Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 18.11.2016, Síða 8

Fréttatíminn - 18.11.2016, Síða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Eigum við að senda fjölskylduna úr landi? Fadila og börnin hennar tvö voru vakin af lögreglunni aðfaranótt miðvikudags því til stóð að senda þau úr landi. Aðgerðin fór út um þúfur eins og Fréttatíminn fjallaði um í gær og nú ríkir fullkomin óvissa um framtíð fjölskyldunnar.  Mynd | Hari Aðfaranótt miðvikudags fór lögregluað- gerð út um þúfur þegar senda átti hjón frá tveimur Afríkulöndum, og ung börn þeirra tvö, úr landi. Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi síðan 2014 og bæði börnin eru fædd hér á landi. Búið er að neita foreldrunum um hæli en spurn- ingin sem brennur á fólki, er hvort forsvaranlegt sé að vísa börnum, sem fædd eru á Íslandi, úr landi? Fréttatím- inn leitaði álits þingmanna allra flokka. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þekki ekki málið „Ég þekki málið ekkert og það er erfitt að segja til um það án þess að þekkja málsatvik. Eins og í öll- um svona málum þá er það bara einfaldlega ekki hægt. Við stjórn- málamenn höfum auðvitað ekki aðgang að gögnum í svona málum. Við erum hinsvegar búin að gera breytingar á útlendingalöggjöfinni sem taka gildi um áramótin.“ Unnur Brá Konráðs dóttir Sjálfstæðis flokkur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.