Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 18.11.2016, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 18.11.2016, Qupperneq 24
volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt V H /1 6- 04 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þegar ég fékk ríkisborgara-réttinn þá þurfti ég að velja mér íslenskt nafn. Millinafnið mitt var Valeriano svo ég breytti því bara í Valdís,“ segir Nora Valdís Mangubat. Nora er frá Filippseyj- um og hefur búið hér í tuttugu og fimm ár. Árið 1991 var Nora einstæð þriggja barna móðir á Filippseyj- um, vann sem bókhaldari hjá stóru fyrirtæki og bjó hjá foreldrum sín- um. Maðurinn hennar fyrrverandi hafði yfirgefið hana og börnin svo Nora ákvað að freista gæfunnar á Ís- landi. „Systir mín var gift Íslendingi og var búin að búa hér í þrjú ár. Ég ákvað að koma og fékk þriggja mánaða dvalarleyfi. Ég kom í júní og vissi ekkert hvað myndi verða en mér líkaði vel hér. Systir mín vann við að skúra heilsuræktar- stöð og ég hjálpaði henni um sum- arið en þurfti að fara aftur til baka í október,“ segir Nora en þá tók syst- ir hennar til sinna ráða. „Hún vildi finna handa mér mann og ég gaf henni leyfi til þess.“ „Eiginmaður systur minnar átti vin sem var einstæður svo hún ákvað að koma okkur saman. Hún hélt matarboð til að kynna okkur en ég var alls ekkert viss um að honum myndi lítast á mig því ég var orðin 38 ára og átti þrjú börn.“ Aðspurð hvort matarboðið hafi verið óþægilegt segir Nora svo hafa verið og skellihlær. „Jú, þetta var al- veg pínu skrítið en samt bara gam- an því þetta var svo góður maður. Við töluðum heilmikið saman og ég sagði honum allt um Filippseyjar og frá börnunum mínum og þetta gekk vel. Við giftum okkur stuttu síðar, þann 17.október, og höfum verið mjög hamingjusöm síðan. Ég var heppin að hitta Pétur, hann er svo góður. Hann ættleiddi börnin mín og hefur verið þeim góður faðir síð- an. Yngsta dóttir mín kom til okk- ar ári eftir að við giftum okkur og svo komu eldri börnin tvö hingað tveimur árum síðar. Börnin okkar eiga samtals níu börn í dag svo við Pétur erum rík af barnabörnum.“ Fimm árum eftir giftinguna fékk Nora starf við dauðhreinsun á Landspítalanum og hefur unnið þar síðan. Hún hefur þrisvar gegnt starfi formanns filippíska félagsins á Íslandi og segist þekkja marga frá heimalandinu. „Við erum stór hóp- ur og hittumst reglulega og það er mjög gaman. Svo búa líka þrjú af sjö systkinum mínum á Íslandi svo það er mikið um að vera þegar öll fjölskyldan hittist,“ segir Nora sem reynir að heimsækja heimahagana á hverju ári. „Mamma býr þar enn og hún býr ein svo ég verð að fara til hennar, hún verður níutíu ára á næsta ári. Hún er það eina sem ég sakna og ég sakna hennar mikið.“ Leyfði systur sinni að finna handa sér eiginmann Innflytjandinn Nora Valdís Mangubat ákvað að freista gæfunnar á Íslandi fyrir tuttugu og fimm árum. Stuttu síðar kynntist hún eiginmanni sínum og hafa þau verið hamingjusamlega gift síðan. Mynd | Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.