kom svo aldrei nein niðurstaða úr því allt í einu var ég orðin 18 ára og gat ekki fengið hjálp lengur. Afhverju ertu að bjóða þig fram? Það var eiginlega alveg fyrir slysni. Ég fór með kærastan- um mínum á fund og þar var bara tekið ofboðslega vel á móti mér og það var eins og ég hefði rödd þótt ég sé 18 ára krakkaskítur. Arna Dís Kristinsdóttir 44 ára, Íslenska þjóðfylkingin. með þeim yngstu í sínum flokki „Stefna Íslensku þjóðfylkingarinn- ar í heilbrigðismálum er gjaldfrjáls þjónusta fyrir Íslendinga.“ segir Arna Dís. Hún segist hafa reynslu af heil- brigðiskerfinu á Íslandi: Fyrir rúmum þremur árum þá eignað- ist ég fjórða barnið mitt og stuttu eftir fæðingu fékk ég heilablóðfall. Ég var send upp á spítala í Eyjum þar sem haldið var að ég væri með fæðingarþunglyndi. Einn læknirinn ákvað að senda mig til Reykjavíkur með sjúkraflugi og þá kom í ljós að þetta væru smávægi- legar heilablæðingar og ég flutt heim. Stuttu seinna fæ ég aðra heilablæðingu. Þetta var erfiður tími. Í kjölfarið greindist ég með kvíða og þunglyndi en það er voða erfitt þegar búið er að hola heil- brigðiskerfið að innan og sveitar- félögin eru í molum varðandi heilbrigðisþjónustu. Hérna eru fáir læknar sem anna ekki eftir- spurn og fólk er oft hvatt til að fara til Reykjavíkur. Er mikið af geðlæknum eða sálfræðingum í Vest- manneyjum? Enginn geðlæknir en einn sálfræðingur sem ég er núna ný- lega farin að hitta. Mér var bent á að ég gæti fengið styrk frá bænum því ég hafði ekki efni á kostnaðin- um sjálf. Arna vill gjaldfrjálsa þjónustu fyrir Íslendinga. Erna hefur mikla reynslu af heilbrigðis kerfinu. Mynd | Hari. Eva vill endur- reisa heil- brigð- iskerfið. Mynd | Hari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.