Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 Við erum að koma út úr tímabili sem einkennst hef-ur af upphafningu einstak-lingsins, tilfinningum hans, væntingum og réttindum. Þetta má sjá af breytingum á sjálfsmynd okk- ar og hlutverkum. Við viljum styrkja okkur sem einstaklinga og standa með sjálfum okkur í samskiptum við aðra. Sem er gott. Í þrengri samfélögum fyrra alda skipuðu hagsmunir hópsins hverj- um til hlutverks og stöðu. Eða hvern- ig ráðandi öfl skilgreindu hagsmuni hópsins hverju sinni. Upplausn þorpsins færði einstaklingum meiri rétt og meira vald yfir eigin lífi. Hann braut af sér gömul gildi, sem héldu honum niðri. Nútímamannréttindi eru að mörgu leyti réttur einstak- lingsins gagnvart hópnum. Þetta er góða sagan. Undanfarin ár og áratugi hefur áherslan á einstaklinginn farið út yfir þjófabálk. Ekki bara vegna þess að við erum öll veik í sjálfinu. Um leið og það verður samfélagslega ásættanlegt að taka ljósmynd af sjálfum sér hættum við að taka myndir af öðru fólki. Við virðumst þurfa aðhald frá hópnum til sturlast ekki af sjálfhverfu. Og ekki bara vegna þess að við getum ekki læknað okkur sjálf með því að greina okkur og skilja. Við erum bara að hluta til einstaklingar. Að stóru leyti erum við hópdýr. Við getum ekki orðið heilbrigðir einstak- lingar nema að lifa fullnægjandi lífi í samfélagi við aðra. Ekki með því að hegða okkur þannig að við fáum sem mest út úr þessum samskipt- um heldur með því að vinna fyrir hópinn. Þetta hafa margir reynt á sjálfum sér. Besta leiðin til að vinna á depurð er að hjálpa öðrum. Almennt vekur það miklu betri líðan að hugsa hlýlega til annarra en sjálfs sín. Og ekki heldur bara vegna þess að áherslur á einkahag umfram al- mannahag hafi skekkt samfélag- ið okkar. Við erum að koma út úr tímabili þar sem því var trúað að hlutafélagsformið væri óumræðilega betra en ríkisstofnunin vegna þess að hlutafélagið varð til sem farveg- ur svo beisla mætti einkahagsmuni í hópstarfi. Stofnunin, samvinnufé- lagið og samtökin þóttu ekki nógu skilvirk. Við trúðum að illt væri að koma nokkru í verk þar sem einka- hagsmunirnir náðu ekki að knýja áfram vélina. Af þessum sökum var nokkrum gömlum stofnunum breytt í hlutafélag; Ríkisútvarpið, Íslands- póstur og Keflavíkurflugvöllur eru nú rekin eins og þessi fyrirbrigði væru hlutafélög á markaði. Og ekki heldur vegna þess að okk- ur hættir æ meir til að líta á okkur sem neytendur á markaði. Kosn- ingar eru ekki farvegur okkar til samfélagsþátttöku heldur er okkur boðið upp á matseðil af flokkum og mætum ekki á veitingahúsið ef ekk- ert tilboð freistar okkar. Og ekki heldur vegna þess að æ stærri hluti samfélagsins er kominn undir valdsvið sérfræðinga og þátt- töku okkar er ekki vænst í ákvörðun um veigamikil mál. Ekkert af þessu einvörðungu en allt þetta saman og margt meira til hefur leitt til þess að við æfum of lítið í okkur hópdýrið. Erum orðin stirð í þeim hluta okkar sem er á millum okkar og annars fólks. Í Fréttatímanum í dag er viðtal við kennara sem lýsa hrörnun skóla- starfs á undanförnum áratugum. Ástæðan er ekki sú að nemendur séu nú erfiðari eða kennarar illa undir- búnir undir breytingar á skólastarfi. Samfélagið breytist og fólkið með. Vandi skólakerfisins er sá að ákvarð- anir um viðbrögð eru tekin langt frá starfinu sjálfu og án samráðs við þá sem starfa í skólunum, þá sem eru skólarnir. Mótun skólastarfs hefur verið of mikið á höndum þeirra sem líta á kennara sem hluta vandans, áunninnar efasemdar um heilindi opinberra starfsmanna. Fyrir utan langvarandi og þreyt- andi baráttu fyrir mannsæmandi launum hefur opinber stefna og stefnuleysi í skólamönnum mynd- að gjá milli kennara og atvinnurek- enda þeirra; ríkisins, okkar. Kennar- ar upplifa vantraust yfirboðara sinna gagnvart stéttinni, óvirðingu í gegn- um launagreiðslur og fyrirlitningu á reynslu og upplifun þeirra sem sinna verkunum. Hugmyndir þeirra sem móta stefnuna stangast á við raun- veruleikann; eru oftar en ekki illa grundaðar delluhugmyndir. Þannig kemur skólakerfið út úr margra áratuga upphafningu einka- hagsmuna. Það sama má segja um heilbrigðiskerfið og margra aðra þætti velferðarkerfisins sem byggt var upp síðast þegar hópdýrið í okk- ur fékk að móta samfélagið. Til að endurreisa velferðarkerfin þurfum við því að efla hópdýrið í okkur, ekki sveigja kerfin að upp- hafningu einkahagsmuna á kostnað almannahags. Stofnanir okkar eru ekki að hruni komnar vegna þess að það sé ómögulegt að halda uppi góðu starfi innan stofnunar. Þær eru að bresta vegna þess að við reyndum að reka þær eins og einkafyrirtæki. Gunnar Smári VERUM BETRI HÓPDÝR lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir FORDRYKKUR – freyðivín TE GRAFINN LAX Skallottukrem, dillmæjó, hrogn, súrdeigs kex ANDABRINGA Gulrótarkrem, portvínssósa ÍSLENSKT LANDSLAG Nauta tartar, reyktur ostur, rúgbrauð, pikklaður laukur, ediksnjór LETURHUMAR Jólatré og beurre noisette SVÍNASÍÐA Reykt sellerí-purée, kirsuberjasósa, fersk epli, pikklaður skallottulaukur GRILLUÐ NAUTALUND Jarðskokka og hvítsúkkulaði-purée, steiktar næpur með sveskjum og heslihnetum, ka’-hollandaise EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA Kryddkex, karamelluseruð hvítsúkkulaðimús, epla og fáfnisgrasfylling 8.900 kr. 7 rétta jólaveisla FRÁ KL. 17 Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Austurstræti 16 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011 JÓLIN Á APOTEKINU

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.