Fréttatíminn - 18.11.2016, Side 58
Katrín Bessadóttir
katrin@frettatiminn.is
Ég vel að borða ekki kjöt og mjólk en læt það ekki sérstaklega á mig fá ef það leynist kannski hun-ang eða egg í einhverju
sem ég er að borða en ég myndi
ekki kaupa það. Ég kaupi til dæm-
is morgunkorn þó að ég viti að
viðbætta d-vítamínið er unnið úr
ullarfitu eða einhverju slíku. Fyr-
ir mér eru þessa vörur ekki stóra
vandamálið. Mér finnst mikilvæg-
ast að sleppa því að neyta kjöts og
mjólkurvara,“ segir Arna Sigrún
Haraldsdóttir.
Þrátt fyrir að hafa aðeins fyrir
tveimur árum ákveðið að hætta að
neyta kjöts og mjólkur hefur Arna
kynnt sér aðbúnað dýra og fram-
leiðslu dýraafurða vel. „Þetta byrj-
aði allt hjá mér þegar ég áttaði mig
á því hvað mér fannst ónáttúru-
legt og eiginlega bara ógeðslegt að
rækta kálfa til þess að taka mjólk-
ina af mömmunni - kálfurinn er í
rauninni bara hliðarvara. Svo er
svo margt rotið í kringum iðnaðinn
eins og einokun og offramleiðsla
- á hverju ári er milljörðum tonna
af mjólk hellt niður,“ segir Arna og
bætir við að mjólk sé heldur ekki
eins nauðsynleg fyrir fólk eins og
áður var talið. „Mjólk er kannski
ekki eins góð fyrir þig og okkur var
kennt í barnaskóla. Við lærðum að
trúa því að mjólk væri lífsnauðsyn-
leg. Hins vegar er hvergi í heim-
inum eins mikil beinþynning og í
þeim löndum sem mjólkurneysla er
mest. Fólk vissi bara ekki betur.“
Verið að taka - ekki gefa
Síðustu misseri hafa hópar gegn
mjólkuriðnaði vaxið ört og þar
má nefna #postmilkgeneration
og #mothersagainstdairy - þar
eru fremstar í flokki mæður sem
myndu ekki vilja að láta taka mjólk-
ina af sér til þess að gefa einhverj-
um öðrum. „Kýrnar eru ekki það
skynlausar skepnur að þeim sé
alveg sama - þær baula eftir kálfun-
um sínum og þetta tekur á. Ég trúi
því að þær viti það vel að mjólkin
sé ekki þarna fyrir okkur heldur af-
kvæmin sín,“ segir Arna en bendir
á að almenna hugsunin sé þó sú að
dýrin séu að gefa okkur afurðir sín-
ar. „Eins og börnum er kennt með
vísunni um skepnurnar sem gefa
okkur ullina, mjólkina, eggin og
svo framvegis - þar er alltaf þetta
orð gefa en það er meira verið að
taka.“
Veganúar og „meatless monday“
Mörgum hrýs eflaust hugur yfir því
að sleppa því að neyta dýraafurða
enda er samfélagið afar kjötmið-
að og dýraafurðir eru uppistað-
an í mataræði flestra. Arna segist
skilja vel að það geti verið erfitt að
snúa við blaðinu á einni nóttu. „Ég
hef mikla þolinmæði og skilning
fyrir því að fólki finnist þetta vera
erfitt, það er ekkert auðvelt af gefa
skyndilega upp á bátinn venjur
og hefðir sem tengjast mat. Það er
Við erum ekki Bjartur í Sumarhúsum
Arna Sigrún Haraldsdóttir hætti að neyta
kjöts og mjólkurafurða fyrir tveimur árum.
Henni finnst það lítið mál en undrast heift
fólks gagnvart þeim sem kjósa að sneiða hjá
dýraafurðum.
meira en að segja það og ekki hægt
að ætlast til þess að fólk snúi við
blaðinu yfir nótt. Þess vegna eru
átaksverkefni eins og Veganúar og
„meatless monday“ skref í áttina
sem margir taka sem vilja minnka
vægi dýraafurða í mataræðinu.
Við erum ekki Bjartur í Sumarhús-
um, við stöndum ekki frammi fyrir
því að þurfa að borða mjólkina og
svo kúna - eða drepast! Við höfum
valmöguleika. Ef ég þyrfti að velja
á milli þess að borða kjöt eða drep-
ast úr hungri myndi ég auðvitað
borða kjöt en þannig er ekki raun-
veruleikinn.“
Örnu finnst þó sjálfri ekki erfitt
að sneiða hjá kjöti og mjólk enda
vöruúrvalið í stórmörkuðum og
sérverslunum orðið afar gott. Hún
gerir sér hins vegar fulla grein
fyrir því að sumir eru í aðstæðum
þar sem það er flókið. „Ef þú ert
bara að kaupa inn fyrir sjálfa þig
og þína fjölskyldu er þetta ekkert
Tvö ár án kjöts og mjólkur „Þetta byrjaði allt hjá mér þegar ég áttaði mig á því hvað mér fannst ónáttúrulegt og eiginlega bara ógeðslegt að
rækta kálfa til þess að taka mjólkina af mömmunni - kálfurinn er í rauninni bara hliðarvara. Svo er svo margt rotið í kringum iðnaðinn,“ segir Arna
Sigrún Haraldsdóttir. Mynd | Rut
mál en ef þú ert unglingur og býrð
hjá mömmu og pabba þá er þetta
flóknara og ef þér er til dæmis boð-
ið í mat til einhvers sem hefur enga
reynslu af því að elda grænmets-
rétti. Þetta getur verið erfitt og flók-
ið í samfélaginu en yfirleitt auðvelt
fyrir einstaklinginn.“
Arna mælir með að fólk sem er
áhugasamt um að gerast græn-
metisætur taki smá skref til að
byrja með. „Það er erfitt að læra
að elda upp á nýtt og þess vegna
gott að byrja smátt, það þarf ekki
að umbylta matarkúltúrnum í einu
skrefi. Eldaðu nákvæmlega það
sem þú ert vön en skiptu út. Til
dæmis ef þú ert að gera hakk og
spaghetti, notaðu sojahakk fyrir
kjötið og ef þú ert að gera ham-
borgara, notaðu þá grænmetisbuff.
Ekki flækja lífið í upphafi, hann
er alveg stór pakki þessi lífstíls-
breyting.“
Jólablaðið
Þann 24. nóvember
auglysingar@frettatiminn.is
531 3310
Það er enginn vafi á því að jólablað
Fréttatímans er góður staður til þess að
kynna jólavörur og þjónustu. Í blaðinu
verður spennandi jólatengt efni af
ýmsum toga, skrifað af reyndum
blaðamönnum.
Að auki verða í blaðinu
vörukynningar í samvinnu
við fyrirtæki.
Endilega hafið samband við
okkur til að vera með
…heilsa − vegan 14 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Kjötframleiðsla
er það sem
hefur langmest áhrif
á losun gróðurhús-
lofttegunda, miklu
meira en til dæmis
samgöngur. Samt
erum við alltaf að
skammast í einka-
bílnum. Það er betra
fyrir umhverfið að
vera grænmetisæta á
Hummer en kjötæta
á hjóli.