Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 11.11.2016, Síða 42

Fréttatíminn - 11.11.2016, Síða 42
Bandaríska gamandramað This is Us hefur algerlega gripið mig. Búin að horfa á alla þættina enda auðvelt þegar þeir koma til lands- ins degi eftir frumsýningu vestra. Svo eru föstudagskvöldin frátekin fyrir The Voice. Ég fagna framhaldinu af Youn- ger, um fertugu fyrrum ritstýru tískutímarits sem feikaði aldur- inn fyrir framann. Fyrsta sería Chasing Life er frá og April aftur á leið í lyfjameðferð í þeirri næstu, sem er rétt ókomin. Uppáhaldsþáttur síðustu ára er The Vikings og erfitt að vita af þáttaröð ósýndri á RÚV – rétt eins og nýrri Indian Summers ser- íu og framhaldi danska spennu- þáttarins Bedrag. Koma svo! Hef ekki náð að festast við Mr. Robot, Scandal eða Game of Thrones – enda eyði ég frekar tímanum í Poldark á RÚV, Grand Design Australia á Stöð 2 eða vin minn James Corden í Sjónvarpi Símans. Setti punktinn við Jane The Virgin eftir um fimmtíu þætti og hún enn jómfrú enda nýir þættir eftir sömu framleiðendur, No Tomorrow, í boði. Búin að sjá þrjá fyrstu sem lofa góðu. Fylgist enn með Grey's Anatomy en aðeins með Tíma- flakki svo spóla megi yfir skurð- aðgerðirnar. Að endingu vil ég þakka fyrir Leitina að upprunan- um. Mikil snilld, frábært sjónvarp. Sófakartaflan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans Spólar yfir skurðaðgerðirnar í Grey's Anatomy Gunnhildur Arna tekur vaktina í sjónvarpssófanum af fullri alvöru. Atorkusöm Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er búin að horfa á alla þættina af This is Us og sitthvað fleira en er búin að gefast upp á Jane the Virgin. Skrifaði skáldsögu á fyrsta ári í læknisfræði Hildur Sif gat ekki annað en ráðist í gerð skáldsögu eftir að hafa heyrt af fyrrverandi kærustu vinar síns sem vildi meina að hún væri vampíra. Nóg að gera Hildur viðurkennir að það hafi verið strembið að setja saman skáldsögu með námi í læknisfræði og annarri vinnu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Það getur stundum verið svolítið erfitt að púsla þessu öllu saman, en ég djamma til dæmis aldrei. Ég er mjög dug- leg að sitja bara við og vinna. Ég er líka mjög fljót að skrifa á tölvuna sem hjálpar mikið,“ segir Hildur Sif Thorarensen sem sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Einfara, núna fyrir jólin. En það er óhætt að segja að Hildur hafi í mörg horn að líta, því hún stundar einnig nám í læknisfræði við Háskólann í Osló, ásamt því að vinna 30 prósent vinnu með skólanum. Samband með meintri vampíru Hún hóf nám í læknisfræðinni um síðustu áramót, en ákvað frekar að nýta haustönnina á undan í að læra norsku, svo hún stæði betur að vígi í náminu. Og þar sem hún sat niðursokkin í bækurnar og strikaði undir norsk fræðiorð af miklum móð byrjaði vinur hennar að tala við hana á facebook. „Af einhverj- um ástæðum þróaðist samtalið út að hann fór að segja mér frá einkennilegum ástarsamböndum sem hann hafði átt í, þar á meðal við franska stelpu af kaþólskum ættum sem vildi meina að hún væri vampíra. Hún bjó kjallaraíbúð sem var eins og dýflissa og veggirnir klæddir með flaueli. Þá var hún með dúkkuhausa í formalínkrukk- um, átti tvo snáka, og síðast en ekki síst þá hafði hún látið smíða neðan á augntennurnar sínar þannig þær voru eins og vígtennur.“ Lýsingin á þessari frönsku stúlku vakti eðlilega athygli Hildar og þegar samtalinu lauk þá stóð á val hennar á milli þess að halda áfram að lesa tölfræði í læknisfræði á norsku, eða gera eitthvað við þessa persónu sem hún sá strax ljóslif- andi fyrir sér. Hildur valdi síðari kostinn. „Ég hugsaði með mér að nú léti ég verða af því að skrifa þessu spennusögu sem ég hafði ætlað mér að skrifa mjög lengi. Og fyrst þessi stúlka var komin inn í bókina þá fannst mér ég verða að hafa vin minn með líka, og eins og sönnum vini sæmir þá drep ég hann í fyrsta kafla og svo byrjar bókin,“ segir Hildur og hlær. En bókina skrifaði hún síðasta haust og meðfram læknisfræðinni og vinnunni á vorönninni. Hildur segir bókina ekki byggða upp á hefðbundinn hátt heldur er annar hver kafli skrif- aður út frá mismunandi sjón- arhornum. „Ég leik mér svolítið í köflunum sem eru á sléttum tölum en oddatölukaflarnir fylgja rann- sókninni á morðinu eftir,“ útskýrir Hildur. „Ég hafði pínu áhyggjur af því að þetta gæti orðið ruglingslegt en þeir sem hafa lesið bókina segja það alls ekki vera svo. Þeir segja að það sé ekkert mál að fylgja söguþræðinum eftir, enda eru sjónarhornin sem ég sýni hverj- um tímapunkti fyrir sig alltaf mjög viðeigandi.“ Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta bók Hildar þá hefur hún alltaf haft unun af því að skrifa og hefur gert mikið af því í gegnum tíðina. Raungreinar hafa reyndar líka alltaf legið vel fyrir henni og því ákvað hún að sníða háskólanám- ið sitt að því, en hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði og meistara- gráðu í verkfræði. Meðan á verk- fræðináminu stóð tók hún hins vegar nokkra áfanga í ritlist ásamt því að taka námskeið í skrifum á kvikmyndahandritum, þá hefur hún starfað við þýðingar í hjáverk- um. „Ég hef alltaf verið mikið við- loðandi texta og ég var blaðamað- ur á Fréttum í Vestmannaeyjum árið 2007. Ég hef sóst í að vinna með texta. Ég byrjaði í raun fyrst að skrifa sakamálasögu fyrir ein- hverjum árum síðan og var komin með tíu kafla en fannst hún ekki vera að þróast nógu vel, ég hætti því hana. Ég hélt að ég myndi gera það sama núna, að ég myndi byrja að skrifa einhverja kafla og svo hætta, en bókin spilaðist svo skemmtilega að ég gat ekki hætt að skrifa.“ Vinirnir fá Playboy blöð Hin 19 ára gamla Kylie Jenner býr líklega betur en flestir aðrir jafnaldrar hennar, en hún ákvað að gefa snapchat-fylgjendum sínum smá innlit í villuna sína í vikunni. Hún virðist ekki óttast innbrotsþjófa, þrátt fyrir að Kim Kardashian, systir hennar, hafi orðið fyrir barðinu á nokkrum slíkum á hótelherbergi sínu í París á dögunum. Heimili Kylie er að sjálfsögðu hið glæsilegasta en þar má meðal annars finna sérstakt herbergi fyrir vini kærasta hennar með stæðum af göml- um Playboy blöðum. Hundarnir henn- ar tveir hafa það líka ansi náðugt með sinn eigin arin. Ætlar að sanna ofbeldi Angelina Jolie ætlar sér að sanna að Brad Pitt hafi beitt að minnsta kosti eitt barna þeirra ofbeldi og hún er viss um að dómarinn í forræðismáli þeirra muni trúa henni og takmarka umgengni hans við börn- in. Angelina hefur krafist þess að fá fullt forræði yfir börnunum þeirra sex, en Brad er ekki sáttur við það og vill sameiginlegt forræði. Angelina vill hins vegar meina að það geti stofnað börnunum í hættu og ef hann lætur ekki af þessari kröfu hyggst hún leggja fram gögn sem þykja sanna að hann hafi beitt börnin ofbeldi. Mega ekki fljúga í kringum Trump Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að Dona- ld Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í vikunni, og þóttu það ansi óvænt úrslit. Trump sem lét ýmis óviðurkvæmileg ummæli falla í kosningabarátt- unni, meðal annars um konur og minnihlutahópa, tekur við embættinu í janúar næstkomandi en vegna sterkra viðbragða við kjöri hans fær hann sérstaka vernd fram að því, og hefur flugmönnum til að mynda verið bannað að fljúga í ákveðnum radíus við heimili hans og vinnustað. …fólk 2 | amk… Föstudagur 11. nóvember 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.