Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 18.11.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 18.11.2016, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 stofnsins. Við gerðumst verndarar hennar og um leið rándýr, því það er rándýrið sem viðheldur heilbrigði. Hún gaf okkur allt sem hún gat og treysti okkur fyrir heilbrigði sínu. Eða forfeður hennar treystu forfeðrum okkar til þess. Frá henni fengum við ullina í seglin svo við gætum siglt yfir hafið og orðið Íslendingar. Kjötið í kropp- inn svo hægt væri að þrauka og elskast og finna hlýju í vetrarhörk- um. Völurnar til að spá í örlögin og töff gærur og skinn svo við gæt- um riðið um héröð með stæl. Og auðvitað járnríka lífsblóðið sjálft og leikföng fyrir börnin. Semsagt nánast allt. (Rjóminn og mysan og þorskurinn og allir hinir bíða síns lofgjörðartíma). Það var engin skuldbindingarfælni að hrjá þessa forfeður okkar. Formóðir veganistans Kindin gaf okkur nánast allt sem hefur nært okkur og viðhaldið lífi okkar þessi þúsund ár Íslands- byggðar, og í raun miklu, miklu lengur. Og það var að stórum hluta kindin sem kenndi okkur á landið. Batt okkur órjúfanlegum örlaga- þráðum svo að nú hefur orðið átt- hagafjötrar fallegan hljóm í huga okkar Íslendinga. Í dag ferðast ullin hennar um heim allan, hún fellur út með túristaflóðinu, enda líta margir ferðamenn svo á að það sé nánast það sama og að vera Íslendingar og að eiga íslenska lopapeysu. Á meðan sitjum við við tölvurnar og skiptum okkur í lið með eða á móti búvörusamningnum, með eða á móti bændum. Við erum annaðhvort neytendur eða fram- leiðendur. Staðreyndin er samt sem áður sú að kindin er formóðir dóttur minnar, og hún og er líka formóð- ir dóttur veganistans. Hún er formóðir okkar Íslendinga. Því sá sem ól fyrsta forföðurinn er auðvitað forfaðir. Við getum ekki valið þá forfeður sem okkur lík- ar best við úr ættleggnum. Í því samhengi skiptir engu máli hvaða næringarsiðfræðipostillu við kjós- um. Getum við ekki byrjað á þessu áður en við setjumst sitt hvoru megin við borðið að ræða búvöru- samninga. Munað að við erum í sama liði, af sama ættbálki? Heilar á skólanefndarfundi Um daginn aðstoðuðum við mæðgur vini okkar á Melum, Björn og Böddu, í heimaslátrun. Hún er öðruvísi en sú sem fyrir börnunum er höfð í Minecraft leiknum. Þar þurfa börnin að slá skepnurnar í höfðið ítrekað til að drepa þær. Á Melum er hlýjan nánast áþreifanleg og augljóst að samningurinn forni er enn í fullu gildi. Dóttir mín steig þarna vígsluskref í átt að raunveruleikan- um og hjálpaði svo við að skrúbba skrokkana eftir slátrun og ganga frá því sem átti að urða. Dauðan- um er nefnilega ekki úthýst hér heldur. Ég þurfti svo að skjótast á skólanefndarfund í Finnboga- staðaskóla og þar færði Ingólfur í Árnesi mér nokkra kindaheila sem ég nota til að súta gærur. Ég stopp- aði svo á leiðinni heim í Árnesi þar sem Ingvar og Valgeir höfðu geymt fyrir mig fallegar gærur af nýslátr- uðum lömbum. Þegar ég kom á hlaðið voru þeir að sauma saman kind sem hrafninn hafði krunkað í. Ég frétti svo að Systa á Krossnesi hefði skilið eftir handa mér fleiri heila sem Hulda í kaupfélaginu geymdi fyrir mig í smjörkælinum. Þegar við komum heim borðuðum við safaríkan frambóg í steikar- samloku og fluttum svo leggi og gærur yfir kaupfélagsplanið út í kvenfélags herbergið sem Gunn- steinn og Maddý á Bergistanga lán- uðu mér fyrir gæruvinnuna. Næsta dag fékk ég fjórar vambir á Melum því mig langar að læra að hreinsa vambir í heita vatninu fyrir ofan Krossnes- laug og fylla af lifrarpylsu. Björn og Badda og Gulli lögðu svo á sig að hreinsa út gorið fyrir mig og taka þær frá. Í kaupbæti fékk ég blóðgraut og lifrarbuff í hádegis- mat á Melum. Svona renna dagarnir fram hérna, með kindinni og öllu því sem hún gefur og þannig reyni ég að rifja upp ævafornan samn- inginn, með höndunum í hvers- dagsleikanum og með hjálp góðra granna. Hvar fela guðirnir sig? Hvar fela guðirnir sig á viðsjár- verðum tímum er þungavigt- arspurning sem passar ótrúlega vel við dagana hér í Árneshreppi. Við slíkum spurningum er hvorki til einfalt svar né endanlegt, þær taka á sig mynd gátu með tím- anum og geta orðið að lífstíðar- vinum. Þessi spurning er ein af mínum uppáhalds því hún kveikir svo vel í ímyndunaraflinu, hún étur ekki upp ráðgátu lífsins held- ur nærir hana. Góður vinur minn sem er sérlegur gátusmiður af þessari gerð kenndi mér þessa og svarar henni svona: Á viðsjárverð- um tímum fela guðirnir sig þar sem engum dettur í hug að leita þeirra! Það er náttúrulega vel þekkt saga að guðir eiga það til að fela sig í fjárhúsum á viðsjárverðum tímum. Svo hver veit, kannski eru þeir einmitt þar, líka núna. Með henni Örlög minni, Sísí og Bíbí og öllum hinum þar sem menn og dýr heiðra ævaforna samninga forfeðranna og næra lífið í hvers- dagsleikanum. Elín Agla er móðir Jóhönnu Engil- ráðar, þjóðmenningarbóndi, hafnar- stjóri, áhugasútari og skólabíl- stjóri. Hún sendir fréttaskeyti með hversdagslegu ívafi úr Norðurfirði á Ströndum. Hún stærir sig af því að geta ekki útskýrt hvað hún meinar með því sem hún  skrifar. Dóttir mín steig þarna vígsluskref í átt að raun- veruleikanum og hjálpaði svo við að skrúbba skrokkana eftir slátrun og ganga frá því sem átti að urða. Á viðsjárverðum tímum fela guðirnir sig þar sem engum dettur í hug að leita þeirra! „Frá kindinni fengum við ullina í seglin svo við gætum siglt yfir hafið og orðið Íslendingar,“ segir Elín Agla. af mæ listilbo ð lín design 20-50% AFSLÁ TTUR AF VÖLDUM VÖRUM LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS Bera - Toppur Verð nú 2.792 kr. Verð áður 3.490 kr. Megi draumar þínir rætast Verð nú 8.386 kr. Verð áður 11.980 kr. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.