Fréttatíminn - 11.11.2016, Síða 56
alla föstudaga
Elskar alla
Körfuboltastjarnan LeBron James var mikill stuðningsmaður Hillary Clinton
og segist ætla að elska allar konur og minnihlutahópa, fyrst Donald Trump
gerir það ekki. Það er kannski huggun harmi gegn fyrir einhverja.
Rokkaðri útgáfa af Sprengisandi
Sigurjón M. Egilsson með nýjan útvarpsþátt.
Casper í heimsókn
Danski gamanleikarinn Casper
Christensen heimsótti Ísland
í síðustu viku. Casper hefur
margoft komið hingað, bæði í frí
og til að vinna með félaga sín-
um úr Klovn, Frank Hvam, en að
þessu sinni var hann í fríi með
dóttur sinni. Þau heimsóttu meðal
annars Bláa lónið og fóru í hvala-
skoðunarferð auk þess sem þau
snæddu á Gráa kettinum og Kol.
Þá skellti Casper sér út á lífið og
til hans sást meðal annars á Öl-
stofu Kormáks og Skjaldar. Hann
lauk svo ferðinni með að versla
hlý föt á væntanlegt barn sitt í
66° norður.
Skuggahöfundur
vinstri grænna
Auglýsingar Vinstri grænna
fyrir nýafstaðnar alþingiskosn-
ingar vöktu mikla athygli. Lista-
maðurinn Ragnar Kjartansson fór
mikinn í auglýsingunum; annars
vegar þar sem hann blandaði
kokteil fyrir sig og Katrínu Jak-
obsdóttur og hins þegar þar sem
hann talaði um mikilvægi lista
og menningar á meðan nakin
kona með hesthaus makaði lit á
vegg í bakgrunni.
Hugmyndasmið-
ur auglýsinganna,
ásamt Ragnari,
mun vera rappar-
inn og grínistinn
Dóri DNA en
hann vildi ekki
tjá sig um
málið þegar
eftir því
var leitað.
Hann vildi
enn síður
staðfesta
að hafa sjálf-
ur sprangað
nakinn um í
áðurnefndri
gjörningaaug-
lýsingu.
Nýr þáttur Sigurjón M. Egilsson stýrir
nýjum útvarpsþætti í útvarpi Hring-
brautar á laugardagsmorgnum.
Sigurjón M. Egilsson byrjar á
laugardaginn með nýjan útvarps-
þátt í útvarpi Hringbrautar. Þáttur-
inn verður á dagskrá alla laugar-
dagsmorgna milli klukkan tíu og
tólf.
„Þátturinn verður svipaður
Sprengisandi meðan ég stýrði þeim
þætti, nema að ég ætla að skipta
upp um einn gír eða jafnvel tvo.
Verða aðeins rokkaðri. Ég hlakka
mikið til,“ segir Sigurjón, en fyrsti
laugardagsþátturinn verður á
laugardaginn kemur.
Að auki verður Sigurjón með
hálftíma langa þætti milli hálf eitt
og eitt mánudaga til fimmtudaga.
Áfram verður Sigurjón með Þjóð-
braut í sjónvarpi Hringbrautar.
„Það er eftirspurn,“ sagði hann.
Ég leiði
blinda um
braut sem
þeir rata ekki,
læt þá ganga
vegi sem
þeir þekkja
ekki, ég geri
myrkrið fyrir
augum
þeirra að
birtu.
www.versdagsins.is
Stórsöngvararnir Gissur Páll, Elmar Gilbertsson, Valgerður
Guðna og Oddur Arnþór Jónsson eru Óperudraugar
á áramótum en söngvararnir blása til sannkallaðra
hátíðartónleika í Hörpu um áramótin. Óperudraugarnir
koma fram ásamt strengjasveit og píanóleikaranum Óskari
Einarssyni, tónlistarstjóra. Óperudraugarnir munu syngja
uppáhalds sönglögin sín og aríurnar á tónleikunum.
Algjörlega ógleymanleg kvöldstund. Fullkomin jólagjöf
fyrir tónlistarunnendur.
Sýningar:
29. desember kl. 20.00
30. desember kl. 20.00
1. janúar kl.17.00
Miðasala er hafin á harpa.is og tix.is
Miðasölusími 528 5050
kynnir: