Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.11.2016, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 11.11.2016, Qupperneq 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Tvö mál í gangi út af „fúlu krækiberjasulli“ Stórleikarinn Ólafur Darri leikur annað aðalhlutverkið í mynd sem byggir á skáld- sögunni Villisumar. Villisumar verður kvikmynd Ólafur Darri Ólafsson mun fara með stórt hlutverk í kvikmynd sem byggir á skáldsögunni Villisumar, eftir Guðmund Óskarsson sem kom út hjá Forlaginu í haust. Það er Marteinn Þórsson sem leikstýrir myndinni. Guðmundur Óskarsson fékk íslensku bókmennta- verðlaunin árið 2009 fyrir frumraun sína á ritvellin- um, en það var skáldsagan Bankster. Villisumar segir frá unglingspilti sem dvelur eitt sumar með föður sínum, þekktum listmálara og erf- iðum í umgengni, í suðrænni borg. Dvölin verður af- drifarík fyrir þá báða. Áratugum síðar snýr sonurinn aftur í fylgd uppkominna barna sinna og rifjar upp þetta einkennilega sumar. Það er franski framleið- andinn Frozen Frogs sem stendur að myndinni ásamt íslensku framleiðendunum Tender Lee og Stór&smá. | þká Bíó Dómsmál Heimabrugg úr kræki- berjum varð tilefni til harkalegra lögregluaðgerða. Tvö dómsmál eru í gangi vegna bruggsins. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Þetta er búinn að vera þvílíkur málarekstur, yfirheyrslur og hús- leit, út af hálffúlu krækiberjasulli á plastkútum sem gleymdist í bragga úti við fjörð á Seyðisfirði, segir Þóra Bergný Guðmundsdóttir, lykilvitni lögreglunnar í sérkennilegu brugg- máli, sem bar vitni í gegnum síma í héraðsdómi Austurlands í gær, en aðalmeðferð málsins var í gær. Þóra Bergný bar vitni í málinu frá Indlandi en kærastinn hennar, Þórbergur Torfason, er sakborn- ingurinn í málinu. Þau eru búsett á Seyðisfirði þar sem Þóra rekur farfuglaheimilið Hafölduna. Þóra býr í Kerala á Indlandi á veturna en meðan hún var í burtu segist lögreglustjórinn á staðnum hafa fengið ábendingu um bruggstarf- semi í lokuðu herbergi í íbúð Þóru sem er inn af farfuglaheimilinu. Þar voru dunkar með gömlu krækiberjavíni sem Þór- bergur Torfason, hafði lagað en síðan gleymt. Fengin hafði verið leit- arheimild hjá syni hennar, Dýra Jóns- syni, sem var fyrir tilviljun staddur í bænum vegna töku á sjónvarpsseríunni Ófærð, farið inn og áfengið gert upptækt. Samkvæmt lögum er bannað að brugga sterkari mjöð en 2,25 prómill. Bruggið var yfir 10 prómill þegar það fannst. Í bréfi sem Þóra Bergný skrifaði ríkissaksóknara, þar sem hún kvartar yfir aðförum lögreglu, segir hún meðal annars. „Næsta dag er sonur minn, Dýri Jónsson, með tugi manna í vinnu við upp- tökur á Ófærð, á hafnarsvæð- inu á Seyðisfirði. Koma þar aðvífandi þrír lögreglumenn og gera honum að yf- irgefa tökustað og koma með sér að Ránargötu 9 þar sem hann gistir. Biðja þeir hann að skrifa undir húsleitarheimild sem hann sagðist hvorki vilja né mega gera en býður lögreglumönnum að ganga í bæinn á friðsamlegum nótum, sem þeir vildu ekki en sögðu honum að ef hann skrifaði ekki undir heimildina yrði hann færður fyrir dómara en það er yfir fjallveg að fara.“ Magnús Þór Eyjólfsson, lögmaður Þóru, segist ekki þekkja nein dæmi þess að lögregla geri húsleit og upp- ræti heimabrugg til eigin nota. Þá hefur Þóra Bergný einnig höfðað mál á hendur lögreglustjóranum. Bruggkútarnir, sem gleymdust úti í skúr, eru því orðinn efniviður í tvö dómsmál en lögreglustjórinn var kærður fyrir ólöglega húsleit og valdbeitingu.“ Þóra Bergný Guðmundsdóttir var lykilvitni í málinu á síma frá Indlandi. Hér er hún ásamt Þórbergi Torfasyni. Bruggið var í íbúð eiganda farfuglaheimilisins. GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST LED Mikið úrval vandaðra LED útisería fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Opið virka daga kl. 11-18 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is HÁGÆÐA JÓLALJÓS Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að líf karlanna hefur verið mikil þrautaganga og þjáning þeirra ristir enn djúpt. Í flestum tilfellum virð- ast þeir beina tilfinningum sínum talsvert út á við sem birtist í því að þeir leiðast í miklum mæli út í mis- notkun áfengis og fíkniefna, afbrot og áhættuhegðun. Sigrún Sigurðar- dóttir, höfundur rannsóknarinnar, segist hafa kynnst þessu máli þegar hún starfaði sem lögreglukona. Ég kynntist því í gegnum tíðina að strákar sem komust í kast við lög- in voru oft með slíka áfallasögu að baki,“ segir hún. „Karlar eiga erf- iðara með að opna sig um slíka hluti og þótt þeir geti í dag leitað hjálpar frá Stígamótum, Drekaslóð og Afl- inu gera þeir það í undantekningar- tilfellum. Hluti þeirra er á Litla- -Hrauni eða í bullandi neyslu eða hefur framið sjálfsmorð, þeir eiga erfiðara með að biðja um hjálp en einn af hverjum sex karlmönnum á slíkt áfall að baki.“ Viðmælendur Sigrúnar voru sjö karlar á aldursbilinu 30-65 ára þegar viðtölin voru tekin en milli 4 og 12 ára þegar þeir urðu fyrir kyn- ferðisofbeldi. „Þeir telja mikilvægt að vinna með áföllin til að fá frelsi frá þjáningunni, komast í tengsl við tilfinningar sínar og mynda dýpri tengsl við aðra og læra að lifa með þessari skelfilegu reynslu,“ segir Sigrún. Allir þjáðust þeir af þunglyndi en enginn hafði fengið viðeigandi hjálp frá samfélaginu. Ofbeldið varð þeim mikið áfall og snerti þá og ástvini þeirra djúpt. Þeir stríddu við allir við mikið þunglyndi, áfengisvanda og voru þjakaðir af geðrænum og félagslegum vandamálum. Rannsóknin er birt á Skemmunni en Sigríður Halldórsdóttur var leið- beinandi Sigrúnar hjá Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Afbrotastrákar hafa oft lent í kynferðisofbeldi Velferð Sjö íslenskir karlmenn sem sættu kynferðisofbeldi í æsku glímdu allir við mikla vanlíðan og sjálfsvígshugsanir á fullorðinsár- um, Þessu fylgdi lítil sjálfsvirðing, lítið sjálfstraust og reiði. Einn viðmælandi í nýrri rannsókn segist hafa beint haglabyssu að höfði gerandans meðan hann svaf. Rannsóknin ber heitið Djúp og viðvarandi þjáning: Reynsla íslenskra karla af áhrifum kyn- ferðislegs ofbeldis í æsku. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Sigrún vann sem lög- reglukona þegar hún fékk áhuga á málefninu. Stjórnmál Arnþrúður Karlsdóttir spáði því fyrir löngu að Donald Trump yrði forseti Bandaríkj- anna. Hún segir menn hafa van- metið grasrótina. „Ég held að hann verði feikilega góður forseti,“ segir útvarpskon- an Arnþrúður Karlsdóttir, sem er líklega einn af örfáum fjölmiðla- mönnum í heiminum sem spáði Donald Trump sigri. Þá spáðu hlustendur útvarpsstöðvarinnar að Trump myndi sigra andstæðing sinn, Hillary Clinton, í óvísindalegri skoðanakönnun stöðvarinnar, sem var þar með réttari en flestar kann- anir vestanhafs. „Ég var búin að segja lengi að Trump myndi vinna og þá sérstak- lega þegar ég sá áherslur Hillary Clinton,“ segir Arnþrúður sem bæt- ir við að kjósendur hafi kosið mann sem þeir treystu til þess að hrista upp í kerfinu. Hillary hafi ekki verið sá frambjóðandi. Spurð hvað hún telji að hafi valdið því að fjölmiðlar höfðu svo rangt fyrir sér varðandi vinsældir Trump, þá stendur ekki á svarinu: „Grasrótin var stórlega vanmetin.“ Arnþrúður útskýrir að Hillary hafi treyst á margan hátt stóru fjöl- miðlunum sem ræddu sjaldan við hinn vinnandi mann. Því mynd- aðist skekkja í fjölmiðlum um að Clinton væri líklegri frambjóðandi til þess að sigra. „Sá sem kaus Trump var hinn venjulegi maður sem var í sinni vinnu en hefur ekki úr nægu að moða. Hann er óánægður með fjár- málaelítuna og stjórnmálaelítuna, auk þess sem þeir eru andvígir þessu tilgangslausa stríðsbrölti,“ segir Arnþrúður. Spurð hverskonar forseti hún telji að Trump verði svarar hún: „Ég held að hann eigi eftir að verða tímamótaforseti og eigi eftir að hafa áhrif langt út fyrir Bandaríkin, meðal annars á strauma og stefnur í Evrópu.“ | vg „Donald Trump verður tímamótaforseti“ Arnþrúður Karlsdóttir er einn af örfáum fjölmiðlamönnum sem spáði fyrir um sigur Donald Trump.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.