Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016
Viðskipti Hannes Hilmarsson,
stærsti hluthafi og forstjóri flug
félagsins Atlanta, átti félög í skatta
skjólum og var eitt þeirra virkt
árið 2014. Atlanta er stórfyrirtæki
me ð um 33 milljarða króna tekjur
sem leigir út flugvélar um allan
heim. Eitt félag Hannesar á Tortólu
fékk lán frá Landsbankanum í
Lúxemborg.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Hannes Hilmarsson, forstjóri og
stærsti hluthafi f lugfélagsins Atl-
anta, var hluthafi í félögum í skatta-
skjólum sem meðal annars fengu
lán frá Landsbanka Íslands á ár-
unum fyrir hrunið. Þetta kemur
fram í Panamaskjölunum svoköll-
uðu, gagnaleka frá Panamaísku lög-
mannsstofunni Mossack Fonseca.
Miðað við gögnin í Panamaskjölun-
um er að minnsta kosti eitt félag sem
Hannes tengist, Limeligt Securies
Inc. í skattaskjólinu Tortólu ennþá
virkt árið 2014 en það var fært yfir
til eignastýringarfyrirtækisins Arena
Wealth Management í Lúxemborg.
Hannes Hilmarsson vann hjá fyr-
irtækinu Avion Group sem Magnús
Þorsteinsson, hluthafi í Landsbank-
anum, stýrði um tíma. Flugfélag-
ið Atlanta var í eigu Avion Group.
Avion Group keypti meðal annars
Eimskipafélag Íslands. Fyrirtækin
sem Hannes tengist í Panamagögn-
unum voru stofnuð á meðan hann
vann hjá Avion Group en árið 2007
keyptu hann og aðrir lykilstjórnend-
ur Flugfélagsins Atlanta fyrirtækið í
63 milljón dollara viðskiptum.
Atlanta er í dag stórfyrirtæki á Ís-
landi og námu tekjur þess rúmlega
257 milljónum dollara, rúmlega 33
milljarða króna. Hannes á 50 pró-
senta hlut í Atlanta í gegnum fé-
lagið Haru Holding ehf. Starfsemi
Atlanta fer hins vegar fram erlend-
is að langmestu leyti þó höfuðstöðv-
ar fyrirtækisins séu í Kópavoginum.
Starfsemi Atlanta, sem á 19 þotur,
gengur út að leigja þær til flugfélaga
og annarra aðila út um allan heim,
meðal annars til Sádí-Arabíu, Nígeríu
og annarra Afríkulanda.
Gögnin um félög tengd Hannesi
Hilmarssyni eru bara hluti þeirra
gagna sem finna má í Panamaskjölun-
um um starfsemi íslenskra flugfélaga
og stjórnenda þeirra í skattaskjólum.
Í síðustu viku greindi Fréttatíminn til
dæmis frá því að félag sem Icelandair
á hlut í, Icelease ehf., hefði stundað
viðskipti með Airbus þotu í gegnum
Panama árið 2013.
Hannes fékk prókúruumboð yfir
Limelight Securites árið 2006 og fékk
félagið þá meðal annars 87 milljóna
króna lán frá Landsbankanum í Lúx-
emborg til að kaupa hlutabréf fyr-
ir. Magnús Stephensen, þáverandi
starfsmaður Avion Group, var einnig
hluthafi í félaginu auk þeirra Stefáns
Eyjólfssonar og Kára Kárasonar, sam-
kvæmt gögnum í Panamaskjölunum.
Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári,
í maí og júní árið 2014, átti Þorsteinn
Ólafsson, starfsmaður Arena Wealth
Management í Lúxemborg, í sam-
skiptum við Mossack Fonseca vegna
þess að til stóð að nota félagið aft-
ur. „Við erum búnir að borga reikn-
inginn til að endurvirkja Limelight.
Getur þú vinsamlegast hjálpað mér
að endurvirkja félagið svo fljótt sem
auðið er?“ Ekki kom hins vegar fram í
hvaða nota ætti Limelight Securities.
Í máli Þorsteins Ólafssonar kom hins
vegar fram sú ósk að fyrirtækið yrði
fært frá Tortólu til Möltu. Síðustu
gögnin um Limelight Securities í
Panamaskjölunum eru frá því fyrir
rúmu ári síðan en þá var skipt um
stjórnarmann í félaginu. Engar vís-
bendingar eru hins vegar um starf-
semi félagsins í Panamagögnunum.
Þetta sýnir að því fer fjarri að notk-
un Íslendinga og íslenskra fyrirtækja
á félögum í skattaskjólum sé á ein-
hvern hátt bundin við íslenska efna-
hagshrunið. Mýmörg dæmi eru um
að Íslendingar og íslensk fyrirtæki
hafi notað skattaskjólsfélög á síð-
ustu árum.
Hannes Hilmarsson hefur ekki
svarað ítrekuðum tölvupóstum og
símtölum Fréttatímans þar sem
hann hefur verið beðinn um að
svara spurningum um viðskipti sín
í skattaskjóli.
Fréttin er unnin í samstarfi við
Reykjavík Media.
„Getur þú vinsamlegast
hjálpað mér að endur-
virkja félagið svo fljótt
sem auðið er?“
Þorsteinn Ólafsson
Forstjóri Atlanta með
félög í skattaskjólum
Eitt af félögunum sem Hannes Hilmarsson tengist í Panamaskjölunum fékk lán frá Landsbankanum í Lúxemborg. Félagið,
Limelight Securities Inc., var enn virkt árið 2014 og var stýrt af Arena Wealth Management í Lúxemborg.
Gagnaleki Samskipti sjúkra
flutningamanna verða áfram
ódulkóðuð en samskiptamynstri
verður breytt þangað til starfs
menn fá nýjar talstöðvar.
„Kerfið er stór hluti af því að halda
þjónustunni gangandi, og því
breyttum við fjarskiptavenjum,“
útskýrir Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri á höfuðborgar-
svæðinu, en öll samskipti í gegn-
um Tetrakerfið síðustu tvær vik-
ur, hafa verið aðgengileg á netinu
í nokkurn tíma.
Þeir sem reiða sig á kerfið eru
ekki eingöngu sjúkraf lutninga-
menn, heldur einnig lögreglan,
sem lét dulkóða öll sín samskipti
í fyrradag, björgunarsveitarmenn
og Strætó, auk þess sem al manna-
varna deild Rík is lög reglu stjóra reið-
ir sig á samskiptakerfið.
Viðar Magnússon er yfirlæknir
hjá sjúkrabílaþjónustu Landspít-
alans, en heyra má mjög nákvæm
samskipti á milli sjúkraflutninga-
manna og starfsmanna spítalans í
hljóðupptökum á netinu.
„Frá mínum bæjardyrum séð,
þá skiptir öllu að þessar upplýs-
ingar séu ekki aðgengilegar, og við
hljótum að gera þá kröfu að rekstr-
araðilar sjúkraflutninga tryggi að
svo verði ekki,“ segir Viðar en spít-
alinn notar nær eingöngu Tetra-
kerfið til þess að eiga í samskiptum
við sjúkraflutningamenn. Þó eru
talstöðvarnar tiltækar, komi upp
neyðarástand þar sem þarf að eiga
í samskiptum þvert á stofnanir.
Jón Magnús Kristjánsson, yfir-
læknir á bráðdeild, segir í samtali
við Fréttatímann að þar hafi tal-
stöðvarnar verið teknar úr umferð
þar til betri lausn finnst.
Spurður um afleiðingar þess svar-
ar hann: „Það er fyrst og fremst
óþægilegt, enda tekur lengri tíma
að koma skilaboðum á milli stafs-
manna.“
Samskipti sjúkraflutningamanna áfram ódulkóðuð
Starfsfólk
Landspít
alans
er hætt
að nota
Tetratal
stöðvar og
fjarskipta
venjum
hefur
verið
breytt.
Enn hlaðast upp nýjar upptökur
á netinu, það er að segja þær sem
eru ekki dulkóðaðar, en flytja þarf
inn sérstakar talstöðvar til þess
að virkja dulkóðunina. Lögreglan
óskaði sjálf eftir auknu öryggi og
var farið í 250 milljón króna upp-
færslu á kerfinu vegna þessa. Til
stóð að allir aðilar væru dulkóðað-
ir fyrir árið 2018. | vg
Listrænar breytingar
á Bessastöðum
Myndlist hafa verið vettvangur
stjórnmálahræringa á síðustu dög
um, enda stendur fyrir dyrum að
mynda ríkisstjórn í umboði forseta.
Nýjum forseta fylgja nýjar áherslur,
meðal annars í vali á listaverkum,
eins og sést hefur fréttamyndum.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Listasafn Íslands sér um að höndla
með listaverk í mörgum byggingum
ríkisins, þar á meðal verk á Bessa-
stöðum. Þar á bæ fást þær upplýs-
ingar að skipt hafi verið um tvö verk
á Bessastöðum að beiðni nýs forseta,
Guðna Th. Jóhannessonar.
Í móttökusalnum hefur vakið að
athygli að málverkinu Á rúmsjó (d.
Paa aaben sö) eftir Carl Frederik
Sørensen hefur verið skipt út. Mál-
verkið sem hangið hefur innst í saln-
um árum saman sýnir það þegar tvö
skip Kristjáns níunda Danakonungs
eru á leið til hafnar á Íslandi árið 1874.
Þá var konungur með nýja stjórnar-
skrá fyrir Íslendinga í farteskinu, en
í fjarska gnæfir Snæfellsjökull yfir
haffletinum.
Í stað þessa verks er nú komið verk-
ið Flugþrá eftir Jóhannes Kjarval. Það
málaði Kjarval á löngu tímabili milli
1935 og 1954 en þess má geta að verk-
ið fór á frímerki árið 1985. Verkið sýn-
ir hulduveru og risavaxna álft í mjög
„kjarvölsku landslagi“ en inntak þess
er þrá mannsins eftir að ná lengra og
brjóta af sér hlekki jarðlífsins.
Önnur breyting á listaverkavali
hefur orðið í suðurstofu Bessastaða,
að ósk forseta. Þar hefur einn ís-
lenskur abstraktmálari komið inn á
völlinn fyrir annan. Málverkið Saga
eftir Nínu Tryggvadóttur frá 1961 er
komið upp á vegg í stað verks eftir
Kristján Davíðsson á endavegg her-
bergisins. Þetta fallega verk er í dökk-
um litatónum en breytingin verður
að teljast ágætt mál, enda hallar
verulega á konur á veggjum Bessa-
staðastofu.
Forseti Íslands fyrir
framan Flugþrá Kjar
vals sem hann sýndi í
Listamannaskálanum
1954 og sagði við það
tækifæri: „Maður á
ekki að lifa til þess að
láta sér líða vel.“
Formaður Sjálfstæðis flokksins stóð
fyrir framan Sögu eftir Nínu Tryggva
dóttur þegar hann tók við stjórnar
myndunarumboði á dögunum.
sushisamba.is
SURF’N TURF RÚLLA
Stökk humar tempura, gómsætt
nauta-carpaccio, mjúkt avókadó,
teriyaki, spricy mayo og brakandi
chili crumble ... geggjað!
Djúsí
Sushi