Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Í dag fáum við úr því skorið hvort niðurstaða kosninganna sem voru knúnar fram með fjölmenn-um mótmælum eftir Panama- lekann, leiði til þess að kjósendur festi flokkana í sessi, flokkana sem þeir voru stórhneykslaðir á og vildu velta fyrir nokkrum mánuðum síð- an. Samkvæmt könnunum getur brugðið til beggja vona og þó hefur fátt eða ekkert breyst. Skattastefna stjórnarflokkanna sem áttu hvorki meira né minna en þrjá ráðherra sem voru heimavanir í skattaskjólum hefur gagnast þeim fimm prósentum þjóðarinnar sem best eru haldin. Það eru samt rúm þrjátíu prósent sem kjósa að hafa stjórnarflokkana áfram við völd í nafni stöðugleikans. En afhverju kýs fjórðungur þjóðar- innar gegn hagsmunum sínum. Af- hverju vill þjóðin viðhalda stöðugu misrétti í stað þess að knýja fram breytingar fyrir fjöldann? Afhverju sættir svo stór hluti þjóðarinnar sig við að ráðherrar útdeili skattfé al- mennings með annarri hendi en feli sitt eigið í skattaskjólum með hinni? Er óttinn við breytingar svona rót- gróinn? Samkvæmt áróðursmáladeild Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks- ins eru ástæðurnar heldur ómál- efnalegar og eiga sér fremur rætur í hárgreiðslu Óttars Proppé, katta- ofnæmi Katrínar Jakobsdóttur og ótrúverðugri Samfylkingu og for- skoti flokkanna á stjórnarmyndun sem Sjálfstæðismenn kvarta yfir að séu ógagnsæjar og svik við kjósend- ur. Þá má ekki gleyma endasleppu stærðfræðinámi Smára McCarthy. Námsferill Smára rímar þó vel við menntastefnu Sjálfstæðismanna því samkvæmt ritara flokksins verjum of miklum tíma í skóla. „Við erum búin að stytta hann um eitt ár. Ég held að við megum stytta hann um fleiri ár því heimurinn er fullur af fólki og peningum og allskonar.“ Þrátt fyrir skamman aðdraganda kosninganna var kosningabrosið frosið í vikulokin, bakaradrengur- inn var farinn að æpa á pólitíska andstæðinga sína í sjónvarpssal, myndir birtust af Smára McCarthy í eyðimerkurlandslagi með byssu eins og taka eigi upp vopnaða baráttu Pírata á Íslandi. Myndirnar vöktu upp hugrenningatengsl við Íslamskt ríki. Svo virðist sem McCarthyistar Sjálfstæðisflokksins líti á Smára sem pólitískan andstæðing númer eitt. Á sama hátt átti að afgreiða vinstri græn, með því að spila plötuna um litasjónvarp og bjór, sem virðist endurspegla þau helstu gæði sem vitringarnir þrír úr Sjálfstæðisflokkn- um telja sig hafa fært lýðnum. Þökk sé óvæntu útspili Ragnars Kjartans- sonar, birtist formaður flokksins hinsvegar á samfélagsmiðlum þar sem hún situr að sumbli með lista- manninum og hellir í sig áfengi. Taka þurfti auglýsinguna snarlega út þar sem flokkurinn reyndist hafa brot- ið áfengislög. Femínistar flokksins voru enn að rífast um hvort flokka ætti aðra auglýsingu flokksins undir klám, þar sem nakin listakona makar tíðablóði á vegg meðan alklæddur listamaðurinn útlistar menningar- stefnu VG. Framsóknarmenn eru sakaðir um að gera grín að fötluðum í kosn- ingamyndbandi þar sem eineygð- ur Pírati, haltur Samfylkingarmað- ur og bara Vinstri grænn leikmaður spila fótbolta, en það er þá væntan- lega fötlun í sjálfu sér, að vera Vinstri grænn, samkvæmt þeim allra við- kvæmustu. Frumlegasta innleggið er þó auglýs- ing og vefsíða sem Framsóknarmenn keppast nú við að dreifa á samfélags- miðlum. Þessi dularfulla heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu á að koma frá erlendum vogunarsjóðum en hún er undirrituð af Andrew nokkrum Langer, manni sem hefur verið tals- maður byssueigenda í Bandaríkj- unum og unnið fyrir teboðshreyf- inguna, kom eins og hvalreki inn í kosningabaráttu Framsóknarflokks- ins sem dreifir henni um allar trissur. Nú virðist hann helst upptekinn af því að koma Pírötum til valda því þá geti hrægammarnir vinir hans steypt sér yfir landið. „Nú eru vogunarsjóðirnir og tals- menn þeirra farnir að láta aftur á sér kræla,“ skrifar fyrrverandi formað- ur Framsóknarflokksins á Facebook og fullyrðir að hópur manna í New York hafi opnað kampavínsflösku til að skála þegar honum var bolað frá völdum. Með hjálp auglýsingarinnar togar hann kosningabaráttuna í vídd sem á fremur heima í ævintýrabókmennt- um, þar sem furðuverur með vængi skála í kampavíni yfir því að sjóræn- ingjarnir hafi náð hetjunni á sitt vald og látið hana ganga plankann. Illar tungur benda á að auglýs- ingin hafi birst á besta tíma fyrir Framsóknarflokkinn. Spurt er hvort eiginkona stjórnmálamannsins hafi kannski borgað brúsann en hún var sem kunnugt er einn kröfuhafa? Sem betur fer fyrir Framsóknar- flokkinn er kosið í dag svo þeir sleppa við að skrifa lokaþáttinn í seríunni. Kjósendur taka af þeim ómakið. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir McCARTHY, SMÁRI OG ALLIR HINIR Kjósendur þekkja vel til íslenska frambjóðandans Fyrir kosningar Eftir kosningar Heimsferðir bjóða nú í fyrsta skipti borgarferð í beinu flugi til Porto í Portúgal, en borgin var árið 2014 kjörin besti borgaráfangastaður Evrópu. Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, falleg byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douro-ána, hún er hæðótt og margar byggingar eru byggðar beint inn í klettana. Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru göturnar þröngar og brattar, byggingarnar litríkar og fallegar og vekja upp þá tilfinningu að maður hafi ferðast aftur í tímann. En Porto er ekki síður nútímaleg borg en söguleg. Nýrri hverfin eru full af einstöku andrúmslofti, lífi og mikilli grósku. Auk þess er frábært að versla í Porto, hér er að finna fjölmargar alþjóðlegar verslunarkeðjur, stórar verslunarmiðstöðvar, fjöruga markaði og einstakar litlar verslanir með portúgölskum listmunum og hönnun. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 86 3 Frá 99.895 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Teatro Frá 82.995 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Via Gale Porto Frá 84.395 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Frá 79.995 kr. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. Hotel Dom Henriqu Hotel Cristal Porto PORTO Nýr áfangastaður 1. des. í 3 nætur Frá kr. 79.995 m/morgunmat BEINT FLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.