Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 44

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Aðalbjörg Stefanía Helga-dóttir, eða Adda eins og hún er alltaf köll-uð, var rúmlega þrí-tug, sex barna móðir, þegar hún ákvað að setjast aftur á skólabekk og freista þess að láta draum sinn um að verða hjúkrunar- fræðingur rætast. Hún hafði ekki lokið stúdentsprófi og því var um langan veg að fara. Hún byrjaði því á að taka kúrsa til stúdentsprófs við Fjölbrautaskólann í Ármúla, en sam- hliða lauk hún sjúkraliðanámi. 39 ára gömul útskrifaðist hún svo sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Ís- lands, og hafði þar með náð mark- miði sem hún setti sér 25 ára; að vera orðin hjúkrunarfræðingur þegar hún yrði fertug. Flugeldasýningardagur „Það var mjög langsótt að ég yrði hjúkrunarfræðingur og alls ekki sjálfsagt. Ég reyndi við klásusinn árið 2007, á sama tíma og við keypt- um okkur hús, sem var hálf galið. Þetta var rosa keyrsla en gekk upp á endanum. Ég fann einmitt bréf frá einni dóttur minni um daginn, sem hún hafði skrifað mér á með- an ég var að lesa undir klásuspróf- in. Þar kom fram hvað hún saknaði mín mikið og hvað það væri erfitt þegar ég væri ekki heima á kvöldin. Samviskubitið mitt var því í hæstu hæðum. En ég hafði mikinn metn- að fyrir því að klára námið og hafði mikla þörf fyrir að miðla og láta gott af mér leiða. Það keyrði mig áfram. Ég útskrifaðist árið 2011 og segi alltaf að sá dagur sé flugeldasýningadag- ur í mínu lífi,“ segir Adda og brosir. Við útskriftina opnuðust ný tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. „Ég er búin að gera svo margt síðan ég kláraði og ég held að ástæðan sé sú að ég er að flýta mér að nota tím- ann sem ég hef.“ Nú, fimm árum eftir útskrift, er hún orðin deildarstjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, en fyrir nokkrum árum hefði aldrei hvarflað að henni að hún gæti orðið stjórnandi. Það hefur því margt breyst á skömmum tíma. Skrifar um erfiða reynslu Adda sendi nýlega frá sér bókina Samskiptaboðorðin, sem er í raun hálfgerð sjálfsævisaga í vasabrots- bók, byggð á umræddum boðorð- um sem hún bjó til þegar hún var í hjúkrunarfræðináminu. Bókin tekur á öllu því sem Adda hefur gengið í gegnum í lífinu, bæði gleði og sorg. Hún segir meðal annars frá einelti í æsku, kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir, sjálfsvígi föður síns og fjárhags- og hjónabandsvandræðum sem hún og maður hennar, Heiðar Ingi Svansson, þurftu að takast á við. Hugmyndin að samskiptaboð- orðunum kviknaði þegar Adda átti að útbúa forvarnarverkefni fyrir skóla í hjúkrunarfræðinni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samskipt- um og ákvað að taka þau fyrir. Þetta varð að vera einfalt og aðgengilegt. Ég hélt að þetta yrði ekkert mál, en það var ekki alveg svo. Það hef- ur vissulega mikið verið skrifað um samskipti, en þau skrif eru oft mjög djúp og þá helst verið að taka á því hvað ekki á að gera. Þannig ég varð „Skömmin bjó lengi með mér“ Aðalbjörg sendi nýlega frá sér bókina Sam- skiptaboðorðin þar sem hún skrifar meðal annars um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Hún hafði aldrei áður talað um ofbeldið og það var alltaf stutt í skömm- ina sem hún upplifði vegna þess. Í seinni tíð fór hún á bak við eiginmann sinn, eyddi um efni fram og faldi reikningana. Það gekk mjög nærri hjónabandi þeirra. Faldi reikninga Adda fór á bak við eiginmann sinn með því að nota kreditkortið óspart án þess að eiga peninga til að borga reikningana. Mynd | Rut að nota mínar fræðilegu aðferðir til að draga fram það sem skipti mestu máli, rýndi í rannsóknir og fræði- greinar, og úr urðu samskiptaboð- orðin; horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa,“ útskýrir hún. Aldrei talað um kynferðisofbeldið Adda fann strax að þetta væri eitt- hvað sem gæti orðið stærra og meira og þegar hún lauk við hjúkr- unarfræðinámið ákvað hún að gefa út bækling með boðorðunum og í kjölfarið fór hún að halda fyrirlestra upp úr þeim í skólum og víðar. Verk- efnið vatt upp á sig og að lokum varð úr bók, sem upphaflega átti að vera kennslubók, en varð í staðinn mjög persónuleg yfirferð á lífi Öddu. Ýmis- legt sem kemur fram í bókinni hafði hún aldrei rætt áður. „Ákvörðunin um að skrifa þessa bók var einföld, en það sem kom á eftir var erfiðara og ég grét mikið. Þarna var ég að skrifa um hluti sem ég hafði aldrei talað um, nema kannski við mann- inn minn, eins og kynferðisofbeldi og margt sem gerðist í æsku. Þegar maður skrifar svona bók þá er mað- ur bara einn í sínum heimi og tekur sjálfan sig aftur á þessa staði. Það var erfitt en ég var mjög sátt þegar ég var búin.“ Maðurinn hennar Öddu var sá eini sem las yfir bókina áður en hún kom út og því vissi fólkið í kringum hana ekki hvað hún var í raun persónu- leg. Sjálf las hún bókina ekki alla í gegn fyrr en síðasta sumar, þegar var verið að setja hana upp. „Þegar ég var búin að lesa hana þá hugsaði ég: „Hvað er ég búin að gera? Hvern- ig verður þessu tekið?“ En viðbrögð- in hafa verið ótrúlega jákvæð. Bók- in hefur líka opnað á samtöl á milli mín og ættingja minna og það var ein sem sagði að nú skildi hún mig miklu betur. Að opna sig svona um hlutina gefur leyfi til að ræða það sem maður er kannski ekki mikið að tala um,“ segir Adda einlæg. Það var á ákveðinn hátt frelsandi fyrir hana að horfast í augu við sína reynslu og koma henni frá sér með þessum hætti. Skildi brjóstabyltinguna betur „Rauði þráðurinn í bókinni er auð- vitað samskiptaboðorðin sex og líka að reynsla okkar af lífinu gerir okk- ur að því sem við erum. Við erum svo oft að hlaupa í burtu frá vondri reynslu og kennum henni gjarnan um stöðuna sem við erum í, en það er mikilvægt að fólk átti sig á því að reynslan gerir okkur stundum kleift að takast á við lífið með öðrum að- ferðum en þeim sem eru viður- kenndar. Lykilatriðið er að horfast bættist auðvitað ofan á eineltið þar sem var alltaf verið að segja mér að ég væri ekki nógu góð. En verkefnið er að læra að elska sjálfan sig eins og maður er og ýta skömminni þannig í burtu. Það var ekki mér að kenna að ég varð fyrir útilokun í æsku eða varð fyrir kynferðisofbeldi.“ Öddu hefur nú tekist að losa sig við skömmina og í staðinn kom þak- klæti. „Ég fann það ekki áþreifanlega fyrr en í útgáfuboði bókarinnar. Ég stóð og horfði á alla gestina og fann hvað ég var þakklát og auðmjúk. Það er ekkert sjálfsagt að geta kom- ið svona bók frá sér og vera sáttur við hana. Þakklætið hefur ekki farið frá mér síðan. Auðvitað hafa komið upp aðstæður þar sem mér finnst ég hafa klúðrað einhverju, en ég þarf ekki að skammast mín.“ Fór á bak við eiginmanninn En það er fleira í bókinni sem Öddu fannst erfitt að opinbera. Eins og þegar hún fór á bak við eiginmann sinn og eyddi um efni fram án þess að láta hann vita. Það var ekki þannig að hún væri að eyða í vit- leysu og óþarfa, heldur voru þetta einfaldlega nauðsynjar sem hún hafði ekki efni á. Kreditkortið not- aði hún óspart án þess að geta greitt reikninginn þegar kom að skulda- dögum og þannig gekk það mánuð- um saman. Adda var svo föst á því að vera fjárhagslega sjálfstæð og vildi sýna það og sanna að hún gæti séð um sig sjálf og verið með allt á hreinu, þrátt fyrir að vera í fullu há- skólanámi í 20 prósent vinnu. Þegar upp komst um trúnaðarbrestinn gekk það mjög nærri hjónabandi þeirra. „Trúnaðarbrestur og það að fara á bak við maka sinn er ekki bara að halda framhjá. Við vorum mjög lengi að komast yfir þetta og treysta aftur. Hann hefur verið óvirkur alkóhólisti frá því við kynntumst, en eitt af því sem hann gerði þegar hann var í sinni neyslu, það var að vera óheiðarlegur, og þess vegna er heiðarleikinn honum svo mik- ils virði. Þegar ég var ekki heiðar- leg við hann þá var ég að koma við hans dýpstu hjartarætur. Hann var búin að vinna svo mikið með þetta. Í dag erum við ótrúlega þakklát fyrir að hafa komist yfir þetta og að okkur hafi tekist að vinna vel úr málunum, en það var alls ekki sjálfsagt að það myndi gerast. Ég hugsa stundum ennþá um hugmyndaflugið sem ég hafði til að koma í veg fyrir að hann fattaði hvað ég var að gera. Mér finnst í dag eins og þetta hafi verið önnur manneskja,“ segir Adda og hlær að sjálfri sér, þó vissulega þetta hafi ekki verið fyndið á sínum tíma. Ákvörðunin um að skrifa þessa bók var einföld, en það sem kom á eftir var erf- iðara og ég grét mikið. Þarna var ég að skrifa um hluti sem ég hafði aldrei talað um, nema kannski við manninn minn, eins og kynferð- isofbeldi og margt sem gerðist í æsku. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. í augu við erfiða reynslu. Horfast í augu við sjálfan sig. En það var svo- lítið erfitt að þegar ég var að skrifa bókina, sérstaklega þegar ég skrif- aði kaflann um kynferðisofbeldið. Svo las ég hann upphátt fyrir sjálfa mig og þá fékk ég ákveðna fjarlægð á málið. Þetta var á þeim tíma sem brjóstabyltingin stóð sem hæst og stelpurnar mínar voru í Kvennaskól- anum, þar sem var farið úr að ofan og gengið niður Laugaveginn. Ég man að ég hugsaði með mér hvað væri eiginlega að þessum stelpum, en þegar ég skrifaði um kynferðisof- beldið þá skildi ég þær betur. Þegar við horfumst ekki í augu við okkar eigin reynslu þá birtist oft þessi nei- kvæða skoðun á fólki og því sem það gerir.“ Lifði með skömminni Adda var 17 ára gömul þegar hún var kynferðislega misnotuð af ókunnug- um manni sem bauðst til að hjálpa henni heim í leigubíl úr miðbænum. Hún hafði týnt vinum sínum, var ein og ölvuð og þáði boðið, en áttaði sig fljótt á því manninum gekk ekki góðmennska til. Þá var það orðið of seint. Adda bjó hjá móðursystir sinni á þessum tíma og sagði henni frá því sem gerðist. „Við töluðum samt aldrei um þetta að ráði, ekki fyrr en nýlega, þegar við hittumst. Þá efaðist hún um að hafa staðið nógu vel með mér, fannst hún hafa átt að gera eitthvað meira. En þetta gerðist fyrir svo löngu síðan og það var ekki talað um svona á mál þá. Það var algjört tabú. Þetta var bara mér að kenna og það var tilfinningin sem bjó með mér. Ég tala svolítið mikið um skömmina því hún er svo krefjandi tilfinning og kemur ítrekað upp á yfirborðið. Og þessi neikvæða reynsla mín varð til þess að skömm- in bjó mjög lengi með mér og það var alltaf stutt í hana. Þessi reynsla …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2016 Faxafeni 14 l Sími 5516646 Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.