Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 44
Jólaskraut
í miðbænum
Nú er jólaskrautið
komið á sinn stað í
miðbæ Reykja víkur.
Enn eru fimm vikur til
jóla, og sumir spyrja
sig hvort þetta sé of
snemmt; en Frétta-
tíminn segir þvert nei!
Bíó
Nýjasta verk J. K. Rowling, móður Harry Pott-
er heimsins, Fantastic Beasts and Where to
Find Them, var frumsýnt í vikunni.
Sagan segir frá galdrakarlinum Newt
sem ferðast til New York; fljótt
breytist fjörið þó í spennu þar
sem Newt og vinir þurfa að
berjast við illu öfl töfranna. Góð
mynd fyrir alla fjölskylduna.
Bók
Bókin Fyrsti arkitektinn kom út fyrir
stuttu, um Rögnvald Ólafsson og verk
hans. Bókin inniheldur 400 ljósmyndir og
100 húsateikningar með ítarlegum texta
eftir Björn G. Björnson,
sýningahönnuð. Enginn
áhugamaður um arkitektúr
og hönnun má láta þessa
bók fram hjá sér fara.
NÝTT
Í
BÆNUM
Tölum um ...
Jólagjafir
Aron Leví Beck
Fyrir mér er það dauðinn á hjólum
að vera spurður hvað mig langi í
jólagjöf. Ég held að árangur náist
með því að leggja höfuðið í bleyti
og fylgja eigin sannfæringu.
Snæfríður Sól
Gunnarsdóttir
Á hverju ári sé ég fyrir mér í hilling-
um að ég verði sjúklega sniðug og
búi allar jólagjafir til sjálf, snarviss
um að þetta verði svo ótrúlega kósý
og jólalegt stúss hjá mér, enda svo
yfirleitt í stressi í Kringlunni á síð-
ustu stundu. Ætli ég sé ekki þessi
týpíski adrenalínfíkill?
Kristín Klara
Jóhannesdóttir
Jólagjafir eru vesen þegar þú átt eft-
ir að kaupa þær allar, pakka inn og
hefur ekki hugmynd um hvað þig
langar í. En vesenið er löngu gleymt
í gleðinni á aðfangadag.