Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Hælisleitendur Ekkert hefur enn spurst til Saad Abdel Wahap frá Togo, sem fór í gönguferð frá heimili sínu í Njarðvík aðfaranótt miðvikudags, skömmu áður en von var á fulltrúum Útlendinga- eftirlitsins og lögreglu til að senda hann, eiginkonu hans frá Ghana og tvö ung börn þeirra til Ítalíu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Eins og Fréttatíminn hefur greint frá eru börnin fædd á Íslandi og hafa íslenska kennitölu. Hjónin sem hafa verið á Íslandi í tvö ár hafa ekkert fengið að vita um hvað bíði þrátt fyrir að lögfræðingur þeirra hafi ítrekað beðið um svör. Þau ótt- ast að lenda á götunni á Ítalíu með börnin. Útlendingastofnun hefur hafnað hælisumsókn þeirra en lög- maður þeirra hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis og beðið er eftir svari. Hann telur að brottví- sun barna hjónanna sem eru átta mánaða og tveggja ára gömul brjóti í bága við íslensk lög og barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Undir það tekur Katrín Oddsdóttir héraðs- dómslögmaður á Facebook: “Þessi börn sem átti að rífa út af heimili sínu í gærnótt hafa búið alla ævi á Íslandi og þar með átt hér lögheim- ili. Þessi útúrsnúningur að eitthvað annað en skýr lagabókstafur lög- heimilislaganna gildi um einstak- linga sem leita eftir alþjóðlegri vernd hér á landi er, afsakið orð- bragðið, kjaftæði!” Hjónunum var einungis tilkynnt munnlega að þau yrðu sótt og færð úr landi. Lögreglan ætlaði fyrst að halda brottflutningi til streitu þrátt fyrir að heimilisfaðirinn fyndist ekki en ákvað síðan frá að hverfa án þess að veita neinar upplýsingar um hvenær hún kæmi aftur. Faðir barnanna ennþá ófundinn Ekkert hefur spurst til Saad Abdel Wahap sem flúði undan lögreglu í gær þegar færa átti hann úr landi. Mynd | Hari Sigurður Ingi Jóhannsson segist ekki trúaður á að fjölflokka stjórn með mörgu nýju fólki valdi því að stjórna landinu. Mynd | Rut Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að fyrsti kostur sé að mynda fjölflokka stjórn frá miðju til vinstri. Mynd | Hari sushisamba.is SPIDER RÚLLA Crunchy linskelskrabba tempura, fersk gúrka, mjúkt avókadó, masago og spicy mayo ... magnað! Djúsí Sushi Dómsmál Hæstiréttur Íslands snéri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að synja ferða- þjónustufyrirtæki um leigu á landi til þess að gera út bát á Jökulsárlóni fyrir ferðamenn. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni, en Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómi skilaði inn sér- ákvæði þar sem hann taldi að það ætti að fallast á niðurstöðu héraðs- dóms. Í fáum orðum fjallaði dómurinn um að Einar Björn Einarsson, einn af landeigendum Fells, sem liggur að Jökulsárlóni, vildi ekki heimila félögum sínum í landeigendafélagi um Fell, að leigja öðru ferðaþjón- ustufyrirtæki aðstöðu til þess að gera út báta á lóninu. Fyrirtæki í eigu Einars hefur verið með sigl- ingar á lóninu um árabil. Héraðsdómur féllst á rök Einars, meðal annars um að samkeppnin myndi koma niður á hagsmun- um hans. Hæstiréttur Íslands úr- skurðaði hinsvegar að einfaldan meirihluta landeigenda þyrfti til þess að heimila ráðstöfunina, en ekki samþykki allra, eins og Ein- ar Björn hélt fram. Fyrirtækið Ice Lagoon fær því aðstöðu til þess að gera út siglingar á svæðinu. Í sérákvæði Viðars Más segir að samningurinn við Ice Lagoon hafi verið gerður án þess að Einari, sem á tæplega 24% hlut í sameigninni, væri gefinn kostur á því að gæta hagsmuna sinna fyrr en búið var að skuldbinda félagið. Svo segir að engin gögn liggi fyrir í málinu um að óskað hafi verið samþykkis Einars við þessari samningsgerð. Því telur Viðar að hérðaðsdómur- inn ætti að standa óhreyfður. Hans vilji varð þó ekki ofan á eins og fram hefur komið, og því stað- reynd að tvö fyrirtæki munu bítast um ferðamennina við Jökulsárlón- ið | vg Samkeppnisaðili fær aðstöðu við Jökulsárlón Fyrirtæki Einars Björns Einarssonar hefur stundað siglingar um árabil á svæð- inu. Nú fær annað fyrirtæki aðstöðu við lónið. Mynd | Shutterstock Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhanns- son formaður Framsóknarflokks- ins er mjög áhugasamur um samstarf við Vinstri hreyfinguna grænt framboð og telur margt líkt með stefnu flokkanna þótt þeir nálgist viðfangsefnin á ólíkan hátt. Hann segir hinsvegar að niðurstaða kosninganna kalli á breiða stjórn frá hægri til vinstri og er ekki trúaður á fjölflokka stjórn frá miðju til vinstri. Þar með slær Sigurður Ingi nánast út af borðinu hugmyndina um að Framsóknarflokkurinn myndi styrkja fimm til sex flokka stjórn en hann á ýmsar rætur í félags- hyggju þótt hann hafi færst til hægri á liðnum árum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég tel að þau risavöxnu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir, kalli á breiða stjórn og ég hef efasemdir um að fjölflokka stjórn með mörgu nýju fólki muni valda verkefni sínu. Það þarf þó að mynda starfhæfa stjórn og sú skylda hvílir á flokkun- um. Svo eigum við ekki bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Sigurður Ingi hitti Katrínu Jak- obsdóttur eins og aðrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna og sagði fund þeirra hafa verið afar ánægjulegan. Hann dregur þó engan dul á áhuga sinn á því að starfa með VG, en sér þá frekar fyrir sér samstarf VG og fráfarandi stjórnarflokka. Margir Í VG telja þátttöku Fram- sóknarflokksins geta styrkt ríkis- stjórnina. Þær raddir koma þó eink- um úr íhaldssamari armi flokksins sem óttast að sérstaða VG verði fyr- ir borð borinn í Evrópumálunum. „Við erum sammála um margt, til að mynda í Evrópumálunum,“ seg- ir Sigurður Ingi. „Við teljum ekki að Framsóknarflokkurinn vill stjórna með VG og Sjálfstæðisflokki málið eigi að vera á dagskrá núna, ekki síst með tilliti til þess að það standa yfir miklar breytingar í ESB og helsta viðskiptaland Íslands er á leið þaðan út.“ Sigurður Ingi segir enga sér- staka gjá milli flokkanna í sjávarút- vegsmálum. „Á síðasta kjörtímabili vann ég frumvarp sem var unnið upp úr sáttaferli á kjörtímabil- inu.“ VG hefur haft talsvert aðrar áherslur en hinir flokkarnir en þó þannig að arðurinn af auðlindinni eigi að skila sér til þjóðarinnar. Ekki er útilokað að bjóða upp hluta af laheimildanna en leggja skal áherslu á hærri veiðigjöld. Ljóst er að landsbyggðararmur VG og Fram- sókn gætu hugsanlega átt samleið ef Framsókn felst á að stórhækka veiðigjöldin. En eruð þið þá til í að stórhækka veiðigjöld? „Það er enginn að tala um að stór- hækka veiðigjöld. það er ekkert í umræðunni. Það er stundum mun- ur á frambjóðendum og forsetum, eins og við þekkjum frá Bandaríkj- unum. Menn tala af meiri varfærni um að kollsteypa samfélaginu núna en þeir gerðu fyrir kosningar. Við útilokum ekki að skoða málið heild- stætt en það eru 650 útgerðarfyrir- tæki í landinu og það er ekki hægt að leggja meiri byrðar á minni fyr- irtækin. En kannski er byrðunum ójafnt skipt nú þegar.“ Sigurður segir að heilbrigðismál hafi borið á góma en þar hafi hann fullvissað Katrínu um að flokkurinn ætli ekki að tefja nýjan Landsspít- ala. „Við lögðum til fyrir kosningar að skipa hóp sérfræðinga til að fara ofan í saumana á því hvort finna mætti nýjan stað undir spítala en þó aðeins að það tefði ekki fram- kvæmdina.“ Þá eru ótalin umhverfismálin þar sem flokkarnir hafa verið alger- lega á öndverðum meiði. Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson er áfram áhrifamaður í Framsóknarflokkn- um sem oddviti í Norðausturkjör- dæmi þótt staða hans sé stórlega löskuð. Það getur haft áhrif á hversu stjórntækur flokkurinn er enda tal- ast Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi varla við? Helsti hvati kosn- inganna var líka birting Panama- gagnanna þar sem Sigmundur lék lykilhlutverk. Það er því athyglis- vert ef Sigmundur myndi sitja sem ráðherra í næstu ríkisstjórn. Gæti sú staða komið upp? „Framsóknar- flokkurinn er alveg fyllilega stjórn- tækur, við erum með átta þing- menn,” segir Sigurður Ingi. Hann segir heldur ekki allskostar rétt að þeir Sigmundur Ingi talist ekki við. Hann segir að ekkert liggi fyrir um hvort Sigmundur Davíð verði ráð- herraefni fari flokkurinn í ríkis- stjórn. „Það hefur ekkert komið til tals.“ En kemur það til greina? „Það verður bara að koma í ljós og meira ætla ég ekki að segja um það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.