Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
Sími 554 6800
www.vidd.is
Njarðarnes 9
Akureyri
Bæjarlind 4
Kópavogi
Það sem þú þarft fyrir jólaþrifin!
®
Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif
fyrir flísar, náttúrustein, dúka og
parket.
FILA Cleaner FILA NoDrops
FILA ViaBagno FILA Fuganet
Komdu í veg fyrir kísil með
NoDrops. Vatnsfráhrindandi
efni fyrir flísar og gler.
Hreinsar kalkútfellingar af flísum
og blöndunartækjum. Þau verða
eins og ný!
Einn virkasti fúguhreinsirinn.
Tekur fitu og önnur erfið
óhreinindi af fúgum og flísum.
25
%
afs
lát
tur
í d
es
em
be
r!
Signý Gísladóttir og Karl Sig-
tryggsson eru kennarar í Haga-
skóla. Signý hefur verið kennari
í næstum þrjátíu ár en Karl er að
kenna sitt annað ár. Þau eru ekki
ánægð með nýjan kjarasamning
og Karl íhugar að segja upp. Ekki
síst til að styðja áratuga langa
kjarabaráttu föður síns sem
kenndi alla sína ævi og er nú kom-
inn á eftirlaun.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þegar við hittumst eru Signý og Karl
nýkomin af fundi úr sal Hagaskóla
þar sem farið var yfir nýjan samn-
ing. Þau segjast ennþá vera að melta
stöðuna. Signý efast um að samn-
ingurinn verði til þess að kennar-
ar dragi uppsagnir til baka og Karl
segir kennara hálf vonsvikna. Þau
segja það augljóslega ekki hafa ver-
ið launin sem drógu þau í þetta
starf.
Karl: „Ég ætlaði aldrei að verða
kennari því ég er kennarabarn og
því búinn að fylgjast með kjarabar-
áttu foreldra minna frá því ég var
lítill og upplifa óréttlætið gagnvart
stéttinni í gegnum þau. Þar að auki
átti ég ekki ánægjulega skólagöngu
og leið aldrei vel í skóla. Ég átti í
miklum vandræðum með sjálfan
mig og kerfið passaði mér alls ekki.
Svo gerðist það óvart þegar ég fór
að leiðbeina unglingum í Vinnu-
skólanum að ég fann hvað mér þótti
gaman að vinna með unglingum, að
það gæti verð eitthvað fyrir mig. Ég
ákvað að fara í kennaranám og þar
fór ég aftur að öðlast trú á menntun,
að menntun væri lykillinn að svo
mörgum vandamálum. Og ég fékk
stóra drauma um að geta kannski
komið af stað breytingum í lífi ung-
linga, haft áhrif. Mig langar að hjálpa
ungu fólki að sjá meira en það sem
er beint fyrir framan það. Og mér
finnst ótrúlega heillandi að vera til
staðar fyrir mínar nemendur.“
Signý: „Mér fannst alltaf gaman í
skóla og er ein af þeim sem hlakkaði
alltaf til haustsins, að fá nýja blýanta
og strokleður. Ég er samt ekki ein
af þeim sem ætlaði alltaf að verða
kennari. Ég var á leiðinni til útlanda
í nám þegar ég varð allt í einu ólétt
og það varð til þess að ég söðlaði um
og ákvað að gerast praktísk. Ég fór í
Kennó og var ofsalega sátt þar frá
fyrsta degi. Ég fann hvað mér þótti
sérstaklega gaman að vinna með
unglingum og mér finnst það enn-
þá. Unglingar eru svo skemmtilegir,
opnir og hugmyndaríkir. Það er svo
merkilegt að sjá þau koma hér inn
á fyrsta ári og útskrifast svo þrem-
ur árum síðar sem breyttir einstak-
lingar. Það gerist svo margt á þessum
árum,“ segir Signý sem fer ennþá og
kaupir sér nýja blýanta og strokleður
á haustin. Hún hefur starfað í Haga-
skóla alla sína starfsævi, í 29 ár.
„Það hefur svo margt breyst frá
því ég byrjaði að kenna hér og skóli
án aðgreiningar fól í sér eina mestu
breytinguna. Þá fórum við að fá
nemendur sem sumir hverir höfðu
aldrei verið í almennum skóla og
því fylgdi álag á kennara, það gerð-
ist ekkert annað. Ekkert. Menn bara
reyndu að tækla þetta. Það komu hér
inn þroskaþjálfar í einhvern tíma
Kennarar eru
að vakna upp
af meðvirkni
„Umsjónarkennarinn er alltaf
með í öllu sem snertir hans
nemendur. Í því getur falist að
fara inn á BUGL á fundi, hitta
félagsráðgjafa í félagsþjón-
ustunni eða sálfræðinga. Það
er mjög mikið um greiningar
og allskyns vandamál, það er
eins og það hafi bara orðið
sprenging í þessum málum.“
Mynd | Rut