Fréttatíminn - 11.11.2016, Síða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
á samfélagsmiðlunum, en hún sjálf
mjög virk á Facebook, er það allt
einhver glansmynd?
„Allir gefa einhverja ákveðna
mynd af sér á Facebook og mér
finnst skemmtilegt að skemmta
fólki þannig að ég geri það á með-
an aðrir eru meira að láta sig þjóð-
félagsmálin varða og æsa sig yfir
Bjarna Ben. Ég sé alltaf eitthvað
fyndið við þessi mál og pósta því.
Ég er samt auðvitað pólitísk og
finnst eiginlega allt vera pólitík. Það
er líka pólitísk afstaða að vera sós-
íalrealisti í ljóðunum mínum. Þessi
jákvæðniáróður fer alveg hræði-
lega í taugarnar á mér stundum.
Auðvitað eigum við öll að vera já-
kvæð en það bætir samt ekki neitt.
Höldum bara löppunum á jörðinni
og slökum aðeins á. Jákvæðnin
byggir svo mikið á kapítalisma; all-
ir eiga að kaupa sér núvitundar-
námskeið í staðinn fyrir að slaka
bara á eða ekki. Leyfa sér að vera
eins og þú ert, fólk má alveg vera
á sínum bömmerum í friði. Varð-
andi pólitíkina þá er það auðvitað
líka pólitísk afstaða að skrifa ljóð og
barnabækur, maður er á jaðrinum,
það hentar mér miklu betur. Ég er
engin Sofi Oksanen og gæti aldrei
sagt eitthvað pólitískt með hárinu
á mér og fötunum. Mér leiðist líka
að taka lífinu eins og keppni. Það er
svo vonlaust, við töpum öll og deyj-
um á endanum. Það vinnur enginn
í lífinu og ef þú ætlar að vinna þá
tapar einhver annar.“
Þórdís skrifar líka mjög mikið um
samskipti kynjanna og þær lýsingar
eru ekki beint í anda rauðra ástar-
sagna. Eru slík samskipti kannski
bara ein keppnisgreinin í viðbót?
„Ég veit það ekki. Samskipti eru
svo skemmtileg en eru oft gerð of
flókin. Það er alltof mikið af regl-
um í gangi. Mér finnst yngra fólk
miklu betra í samskiptum heldur
en mín kynslóð. Það er búið á slaka
á öllum þessum reglum hvað má
og hvað má ekki í nánum samskipt-
um. Mér finnst smáborgaraskapur-
inn vera að minnka. Fólk kemur til
dæmis ekkert endilega út úr skápn-
um lengur, það er bara með þeim
sem því sýnist burtséð frá kyni. Mér
finnst það frábært.“
Eiga að vera krútttýpur
Það eru líka ýmsar óskráðar reglur í
gangi um hvernig skáld eigi að vera
og hegða sér, er það ekki? „Jú, jú.
Barnabókahöfundar eiga til dæmis
að vera svona krútttýpur, fórnfús
góðmenni sem tala krúttlega við
börnin. Barnabækur eru ekki tekn-
ar alvarlega sem bókmenntir og þá
finnst mörgum maður hljóti að vera
voða góð manneskja að nenna að
skrifa þær þar sem maður græðir
augljóslega ekki neitt á þeim. Ljóð-
skáld mega náttúrulega vera mjög
skrýtin eða þá – að því er sumum
finnst – einhvers konar sjáendur
sem skrifa eitthvað gáfulegt og full-
komið sem hægt er að nota í minn-
ingargreinar.“
Þórdís hefur orð á sér fyr-
ir að vera mjög kaldhæðin, bæði
persónulega og í ljóðum sínum,
en hún segist ekki skilja hvaðan sá
stimpill sé kominn. „Mér finnst ég
ekkert svo kaldhæðin en kannski
er ég það bara. Ég held þetta sé
einhver húmor sem ég tileinkað
mér án þess að taka eftir því. Fólk
túlkar það líka oft sem kaldhæðni
þegar maður segir hlutina eins og
þeir eru. Það er orðið dálítið slæmt
ef maður má ekki segja það sem
manni finnst. Það er orðið eitthvað
öfugsnúið.“
Síðasti kaflinn í Óvissustigi lýsir
fólki á bekk sem er að tala um erf-
iðar aðstæður sem það hefur lent
í, á það fólk sér raunverulegar fyr-
irmyndir? „Þetta er auðvitað fólk
sem ég bý til en stundum kveikir
ein og ein setning sem ég heyri ein-
hvern segja hugmynd sem ég síðan
vef utan um. Margir þykjast reynd-
ar þekkja sjálfa sig eða aðra í þessu
fólki þannig að kannski er ég bara
að túlka eitthvað sammannlegt,
fólk með alls konar fóbíur og vanda-
mál. Við erum öll einhvers staðar á
þeim mörkum, er það ekki?“
Sósíalrealisminn er í ljóðunum
Ljóðabækur lenda sjaldan inn á
metsölulistum, upplögin eru lítil og
sjaldgæft að þær séu endurprent-
aðar. Það virðist þó aðeins vera að
breytast, bækur Þórdísar hafa til
dæmis allar verið endurprentað-
ar, sumar oftar en einu sinni. Hvað
er það sem hún hefur sem höfðar
svona mikið til fólks? „Ég veit það
ekki. Þetta er dálítið öðruvísi en það
sem fólki finnst að séu týpísk ljóð og
ég hef fengið mikið af viðbrögðum
frá menntaskólanemum sem segja
að þeim hafi alltaf þótt ljóð leiðin-
leg en finnist þetta skemmtilegt.
Svo er þetta kannski líka að breyt-
ast. Krakkar í grunnskólum eru til
dæmis farnir að lesa meira af nú-
tímaljóðum. Ég held líka að ljóðin
mín séu kannski líkari skandinav-
ískum ljóðum frá áttunda og níunda
áratugnum. Ísland er alltaf í dálítið
skökku perspektívi. Þannig að ég
held að mörgum konum á mínum
aldri, sem lásu Mörtu Tikkanen og
Vitu Anderson ungar, finnist ljóðin
mín tala til sín. Ég hef fengið mjög
mikil viðbrögð, sem hafa stundum
gert mig frekar hissa. Kannski sakn-
ar fólk sósíalrealismans úr skáld-
sögum samtímans og finna hann
þarna. Það er mjög margt smart
og óvenjulegt að gerast í ljóðagerð
og ég er ekki frá því að ljóðin núna
séu í meiri tengslum við það sem er
að gerast í samfélaginu heldur en
skáldsögurnar. Þetta tímabil í ljóða-
gerð mun fara í bókmenntasöguna,
ég er alveg viss um það. Maður finn-
ur líka að þótt það sé lítill hópur
sem les ljóð, þannig séð, þá er sá
hópur rosalega áhugasamur. Það
finnst mér skemmtilegt og er mjög
þakklát fyrir það.“
„Mér finnst ég ekkert
svo kaldhæðin en
kannski er ég það bara.
Ég held þetta sé einhver
húmor sem ég tileinkað
mér án þess að taka eftir
því.“
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur - vika 44
1.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur - vika 44
2.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur - vika 44
4.
Metsölulisti
Eymundsson
Barnabækur - vika 44
5.
METSÖLU-
BÆKUR
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
„Mér finnst ég ekkert svo kaldhæðin en kannski er ég það bara.“