Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 16
og þá sérstaklega á þessu svæði. Þarna er svo hlýtt fólk og gestris- ið, samfélagið er opið, mannlegt og fallegt. Mér finnst mikilvægt að börnin okkar kynnist ólíkum menningarheimi og skilji að sumt fólk á lítið og lifi öðruvísi lífi,“ seg- ir Þórdís. Orri tekur í sama streng. „Fólk þarna er fátækt á okkar mæli- kvarða og lífið því ekki alltaf „ein- falt“ í þeim skilningi að eiga í sig og á. Daglegt líf þarna snýst því meira um grunnþarfir en ekki eltingaleik við efnislegar gerfiþarfir. Við sáum fyrir okkur að það yrði auðvelt að ná fókus í slíku umhverfi. Með því að fjarlægjast allan óþarfa.“ „Okkur langaði fyrst og fremst í nýtt umhverfi og fannst mjög mik- ilvægt að fara út úr vestrænni borg- armenningu. Fara úr neyslumenn- ingu og vera í ró og friði. Þegar við kynntum hugmyndina fyrir Kára og Eyju þá sögðum við að við myndum fara í sveit, vera afskekkt og með engin tæki á borð við síma, tölvur eða sjónvarp. Og þeim leist strax vel á þetta,“ segir Þórdís. „Börnin tóku ótrúlega vel í þetta frá byrjun þó hugmyndin hafi kannski verið erfiðust fyrir Eyju sem var mjög sátt og ánægð með lífið, nýbúin að klára menntaskóla og í sjálfskipuðu ársleyfi frá námi til að vinna. Kári tók mjög vel í þetta og hann tók þetta tímabil mjög markvisst og nýtti það mjög vel til að læra nýja hluti,“ segir Orri. „Hann var nú líka búinn að spila sig dálítið út í horn með því að klúðra menntaskóla í tveim- ur löndum vegna áhugaleysis svo þetta hentaði honum mjög vel. Okk- ar samskipti hafa alltaf verið mjög góð en voru þarna orðin frekar erf- ið. Hann var farin að eyða miklum tíma í tölvuleiki sem pirraði mig mikið. En svo var ekkert mál fyr- ir hann að hætta því, og reyndar var lítið mál fyrir alla að venja sig af tækjunum,“ segir Þórdís. Cabin fever „Áður en við fórum hugsaði ég að við myndum kannski fá alveg nóg af hvert öðru. En ég held að það 16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 en miðlarnir sem fólk vinnur með mjög margir og ólíkir. Þetta hljómaði því mjög spennandi en svo kom í ljós að þetta var í raun bara algjört rugl þar sem allri hugsun og sköpunarferli var troð- ið inní mjög þröngan akademískan ramma,“ segir Orri. Þar að auki var þetta mjög dýrt spaug, námslánin dugðu engan vegin fyrir lifikostn- aði og Þórdís með lágar tekjur af stopulli verktakavinnu. „Allt í einu meikaði þetta ekkert sens. Við fór- um upphaflega út til að bara vera, hugsa og sjá hlutina úr fjarlægð án þess að vera alltaf í kapphlaupi við næsta lið á stundarskránni en svo var þetta allt í einu sama stressið og heima,“ segir Orri. „Okkur langaði að fjarlægjast álagið sem fylgir rútínunni á bak við sex manna fjölskyldu í vest- rænu borgarsamfélagi,“ segir Þór- dís. „Það eru allir í skóla og vinnu og tómstundum og það eru afmæli og partý og vinir og fjölskylda. Vissulega var breyting að koma til Toronto en það tók ekki svo langan tíma fyrir stressið að koma aftur inn. Og svo voru stóru börnin á Ís- landi en Kári hafði hætt í skólan- um í Toronto, flutt heim til ömmu sinnar og byrjað í MH en hætt þar líka. Þegar Orri fékk útgefanda að bókverkinu þýddi það að hann gat klárað verkið án þess að klára meistaranámið. Í stað þess að borga skólagjöld síðustu önnina, sem eru mjög há, og sitja í tímum til að fá gráðuna ákváðum við að kaupa frekar flugmiða fyrir allt liðið til Mexíkó.“ Einfalt líf án tækja Ástæða þess að Oaxaca héraðið í Mexíkó varð fyrir valinu er sú að Þórdís og Orri fóru í bak- pokaferðalag um Mexíkó áður en börnin komu í heiminn og heill- uðust þá sérstaklega af þessu hér- aði. „Oaxaca er annað fátækasta hérað Mexíkó á eftir Chiapas og í báðum þessum fylkjum býr mik- ið af indíánum. Við heilluðumst af mexíkóskri menningu á sínum tíma Kári, 18 ára „Ég reyndi að vera ekki með of miklar væntingar en ég leit á þetta sem tækifæri til að fá tíma og pláss til að hugsa um hvert mig langar að fara næst. Ég veit það ekkert alveg ennþá en ég er samt nær því. Ég fékk mikinn áhuga á lestri og langar að lesa miklu meira. Svo stendur maturinn upp úr, bæði að fara á markaðinn og kaupa matinn og að elda hann og borða hann. Það var líka gott að fá tækifæri til að sjá lífið í nýju sam- hengi, vera á nýjum stað og sjá hvernig aðrir lifa.“ Fjölskyldan lagði mikla áherslu á að elda og borða saman alla daga. Stundum tók matargerðin hálfan daginn, ekki síst þegar þurfti líka að fara niður í þorp á matarmarkaðinn. Hér er verið að undirbúa veislu í hópi nýrra vina. Orri vinnur að ljósmyndabókinni sem var ein ástæða þess að fjölskyldan fór út. Í bakgrunni glittir í bleika húsið sem yngri strákarnir voru mjög hrifnir af, ekki síst bleika litnum. Bræður teikna. Fyrir hádegi var alltaf skipulögð dagskrá og var teikning stór hluti af námi barnanna. Eyja, 21 árs „Ég var búin að ákveða fyr- ir ferðina að leggja áherslu á að lesa, skrifa og teikna meira. Bæði ég og Kári einbeittum okkur að því að lesa á hverjum degi bækur sem okkur langaði til að lesa og svo rökræddum við þær við fjöl- skylduna. Þetta er eitthvað sem gleymist svo oft í hversdagsleik- anum hérna heima, að gefa sér tíma saman til að ræða hlutina. Það er hægt að læra heilmikið af skáldsögum, ekki bara af fræði- bókum, og það er svo mikilvægt að fá frelsi til að læra það sem þú hefur sjálf áhuga á.“ „Það er önnur forgangsröðun hjá mér eftir ferðina. Kannski líka vegna þess að núna er ég komin í nám en er ekki að vinna. Þannig að í stað þess að koma úrvinda heim og leggjast niður og horfa á þátt, þá hef ég orku til að lesa,“ segir Eyja sem byrjaði í Kvik- myndafræði í HÍ í haust þar sem hún unir sér sérstaklega vel. Eitt af því sem Flóki og Þorri lærðu var að gera sínar eigin dúkristur. Flóki og Þorri voru sammála um að það allra besta við Mexíkó væri matur- inn. Hér er fjölskyldan á götuveitinga- stað í Oaxaca. „Okkur langaði fyrst og fremst í nýtt umhverfi og fannst mjög mikilvægt að fara út úr vestrænni borgarmenningu. Fara úr neyslumenningu og vera í ró og friði.“ Næsta þorp var í nokkurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 „Ég er lesblind og þetta er fyrsta þykka bókin sem ég nenni að klára alveg […] Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og mér finnst að hún ætti að vera fræg því hún er svo fyndin.“ U.A. 9 ára / Fréttatíminn (Um Tomma Teits – Undraheiminn minn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.