Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 20

Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 20
PS4 STÝRIPIN NI FYLGIR NÝKYNSLÓÐÖFLUGRI, ÞYNNRI OG LÉTTARI Ný og endurhönnuð slim útgáfa af einni vinsælustu leikjatölvu í heimi. Spotify, Netflix, Youtube ofl. öpp, 500GB harður diskur, HDR tækni, styður PS VR ofl. ofl. 49.990 PS4SLIM PS4SL IM 1TB 59.990 PS4PR O 1TB 69.990 NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLUR AF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Þorleifur Friðriksson hefur verið heillaður af Rómafólki í nærri 40 ár, allt frá því að sígaunastelpur rændu hann í borginni Stetin í Póllandi árið 1979. Áhugamálið víkkaði út og hefur nú náð til fjölmargra þjóða sem fæstir hafa heyrt nefndar en leynast víða um Evrópu án þess að landakortið gefi það til kynna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þorleifur hefur sett saman bók- ina Hulduþjóðir Evrópu - Ferð um framandi samfélög, en í henni kannar hann sögu 37 lítt þekktra þjóða í þessari litlu heimsálfu. Þar kemur fyllilega í ljós að ekkert er einfalt við Evrópu og sögu hennar. Í nýju bókinni býður Þorleif- ur Friðriksson lesendum sínum á ferðalag í huganum sem hefst í Samalandi nyrst í Skandinavíu og held- ur áfram með fjölmörg- um viðkomustöðum sunnar í álfunni, að Íberíuskaganum og Bretlandseyjum undanskildum. „Við ferðumst í huganum milli hulduþjóða og það fylgir þessu kort þannig að lesandinn getur át t- að sig á því hvar hann hittir hvaða þjóð,“ segir höfundur- inn. „Ég hef sjálf- ur ferðast á flesta þessa staði en ég býð mér í huganum í heim- sókn til þeirra þjóða sem ég hef áhuga á að skrifa um. Þessi bók er í raun afrakstur af tóm- stundum mínum meðfram annarri vinnu,“ segir Þorleifur sem hefur haft áhuga á sögu og sagnfræði frá því að hann var krakki. Síðar lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Lundarháskóla árið 1990 og hefur starfað við áhugamálið lungann úr starfsævi sinni. Eina uppsprettuna að áhuganum á minna þekktum þjóðum Evrópu rekur Þorleifur til sögukennslu í barnaskóla. „Ég man að í skóla var ég heillaður og mjög forvitinn um þjóðir sem eins og komu og fóru í sögunni, til dæmis á tímum þjóð- flutninganna miklu við hnignun Rómarveldis. Þessar þjóðir sem urðu á vegi mínum hétu til dæm- is Vandalir, Gautar og Húnar. Svo heyrði maður ekkert af þeim og þær bara virtust hverfa í sögunni,“ segir Þorleifur, en raunveruleikinn var auðvitað ekki þannig heldur höfðu sagnaritarar einfaldlega ekki áhuga á örlögum þjóðanna eða þær blönd- uðust öðrum. Var rændur og féll Það var árið 1979 að Þorleifur var á ferðalagi í Stetin í Póllandi ásamt vinum sínum, en þangað var ódýrt að ferðast frá Svíþjóð þar sem hann var í sagnfræðinámi. Eftir nætur- volk á ferju og fundahöld um ferða- lagið með pólsku hvítvíni, sem smakkaðist alltaf betur og betur, urðu nokkrar sígaunastúlkur á vegi hópsins. Í bókinni lýsir Þorleifur því hvernig blíðmælgi og atlot stúlkn- anna náðu um stund að fella varnir hans og áður en hann vissi af var veskið horfið úr jakkanum. Ekkert þýddi að hlaupa á eftir þjófnum, hann var horfinn. „Ég eiginlega kolféll vegna þessarar reynslu, mér fannst Smáþjóðir sem berjast fyrir tilvist sinni Þorleifur Friðriks- son býður lesend- um Hulduþjóða Evrópu upp á ferða- lag milli framandi samfélaga þar sem ólíkar þjóðir búa. Á meðal þjóða sem lesandinn kynnist eru Bojkar, Frísar, Walsar, Sarakats- anar og Gagauzar, svo aðeins örfáar þjóðir séu nefndar. Mynd | Hari Þrjár ungar blómarósir af þjóð Róma í þorpi skammt frá sumardvalar- staðnum Albena á Svartahafs- strönd Búlgaríu. Nemendur í Kasjúbaskóla í norðurhluta Póllands taka á móti hópi íslenskra kennara í ferð með Þorleifi Friðrikssyni. Rómakonur njóta miðdegisverðar. „Ég hef fáa hitt sem eru svo gestrisnir sem Rómar. Þessar konur buðu okkur af trakteringunum,“ segir Þorleifur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.