Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 2

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 2
„Stutta svarið er já, það ríkir stjórn- arkreppa á Íslandi, hinsvegar er ágætt að halda því til haga að það ríkir engin neyð í landinu þó það sé stjórnarkreppa,“ svarar Eirík- ur Bergman, prófessor í stjórn- málafræði, spurður hvort það sé óhætt að fara að tala um stjórnar- kreppu á Íslandi. Viðræðum á milli Sjálfstæðis- flokksins og Vinstri grænna var hætt í gær, fimmtudag, og ákveðið að halda ekki áfram í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Mánuður er liðinn frá kosning- um og enn hefur ekki verði mynd- uð stjórn þrátt fyrir að hin ýmsu stjórnarmynstur hafi verið mátuð í viðræðum undanfarnar vikur. Katrín sagði í fréttum í gær, eft- ir fundinn með Bjarna Benedikts- syni í Alþingishúsinu , að það mætti jafnvel fara að skoða hvort það væri ekki kominn grundvöllur fyr- ir þjóðstjórn, og þá líklega kjósa á ný næsta vor. Athygli vekur að Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin eru farin að tala aftur saman, en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra, ásamt VG fyrir skömmu, en það var Viðreisn sem treysti sér ekki í áframhaldandi viðræður. Eiríkur segir það athyglisverða tilraun. „Mér sýnist þau ætla að reyna aftur við fimm flokka mynstur, enda VG að losna til við- ræðna.“ Hann segist ekki hafa mikla trú á því að Sjálfstæðisflokk- ur, Björt framtíð og Viðreisn geri þriðju atlöguna að óbreyttu, þá þyrfti að bæta flokki við til þess að styrkja samstarfið. „Og svo er það auðvitað minni- hlutastjórn,“ segir Eiríkur sem vill ekki útiloka þann möguleika enn sem komið er, „slíkt mynstur er ekki partur af íslenskri stjórnmála- menningu, en kannski er kominn tími á slíka stjórn nú,“ segir hann. Stjórnarkreppa staðreynd VG útilokar ekki þjóðstjórn Stjórnarmyndun er orðin um- talsvert flóknari en oft áður. Stjórnmál Prófessor í stjórn- málafræði segir stjórnarkreppu staðreynd, en formaður VG veltir fyrir sér hvort þjóðstjórn sé ekki orðinn raunverulegur möguleiki í stöðunni. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Útlendingastofnun vill senda afgönsk systkini, sem urðu fyrir hættulegri árás í heimalandi sínu, úr landi. Stúlkan er varanlega lömuð í andliti og strákurinn hefur misst málið eftir áfallið. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is „Stúlkan er varanlega lömuð á hægri hluta andlits og yngri strák- urinn, sem var tæplega tveggja ára þegar árásin var gerð, missti mál- ið,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardótt- ir, lögmaður afganskrar fjölskyldu, sem Útlendingastofnun hefur synj- að um hæli hér á landi. Kærunefnd hefur staðfest synjunina. Fjölskyld- an verður bráðum send til Þýska- lands vegna Dyflinarreglugerðar- innar. Fjölskyldan óttast að þaðan verði hún send aftur til Afganistan vegna nýs samnings Evrópusam- bandsins við Afganistan um að senda flóttamenn aftur heim, þar sem enn ríkir ófremdarástand eftir áratugalöng átök. „Talíbanar höfðu krafið föðurinn um að ganga til liðs við sig. Hann neitaði því og þá komu þeir inn á heimilið til að þvinga hann til þátt- töku,“ segir Eva Dóra. „Í kjölfarið hljóp Mostaf, eldri drengur hjón- anna, fimm ára og tók utan um fæt- ur föður síns á meðan talíbanarnir börðu hann. Þeir tóku strákinn og hentu ofan í op í gólfinu svo hann handleggsbrotnaði illa. Þeir börðu stelpuna, Rokshar þá þriggja ára, í hausinn með byssuskefti svo hún varð meðvitundarlaus og blæddi úr nefi og eyrum. Saheh, yngri strák- urinn, tveggja ára, varð vitni að árásinni og missti málið í kjölfarið.“ Stúlkan var í dái í rúman mánuð og hlaut heilablæðingu af árásinni. „Þegar Rokshar vaknaði úr dái var hún lömuð hægra megin í lík- amanum en fékk svo aðeins mátt- inn. Í dag er hún varanlega lömuð í andlitinu, með skerta heyrn og sjón.“ Fjölskyldan flúði til Íslands fyrir ári því þau höfðu heyrt að hér væri friðsamt og enginn her. Þau voru hins vegar stöðvuð í Þýskalandi og fengin til að gefa fingraför gegn vilja sínum, enda hugðust þau ekki sækja um hæli þar í landi. Sökum fingrafarsins verður fjölskyldan nú send til Þýskalands. Sótt hefur ver- ið um frestun réttaráhrifa og gjaf- sókn svo unnt sé að fara með málið fyrir dómstóla. Ekki hefur fengist niðurstaða í þeim efnum og er Eva svartsýn. „Hagsmunir barnanna skipta meginmáli. Mér hefði fundist eðli- legt að veita þeim hæli, viðbót- arvernd á grundvelli sérstakra aðstæðna eða að minnsta kosti dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum. Því var öllu synjað,“ segir Eva. „Vandinn er að ekki er horft á raunverulega stöðu fjölskyldunn- ar. Útlendingastofnun ber fyrir sig Dyflinnarreglugerðina. Því er ekki velt upp hvort tilefni sé til að beita undanþágureglu reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber engin lagaleg skylda til að styðjast við þessa reglugerð. Ef einhvern tím- ann er tækifæri til að veita undan- þágu þá er það núna.“ Fjársvik Lögregla rannsakar minnst tíu fjársvikamál sem tengjast snjallsímaforritinu KASS. Íslandsbanki á appið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu hafa borist tíu kærur vegna fjársvikamála sem tengjast KASS- -appinu, sem er í eigu Íslands- banka. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknar- deildar lögreglunnar, eru rann- sóknir á brotunum skammt á veg komin. „Um er að ræða kærur sem okkur hafa borist frá bönkunum, á málum þar sem grunur leikur á að fólk hafi misnotað appið til að stela peningum af annarra manna bankareikningum.“ Eitthvað virðast öryggismál appsins hafa misfarist í upphafi en forritin voru smíðuð til að auðvelda fólki að millifæra lægri upphæðir og deila kostaði. Að sögn Gríms eru þjónustuaðilar eru ekki grun- aðir um svikin, heldur lítur út fyrir að óprúttnir aðilar standi að baki. Um er að ræða margar millifærslur á lágum upphæðum. „Bankinn hefur lagt fram þessar kærur og við lítum á þetta eins og hvert annað kortasvikamál þar sem einhver kemst yfir kortaupplýsingar. Munurinn er samt sá að þetta eru mjög auðrekjanleg svik og því ætti ekki að vera vandasamt að upp- lýsa málin. Síðan þessi mál komu upp höfum við unnið að úrbótum á öryggismálum appsins,“ segir Edda Her- mannsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka. | þt Edda Hermannsdóttir hjá Íslandsbanka segir úrbætur hafa verið gerðar á öryggismálum appsins. Mannréttindi Hæstiréttur Íslands staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Salbjörg Ósk Atladóttir krafðist ógildingar á ákvörðun Reykja- víkurborgar um að synja beiðni hennar um beingreiðslusamning sem gerir henni kleift að fá fulla þjónustu á eigin heimili vegna fötlunar. Niðurstaðan þýðir að Salbjörg, sem er fötluð og þarf þjónustu allan sól- arhringinn, þarf að búa aðra hverja viku heima hjá sér, í íbúð í húsi foreldra sinna, en hina á skamm- tímavistun fyrir mikið fötluð börn. Þar er hún vistuð með börnum sem eru miklu yngri en hún. Salbjörg er tvítug og á því rétt á að búa heima hjá sér, rétt eins og aðrir fullorðnir einstaklingar. Hæstiréttur Íslands komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að lög- in legðu ekki ríkari skyldu á borgina til þess að veita henni þjónustu um- fram það sem reglur borgarinnar um beingreiðslusamninga mæltu fyrir um. Faðir Salbjargar, Atli Lýðsson, var í viðtali við Fréttatímann fyrr á árinu. Þar sagði hann: „Þetta er í raun ekki spurning um peninga, heldur hvernig þeir peningar sem fara í þjónustu við Salbjörgu eru notaðir. Það kostar álíka mikið að láta henni líða illa og myndi kosta að láta henni líða vel. Þess vegna skiljum við ekki af hverju ekki er hægt að breyta þessum reglum.“ | vg Salbjörg ásamt fjölskyldu sinni. Mynd | Rut. Salbjörg tapaði í Hæstarétti Útlendingastofnun sendir stríðshrjáð börn aftur til talíbana Systkinin þrjú. Mostaf, eldri drengurinn, stúlkan Rokshar og Saheh, yngri dreng- urinn. Mynd | Rut Tíu kærur vegna KASS appsins 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A S Ý N Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 2. – 16. desember

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.