Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
en það er ekki núna. Kennarar eru
bara sérfræðingar í kennslu en allt í
einu erum við að starfa við allt ann-
að. Sjálfri finnst mér lang skemmti-
legast að kenna en það er alltaf að
verða minni hluti starfsins.“
Karl: „Það er miklu meira álag í
þessu starfi en hefði nokkurn tíma
getað ímyndað mér. Fyrsta árið mitt
hef ég aldrei verið jafn þreyttur alla
mína ævi. Ég fór alltaf að sofa klukk-
an átta á kvöldin, alveg örmagna.“
Signý: „Umsjónarkennarinn er alltaf
með í öllu sem snertir hans nem-
endur. Í því getur falist að fara inn á
BUGL á fundi, hitta félagsráðgjafa í
félagsþjónustunni eða sálfræðinga.
Það er mjög mikið um greiningar og
allskyns vandamál, það er eins og
það hafi bara orðið sprenging í þess-
um málum.“
„Samstarf við foreldra hefur líka
aukist og það er jákvætt en það eru
samt tvær hliðar á því. Og svo fer
tími í innleiðingu nýrrar námsskrár
og nýs umsjónarkerfis. Við þurfum
að finna tíma fyrir allt þetta fyrir
utan kennslu, undirbúning og úr-
vinnslu. Þetta er bara of mikið.“
Karl: „Ef þú ert umsjónarkennari
þá getur þú verið með vandamál í
bekknum sem þarfnast mikillar
vinnu og stöðugrar athygli. En svo
getur þú verið með bekk þar sem
ekkert er að gerast. Það sem vantar
inn í kjarasamninga er að þetta auka
álag, sem er breytilegt á milli bekkja,
verði tekið til greina.“
„Ég er heppinn því ég er ennþá
einhleypur og barnlaus svo ég get
lifað af laununum einn. En álagið
minnkar ekki þó launin hækki, það
þarf líka að endurskoða allt kerfið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvern-
ig sveitarfélögin ætla að díla við
þetta, sérstaklega aðalnámskrána
og skóla án aðgreiningar. Og ofan á
allt annað þá bætast við hlutir eins
og að húsið lekur og það eru ekki
til peningar fyrir nýjum gardínum.“
Signý: „Maður keyrir sig bara út
því það fer öll orkan í þetta. Ég kem
heim og er örmagna og það er ekki
vegna aldurs. Öll þessi aukavinna er
bara að taka allt yfir allt annað. Mik-
ið af þessari vinnu er skemmtileg og
gefandi, það er ekki það, en maður
hefur bara ekki orku í þetta allt. Og
það er ekki eins og maður fái ein-
hver laun fyrir þetta, þó að vinnan
sé kannski unnin á kvöldin eða um
helgar. Í síðasta kjarasamningi var
starfið sett upp í nokkrum liðum. A
hluti var kennsla og kennsluskylda,
B hluti var það sem er utan kennslu;
tiltekt í stofu, kennarafundir og
fleira. Og svo var C hluti sem inni-
hélt allt þróunarstarf. En svo ákvað
Reykjavíkurborg að það færu engir
peningar í C-hlutann. Og þrátt fyr-
ir að við fengjum ekkert borgað þá
héldum við samt áfram að vinna að
þessum verkefnum, frítt.“
Skóli án aðgreiningar
Stefnan um skóla án aðgreiningar
gengur út á að allir nemendur
eigi rétt á að stunda nám í sínum
heimaskóla, óháð líkamlegu og
andlegu atgervi þeirra. Skóli án
aðgreiningar gerir þannig kröfu
á alla almenna grunnskóla, og
þar með alla kennara, að þeir geti
tekið við öllum nemendum og
veitt þeim menntun við hæfi, óháð
hvers konar fötlunum, skerðingum
eða sérþörfum. Stefnan á upptök
sín í réttindabaráttu fatlaðra og
birtist fyrst í Salamanca-yfirlýs-
ingunni árið 1994. Aðalnámskrá
grunnskóla frá árinu 1999 byggir á
stefnunni en hún var ekki lögfest
fyrr en í lögum um grunnskóla árið
2008 og birtist ekki í Aðalnámskrá
grunnskóla fyrr en árið 2006.
Í maí 2015 skilaði mennta- og
menningarmálaráðuneytið skýrslu
um mat á framkvæmd stefnunnar.
Gögnin sem þar koma fram sýna
að almennt sé hugmyndafræðin á
bak við skóla án aðgreiningar litin
jákvæðum augum en að talið sé
erfitt að framfylgja henni. Stefnan
er talin hafa breytt skólastarfi að
verulegu leyti, en það þurfi m.a.
aukið fjármagn, meiri sérfræði-
þekkingu, meiri faglegan stuðn-
ing og aukið svigrúm í vinnutíma
kennara til að framkvæma hana
með fullnægjandi hætti. Hún hafi
í raun hvorki verið skilgreind,
kostnaðarmetin né innleidd með
nægilega skipulögðum hætti hér á
landi og því hafi verið erfiðleikum
bundið að leggja mat á árangur-
inn.
Signý Gísladóttir og Karl Sigtryggsson, kennarar í Hagaskóla. Mynd | Rut
Karl: „Við sem kennarar getum
ekki bara sagst ekki ætla að vinna
þá vinnu sem þarf að vinna. Það
kemur bara niður á börnunum. En
nú erum við búin að fá nóg og það
er ástæðan fyrir öllum þessum upp-
sögnum. Kennarar eru að vakna
upp af meðvirkni sem hefur verið
í gangi. Kennarar vilja bara fara að
gera eitthvað annað. Ég er búinn að
semja uppsagnarbréfið mitt og það
er hending að ég hef ekki skilað því
inn.“
„Að hluta til vill ég sýna samstöðu
með samstarfsfélögunum en ég er
líka að hugsa til föður míns sem
er búinn að vera í þessum pakka
öll þessi ár. Ég er búinn að fylgjast
með honum fara í öll þessi verkföll,
í gegnum alla þessa samstöðufundi
og allan þennan sársauka, blóð,
svita og tár. Það er alltaf borin minni
og minni virðing fyrir starfi kennara
og kannski er þetta enn eitt skref-
ið í átt að einkavæðingu skólanna,
að losna við kennara og svo geta
þeir sem hafa efni á því bara ráðið
sér kennara. Þá verður menntun
bara forréttindi fárra. Ég gæti alveg
haldið áfram að kenna en ég ætla
ekki að láta bjóða mér þetta, ég ætla
ekki að brenna út í starfi ef ég þarf
þess ekki.“
KJARAKAUP 2.750.000 kr.
VW Caddy Maxi 1.4 TGI / MetanBensín / Beinskiptur*
Fullt verð: 3.210.000 kr.
KJARAKAUP 4.490.000 kr.
MMC ASX Intense / 4x4 / Dísil / Sjálfskiptur
Fullt verð: 4.990.000 kr.
500.000 kr.
Afsláttur
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Hé
r e
r a
ðe
in
s
sý
nd
ur
h
lu
ti
af
b
ílu
m
í
bo
ði
. F
ul
lt
ve
rð
e
r v
er
ð
hv
er
s
bí
ls
m
eð
a
uk
ab
ún
að
i.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
du
m
g
æ
ti
ve
rið
a
nn
ar
e
n
í a
ug
lý
st
um
v
er
ðd
æ
m
um
. *
Fi
m
m
á
ra
á
by
rg
ð
gi
ld
ir
ek
ki
m
eð
a
tv
in
nu
bí
lu
m
.
KJARAKAUP 8.595.000 kr.
Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Fullt verð: 9.550.000 kr.
955.000 kr.
Afsláttur
HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra
sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen,
Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með mm ára ábyrgð.
Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin!
Nú er tækifærið
að fá sér nýjan bíl!
KJARAKAUP 4.430.000 kr.
VW Passat Highline 1.4 TSI / Bensín / Sjálfskiptur
Fullt verð: 5.330.000 kr.
900.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 2.450.000 kr.
Skoda Rapid Spaceback Ambition 1.2 TSI / Bensín / Beinsk.
Fullt verð: 2.890.000 kr.
440.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 3.190.000 kr.
VW Cross Polo 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur
Fullt verð: 3.580.000 kr.
390.000 kr.
Afsláttur
460.000 kr.
Afsláttur
Vistvænn