Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
Fyrirtækið GAMMA reið einna fyrst
á vaðið í hópi fjárfestingarfélaga og
byrjaði að kaupa upp íbúðir í stórum
stíl í miðbæ Reykjavíkur og síðan í út-
hverfum og nærliggjandi sveitarfélög-
um. Íbúðirnar eru leigðar til almenn-
ings og skiluðu GAMMA tæplega 840
milljóna króna hagnaði í fyrra.
ir, sagði meðal annars um þessar
fjárfestingar GAMMA í íbúðarhús-
næði árið 2013, að hún hefði áhyggj-
ur af því að innkoma fjárfestingarfé-
lagsins á húsnæðismarkaðinn gæti
ýtt fasteignaverði upp. Þá hafði
einnig komið fram að GAMMA
rukkaði leigu sem var hærri en
gekk og gerðist á þeim tíma: „Við
höfum verulegar áhyggjur af þessu,
við fasteignasalar, að þetta gæti
haft veruleg áhrif á verðmyndun á
markaði. Og hvernig mun almenn-
ingi ganga að standa undir slíku
leiguverði?.“
Frá miðbænum til úthverfa
Þegar GAMMA hóf uppkaup á íbúð-
um í miðbæ Reykjavíkur árið 2012
má segja að það hafi verið fyrsti
stóri fjárfestirinn sem áttaði sig á
því að mikil hagnaðartækifæri gætu
legið í því að kaupa upp íbúðarhús-
næði og leigja út til almennings.
Í viðtali við DV í mars árið 2013
sagði Gísli Hauksson, forstjóri og
stofnandi GAMMA, að hann teldi
fasteignamarkaðinn á Íslandi vera
undirverðlagðan. GAMMA hafði
þá mánuðina á undan keypt upp
um 140 íbúðir fyrir fjóra milljarða
króna og vöktu þessi kaup talsverða
athygli á þeim tíma. „Við hefðum
ekki farið út í þetta nema af því
við töldum að markaðurinn væri
hagstætt verðlagður. Ég hef mikla
trúa á fasteignamarkaðnum. En
þetta er samt aðallega hugsað sem
öflugt leigufélag. Við höfum verið á
þeirri skoðun að leiguverð hafi ver-
ið lágt á Íslandi þannig að það hefur
ekki borgað sig fyrir eigendur íbúða
að leigja þær út. Leiguverð hefur
verið að þokast upp. Sjóðurinn er
að horfa allavega fimm ár fram í
tímann. Ég hef mikla trú á miðbæn-
um, ég er mikill miðbæjar maður,
og við töldum að það væri gott að
fókus era á hann.“
Síðan þetta viðtal var tekið hef-
ur GAMMA farið frá því að stýra
fjárfestingum fyrir um 25 millj-
arða króna og upp í meira en 100
milljarða króna og félagið hefur
fyrir löngu byrjað að kaupa upp
íbúðir í öðrum hverfum Reykjavík-
ur en miðbænum, meðal annars í
Breiðholtinu, eftir því sem íbúða-
verð miðsvæðis hefur hækkað til
muna.
Hins vegar hægðist talsvert á
fjárfestingum GAMMA í íbúðarhús-
næði árið 2015 og keypti fyrirtækið
mest af þeim íbúðum sem fyrirtæk-
ið á í dag á árunum 2013 og 2014.
Við skoðun á íbúðaeign Eclipse
fjárfestinga slhf. og Centrum fjár-
festigna slhf. er til að mynda ekki
ein íbúð sem keypt hefur verið í ár
en fyrirtækið keypti auðvitað 450
íbúðir á einu bretti af Íbúðalána-
sjóði þegar leigufélagið Klettur var
keypt.
Markmiðið að skrá félagið
Gísli segir í skriflegu svari til Frétta-
tímans að hann sé ennþá sömu
skoðunar um leigumarkaðinn á Ís-
landi og að markmiðið sé að skrá
Almenna leigufélagið á markað
árið 2018. „Ég er einmitt enn sömu
skoðunar; við höfum tekið þátt í því
að byggja upp öflugan leigumarkað
á Íslandi með langtímaleigusamn-
ingum (allt að 3 ár, ætlum að lengja
til 5 ára á næsta ári), sólarhrings-
þjónustu fyrir leigjendur og öðrum
nýjungum sem við höfum innleitt.
Planið frá 2013 er enn í gildi og það
er að skrá Almenna leigufélagið í
kauphöllina árið 2018.“
Fleiri leigufélög
Eftir að GAMMA byrjaði að fjárfesta
í íbúðahúsnæði byrjuðu fleiri fjár-
festar að gera slíkt hið sama. Þannig
byrjaði fyrirtækið Heimavellir að
kaupa upp íbúðir árið 2013 og er
það i dag orðið eitt stærsta leigu-
félag á Íslandi með tæplega 2000
íbúðir eftir að hafa eignast rúmlega
700 íbúðir á varnarliðssvæðinu á
Suðurnesjum fyrir skömmu. Áður
höfðu Heimavellir eignast rúmlega
100 íbúðir á svæðinu þegar félag-
ið Tjarnarverk var keypt. Stærstu
eigendur Heimavalla eru útgerðar-
félagið Stálskip, tryggingafélagið
Sjóvá Almennar og fjölmargir líf-
eyrissjóðir.
Stærri leigufélögin gleypa því þau
smærri en þetta hefur bæði gerst í
tilfelli fyrirtækja GAMMA sem og í
tilfelli Heimavalla. Minni félög, eins
og BK Eignir, eru svo einnig á þess-
um leigumarkaði.
Samhliða því sem íbúðaverð hef-
ur farið hækkandi á höfuðborgar-
svæðinu og í nærliggjandi sveitar-
félögum – vísitala íbúðaverðs hefur
hækkað um 13,6 prósent síðustu
tólf mánuðina – þá hefur leiguverð
líka hækkað til muna síðastliðin
ár. Þannig sagði Hagstofan frá því í
fyrra að leiguverð hefði hækkað um
40 prósent frá árinu 2011 og í lok
nóvember sagði Þjóðskrá frá því að
á síðustu 12 mánuðum hefði vísitala
leiguverðs hækkað um 8,5 prósent.
Þessi þróun þjónar hagsmun-
um fyrirtækja eins og GAMMA og
Heimavalla sem byrjuðu að kaupa
íbúðarhúsnæði fyrir þessa miklu
hækkun og því hefur verðmæti
fasteignanna sem þessi félög keypt
hækkað sem og leiguverðið sem fé-
lögin geta innheimt hjá leigjendum
fasteignanna.
„Óheillavænleg þróun“
Áðurnefnd Ingibjörg Þórðardótt-
ir, fasteignasali og fyrrverandi for-
maður Félags fasteignasala, segir að
hún telji ennþá að sú þróun að fjár-
festar eigi svo mikið af íbúðarhús-
næði sé óheillavænleg. Fleiri fjöl-
skyldur þurfa fyrir vikið að leigja
íbúðir en eiga húsnæðið sem þær
búa í þar sem það þjónar hagsmun-
um leigufélaganna að fólki sé ýtt
út á leigumarkaðinn vegna hærra
fasteignaverðs og baráttu við fjár-
sterkari aðila um íbúðir. „Þeir eru
búnir að sprengja upp verðið,“ seg-
ir Ingibjörg um leigufélögin. „Hvað
heldurðu að þeir gætu grætt ef þeir
myndu selja íbúðirnar núna?,“ spyr
Ingibjörg og vísar til þessa að þegar
GAMMA byrjaði að kaupa íbúðirn-
ar var fasteignaverð miklu lægra en
það er í dag. Fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu hefur hækkað um
rúmlega helming frá árinu 2011.
„Það sem hefur gerst á síðustu
árum er að fleiri barnafjölskyldur
eru komnar út á leigumarkaðinn
eftir að þessi þróun hófst. Þessi tala
var um 5 prósent en er nú komin
upp í 15 prósent. Þetta er 10 pró-
sent aukning hjá foreldrum barna
á grunnskólaaldri. Það hefur gerst
í allt of miklum mæli að fólk sem
lenti í erfiðleikum missti húsnæði
sitt og þessar eignir eru að hluta til
komnar í eigu þessara leigufélaga.
Það er bara orðið mjög erfitt að fóta
sig á fasteignamarkaði,“ segir Ingi-
björg.
Ársreikningar hluthafa Almenna leigufélagsins ehf. árið 2015
Hagnaður Eignir Skuldir Eigið fé
Eclipse fjárfestinga slhf. 424.108 4.727.439 3.128.048 1.599.390
Centrum fjárfestingar slhf. 356.437 4.736.872 3.211.648 1.525.208
Upphaf fasteignafélag slhf. 56.626 10.067.004 7.208.024 261.169
Samtals 837.171 19.531.315 13.547.720 3.385.767
„Það sem hefur gerst á
síðustu árum er að fleiri
barnafjölskyldur eru
komnar út á leigumark-
aðinn eftir að þessi þróun
hófst. Það hefur gerst í
allt of miklum mæli að
fólk sem lenti í erfiðleik-
um missti húsnæði sitt og
þessar eignir eru að hluta
til komnar í eigu þessara
leigufélaga. Það er bara
orðið mjög erfitt að fóta
sig á fasteignamarkaði,“
Ingbjörg Þórðardóttir fasteignasali
13.999 kr.
TENERIFE f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7
9.999 kr.
KANARÍ f rá
T í m a b i l : fe b rú a r - m a rs 2 0 1 7
12.999 kr.
ALICANTE f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7
19.999 kr.
LOS ANGELES f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7
19.999 kr.
SAN FRANCISCO f rá
T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7
7.999 kr.
BARCELONA f rá
T í m a b i l : j a n ú a r - fe b rú a r 2 0 1 7
Sólskin
í vetur!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.