Fréttatíminn - 18.11.2016, Qupperneq 56
…endurvinnsla kynningar 12 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Snyrtilegt Djúpgámar voru settir niður við fjölbýlishús á Norðurbakkanum í Hafnarfirði.
Á yfirborðinu eru nett ílát en niðri í jörðinni eru stórir gámar sem taka við rusli. Lóðin við
fjölbýlishúsið verður því mun snyrtilegri en ella.Mynd | Rut
Aukin endurvinnsla Ingi Arason, rekstrarstjóri hjá Hafnarbakka, segir að Íslendingar séu
sífellt að verða duglegri við að flokka rusl. Aukin flokkun kallar á nýjar lausnir og djúpgámar
við fjölbýlishús hafa reynst afar vel. Mynd | Rut
Ný lausn við flokkun og frágang á rusli
Djúpgámar henta vel fyrir utan fjölbýlishús en þeir geta gjörbreytt ásýnd lóða.
Unnið í samstarfi við Hafnarbakka.
Þarna erum við að bjóða upp á nýja lausn sem er bæði nettari og fallegri fyrir umhverfið en hingað
til hefur verið í boði,“ segir Ingi
Arason, rekstrarstjóri hjá Hafnar-
bakka.
Hafnarbakki býður nú upp á
svokallaða djúpgáma sem henta
vel fyrir utan fjölbýlishús. Djúp-
gámarnir eru grafnir ofan í jörðina
en á yfirborðinu eru þeir á stærð
við hefðbundnar ruslatunnur og
flokkunartunnur. Þeir geta því
gjörbreytt ásýnd lóða við fjölbýl-
ishús.
„Þessi ílát líta sakleysis-
lega út, eins og lítil hefðbund-
in ruslatunna. En undir þessu
sýnilega netta íláti er gámur sem
getur verið þrír, fjórir eða fimm
rúmmetrar að stærð. Þetta kem-
ur alveg í stað þess að vera með
gám úti á plani,“ segir Ingi.
Íslendingar eru alltaf að bæta
sig við að flokka rusl og djúpgám-
arnir fara mjög vel saman við það,
að sögn Inga. „Einn af fylgifiskun-
um við aukna endurvinnslu er að
það þarf að huga að ílátum. Þegar
við erum farin að flokka sífellt
meira inni á heimilunum þarf fleiri
ílát. Og þetta er mótleikur við
það og virkar mjög vel. Svo ekki
sé minnst á að umhverfið verður
mun fallegra en ella.“
Djúpgámar eru neðanjarð-
ar eins og áður segir. Þeir eru
þéttir og þola íslenskt veðurfar
en þurfa auk þess minni umsýslu
en hefðbundnir gámar sem þýðir
minni kostnað. Þegar gámarn-
ir eru tæmdir er þeim lyft upp úr
jörðu og þeir tæmdir niður sem
hefur minni óþrifnað í för með sér
en með hefðbundna gáma. Djúp-
gámarnir eru fáanlegir í 3, 4 og
5 rúmmetra útgáfum og þeir eru
bæði auðveldir í notkun og falleg-
ir í umhverfinu.
Ingi segir aðspurður að djúp-
gámarnir hafi þegar verið teknir í
notkun við fjölbýlishús hér á landi
og býst við að þeir verði algengir
hér þegar fram líða stundir. „Sem
dæmi hefur Byggingarfyrirtæk-
ið VHE notað þá við fjölbýlishús
á Norðurbakkanum í Hafnarfirði
og Reykjavíkurborg hefur keypt
þessa nýjustu kynslóð gáma og
verða þeir teknir í notkun fljót-
lega. Við sjáum þetta fyrir okkur
sem lausnir fyrir fjölbýlishús í öll-
um nýrri hverfum á höfuðborgar-
svæðinu.“
við gerum okkur
mat úr þessu!
tökum við öllu TAUI og fötum, líka gömlum, slitnum
og götóttum. þau eru síðan seld til endurvinnslu.
Þannig fjármögnum við ýmis aðkallandi verkefni.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6-
02
76