Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 4

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Viðskipti Hannes Hilmarsson, stærsti hluthafi og forstjóri flug­ félagsins Atlanta, átti félög í skatta­ skjólum og var eitt þeirra virkt árið 2014. Atlanta er stórfyrirtæki me ð um 33 milljarða króna tekjur sem leigir út flugvélar um allan heim. Eitt félag Hannesar á Tortólu fékk lán frá Landsbankanum í Lúxemborg. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Hannes Hilmarsson, forstjóri og stærsti hluthafi f lugfélagsins Atl- anta, var hluthafi í félögum í skatta- skjólum sem meðal annars fengu lán frá Landsbanka Íslands á ár- unum fyrir hrunið. Þetta kemur fram í Panamaskjölunum svoköll- uðu, gagnaleka frá Panamaísku lög- mannsstofunni Mossack Fonseca. Miðað við gögnin í Panamaskjölun- um er að minnsta kosti eitt félag sem Hannes tengist, Limeligt Securies Inc. í skattaskjólinu Tortólu ennþá virkt árið 2014 en það var fært yfir til eignastýringarfyrirtækisins Arena Wealth Management í Lúxemborg. Hannes Hilmarsson vann hjá fyr- irtækinu Avion Group sem Magnús Þorsteinsson, hluthafi í Landsbank- anum, stýrði um tíma. Flugfélag- ið Atlanta var í eigu Avion Group. Avion Group keypti meðal annars Eimskipafélag Íslands. Fyrirtækin sem Hannes tengist í Panamagögn- unum voru stofnuð á meðan hann vann hjá Avion Group en árið 2007 keyptu hann og aðrir lykilstjórnend- ur Flugfélagsins Atlanta fyrirtækið í 63 milljón dollara viðskiptum. Atlanta er í dag stórfyrirtæki á Ís- landi og námu tekjur þess rúmlega 257 milljónum dollara, rúmlega 33 milljarða króna. Hannes á 50 pró- senta hlut í Atlanta í gegnum fé- lagið Haru Holding ehf. Starfsemi Atlanta fer hins vegar fram erlend- is að langmestu leyti þó höfuðstöðv- ar fyrirtækisins séu í Kópavoginum. Starfsemi Atlanta, sem á 19 þotur, gengur út að leigja þær til flugfélaga og annarra aðila út um allan heim, meðal annars til Sádí-Arabíu, Nígeríu og annarra Afríkulanda. Gögnin um félög tengd Hannesi Hilmarssyni eru bara hluti þeirra gagna sem finna má í Panamaskjölun- um um starfsemi íslenskra flugfélaga og stjórnenda þeirra í skattaskjólum. Í síðustu viku greindi Fréttatíminn til dæmis frá því að félag sem Icelandair á hlut í, Icelease ehf., hefði stundað viðskipti með Airbus þotu í gegnum Panama árið 2013. Hannes fékk prókúruumboð yfir Limelight Securites árið 2006 og fékk félagið þá meðal annars 87 milljóna króna lán frá Landsbankanum í Lúx- emborg til að kaupa hlutabréf fyr- ir. Magnús Stephensen, þáverandi starfsmaður Avion Group, var einnig hluthafi í félaginu auk þeirra Stefáns Eyjólfssonar og Kára Kárasonar, sam- kvæmt gögnum í Panamaskjölunum. Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári, í maí og júní árið 2014, átti Þorsteinn Ólafsson, starfsmaður Arena Wealth Management í Lúxemborg, í sam- skiptum við Mossack Fonseca vegna þess að til stóð að nota félagið aft- ur. „Við erum búnir að borga reikn- inginn til að endurvirkja Limelight. Getur þú vinsamlegast hjálpað mér að endurvirkja félagið svo fljótt sem auðið er?“ Ekki kom hins vegar fram í hvaða nota ætti Limelight Securities. Í máli Þorsteins Ólafssonar kom hins vegar fram sú ósk að fyrirtækið yrði fært frá Tortólu til Möltu. Síðustu gögnin um Limelight Securities í Panamaskjölunum eru frá því fyrir rúmu ári síðan en þá var skipt um stjórnarmann í félaginu. Engar vís- bendingar eru hins vegar um starf- semi félagsins í Panamagögnunum. Þetta sýnir að því fer fjarri að notk- un Íslendinga og íslenskra fyrirtækja á félögum í skattaskjólum sé á ein- hvern hátt bundin við íslenska efna- hagshrunið. Mýmörg dæmi eru um að Íslendingar og íslensk fyrirtæki hafi notað skattaskjólsfélög á síð- ustu árum. Hannes Hilmarsson hefur ekki svarað ítrekuðum tölvupóstum og símtölum Fréttatímans þar sem hann hefur verið beðinn um að svara spurningum um viðskipti sín í skattaskjóli. Fréttin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media. „Getur þú vinsamlegast hjálpað mér að endur- virkja félagið svo fljótt sem auðið er?“ Þorsteinn Ólafsson Forstjóri Atlanta með félög í skattaskjólum Eitt af félögunum sem Hannes Hilmarsson tengist í Panamaskjölunum fékk lán frá Landsbankanum í Lúxemborg. Félagið, Limelight Securities Inc., var enn virkt árið 2014 og var stýrt af Arena Wealth Management í Lúxemborg. Gagnaleki Samskipti sjúkra­ flutningamanna verða áfram ódulkóðuð en samskiptamynstri verður breytt þangað til starfs­ menn fá nýjar talstöðvar. „Kerfið er stór hluti af því að halda þjónustunni gangandi, og því breyttum við fjarskiptavenjum,“ útskýrir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgar- svæðinu, en öll samskipti í gegn- um Tetrakerfið síðustu tvær vik- ur, hafa verið aðgengileg á netinu í nokkurn tíma. Þeir sem reiða sig á kerfið eru ekki eingöngu sjúkraf lutninga- menn, heldur einnig lögreglan, sem lét dulkóða öll sín samskipti í fyrradag, björgunarsveitarmenn og Strætó, auk þess sem al manna- varna deild Rík is lög reglu stjóra reið- ir sig á samskiptakerfið. Viðar Magnússon er yfirlæknir hjá sjúkrabílaþjónustu Landspít- alans, en heyra má mjög nákvæm samskipti á milli sjúkraflutninga- manna og starfsmanna spítalans í hljóðupptökum á netinu. „Frá mínum bæjardyrum séð, þá skiptir öllu að þessar upplýs- ingar séu ekki aðgengilegar, og við hljótum að gera þá kröfu að rekstr- araðilar sjúkraflutninga tryggi að svo verði ekki,“ segir Viðar en spít- alinn notar nær eingöngu Tetra- kerfið til þess að eiga í samskiptum við sjúkraflutningamenn. Þó eru talstöðvarnar tiltækar, komi upp neyðarástand þar sem þarf að eiga í samskiptum þvert á stofnanir. Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir á bráðdeild, segir í samtali við Fréttatímann að þar hafi tal- stöðvarnar verið teknar úr umferð þar til betri lausn finnst. Spurður um afleiðingar þess svar- ar hann: „Það er fyrst og fremst óþægilegt, enda tekur lengri tíma að koma skilaboðum á milli stafs- manna.“ Samskipti sjúkraflutningamanna áfram ódulkóðuð Starfsfólk Landspít­ alans er hætt að nota Tetra­tal­ stöðvar og fjarskipta­ venjum hefur verið breytt. Enn hlaðast upp nýjar upptökur á netinu, það er að segja þær sem eru ekki dulkóðaðar, en flytja þarf inn sérstakar talstöðvar til þess að virkja dulkóðunina. Lögreglan óskaði sjálf eftir auknu öryggi og var farið í 250 milljón króna upp- færslu á kerfinu vegna þessa. Til stóð að allir aðilar væru dulkóðað- ir fyrir árið 2018. | vg Listrænar breytingar á Bessastöðum Myndlist hafa verið vettvangur stjórnmálahræringa á síðustu dög­ um, enda stendur fyrir dyrum að mynda ríkisstjórn í umboði forseta. Nýjum forseta fylgja nýjar áherslur, meðal annars í vali á listaverkum, eins og sést hefur fréttamyndum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Listasafn Íslands sér um að höndla með listaverk í mörgum byggingum ríkisins, þar á meðal verk á Bessa- stöðum. Þar á bæ fást þær upplýs- ingar að skipt hafi verið um tvö verk á Bessastöðum að beiðni nýs forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Í móttökusalnum hefur vakið að athygli að málverkinu Á rúmsjó (d. Paa aaben sö) eftir Carl Frederik Sørensen hefur verið skipt út. Mál- verkið sem hangið hefur innst í saln- um árum saman sýnir það þegar tvö skip Kristjáns níunda Danakonungs eru á leið til hafnar á Íslandi árið 1874. Þá var konungur með nýja stjórnar- skrá fyrir Íslendinga í farteskinu, en í fjarska gnæfir Snæfellsjökull yfir haffletinum. Í stað þessa verks er nú komið verk- ið Flugþrá eftir Jóhannes Kjarval. Það málaði Kjarval á löngu tímabili milli 1935 og 1954 en þess má geta að verk- ið fór á frímerki árið 1985. Verkið sýn- ir hulduveru og risavaxna álft í mjög „kjarvölsku landslagi“ en inntak þess er þrá mannsins eftir að ná lengra og brjóta af sér hlekki jarðlífsins. Önnur breyting á listaverkavali hefur orðið í suðurstofu Bessastaða, að ósk forseta. Þar hefur einn ís- lenskur abstraktmálari komið inn á völlinn fyrir annan. Málverkið Saga eftir Nínu Tryggvadóttur frá 1961 er komið upp á vegg í stað verks eftir Kristján Davíðsson á endavegg her- bergisins. Þetta fallega verk er í dökk- um litatónum en breytingin verður að teljast ágætt mál, enda hallar verulega á konur á veggjum Bessa- staðastofu. Forseti Íslands fyrir framan Flugþrá Kjar­ vals sem hann sýndi í Listamannaskálanum 1954 og sagði við það tækifæri: „Maður á ekki að lifa til þess að láta sér líða vel.“ Formaður Sjálfstæðis flokksins stóð fyrir framan Sögu eftir Nínu Tryggva­ dóttur þegar hann tók við stjórnar­ myndunarumboði á dögunum. sushisamba.is SURF’N TURF RÚLLA Stökk humar tempura, gómsætt nauta-carpaccio, mjúkt avókadó, teriyaki, spricy mayo og brakandi chili crumble ... geggjað! Djúsí Sushi

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.