Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.12.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 02.12.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 Haukur Már Haraldsson ritstjorn@frettatiminn.is Kanslarinn hefur nú til-kynnt að á næsta ári muni hún bjóða sig fram til kanslara í fjórða sinn. Hún á stuðning víða. Barack Obama lauk síðustu embætt- isheimsókn sinni til Evrópu með því að lýsa Merkel nánasta bandamann sinn. Time Magazine hefur kallað hana „kanslara hins frjálsa heims“. Innan Þýskalands, og innan flokks- ins hennar, er staðan flóknari. Tístið Fyrir rúmu ári síðan virtist Merkel, nýstigin úr átökunum við Tsipras og Varoufakis um skuldir Grikk- lands, áhugalítil um flótta fólks frá Sýrlandi og öðrum átakasvæðum. Í júlí 2015 útskýrði hún fyrir 14 ára þýskumælandi stúlku frá Palest- ínu, í sjónvarpsþætti fyrir ungt fólk, að sér þætti það vissulega leitt, en „þið getið ekki öll komið“. Stúlkan, sem eftir fjögurra ára bið í kerfinu sá fram á brottvísun með fjölskyldu sinni, brast í grát. Merkel birtist áhorfendum sem verðugur arftaki uppnefnisins „járnfrúin“. Rúmum mánuði síðar tilkynnti – eða tvítaði – BAMF, Útlendinga- stofnun Þýskalands, um stefnu- breytingu: „#Dublin-ferlum sýr- lenskra ríkisborgara munum við héðan af ekki fylgja eftir“. #Dublin vísar til Dyflinnar-reglugerðarinnar: Sýrlendingum yrði ekki brottvísað í krafti hennar. Með öðrum orðum: Ef þú ert þaðan og ert kominn hingað, færðu líklega að vera. Allt í allt flúðu 890.000 manns sunnan að til Þýskalands það ár. Það eru ívið færri en búist var við, en jafngildir þó, miðað við íbúa- fjölda, því að 3.600 kæmu til Íslands. Á þessu ári bættust um 600.000 við – það gerir þá um 5.000 Kanslarinn Merkel – fyrir og eftir tíst Þýska velferðarríkið Otto von Bismarck, hinum íhalds- sama kanslara áranna 1871 til 1890, er eignaður heiðurinn af fyrsta velferðarríkinu, með lög- festingu sjúkratrygginga, atvinnu- leysisbóta og fleira upp úr 1880. Í sáttmálanum um sameinað Þýska- land, árið 1990, er hagkerfi þess lýst sem „félagslegu markaðs- hagkerfi“. Rínarkapítalismi er það stundum kallað, rótgróinn hluti af sjálfsmynd sambandslýðveldisins og setur meginátökum í þýskum stjórnmálum ákveðin mörk. Þessi skilningur á hlutverki ríkisins í hagkerfinu veitir þó veru- legt svigrúm fyrir ólík markmið og leiðir. Einkavæðingarhrina Íslands um aldamót bliknar í samanburði við einkavæðingu stórfyrirtækja á við Volkswagen, Lufthansa og Telekom, ferli sem hefur staðið frá 7. áratugnum. Fyrirliggjandi er einkavæðing lestarkerfisins, sem tafðist vegna kreppunnar 2008. Á sama tíma eru þýskir háskólar reknir án skólagjalda, heilbrigð- iskerfið án komugjalda, og af- skipti hins opinbera af mörkuðum veruleg, hvort sem er til að halda leiguverði viðráðanlegu eða gá hvað bændur eiga við ef þeir kalla eggin sín vistvæn. Merkel, doktor í eðlisfræði, er fædd í Hamborg árið 1954. Hún gekk til liðs við CDU 1990, árið sem Austur- og Vestur-Þýskaland endur- sameinuðust. Ári síðar varð hún ráðherra kvenna- og æskulýðsmála í ríkisstjórn Helmuts Kohl. Árið 2002 var hún kosin formaður flokksins, og þremur árum síðar kanslari. Mynd | Getty Tístið afdrifaríka. manns alls, umreiknað til Íslands. „Wir schaffen das,“ sagði Merkel frá byrjun: „Við reddum þessu.“ Hægrið Fram að tístinu afdrifaríka virtist Merkel, ef eitthvað var, íhaldssöm í málum innflytjenda. Árið 2010 lýsti hún því yfir að fjölmenning hefði „gjörsamlega brugðist“ og að þeir sem ekki samþykki kristinn mannskilning ættu ekki heima í Þýskalandi. Margir þeir sem fögn- uðu henni þá hafa nú fundið sér samastað í nýjum flokki: Alternativ für Deutschland, eða AfD. Eins og UKIP í Bretlandi skilgreinir hann sig út frá andstöðu við Evrópusam- bandið, sem virðist orðið að hunda- flautu öfga-hægrisins, skálkaskjóli fyrir fasista. Samkvæmt stefnuskrá vill AfD að ytri landamærum ESB verði lokað með öllu, hverjum flóttamanni verði haldið utan álfunnar þar til réttur hans til verndar hefur verið sann- aður. Þá má finna þar kaflaheitin „Islam á ekki heima í Þýskalandi“, og „Fleiri börn í stað fjöldainnflutn- ings“ – um fjölskyldustefnu flokks- ins. Þegar úrslit urðu ljós í forseta- kjöri Bandaríkjanna tvítaði Frauke Petry, formaður flokksins: „Hjartan- lega til hamingju.“ AfD vann stóra sigra í kosningum nokkurra sambandsríkja síðasta vor – í Sachsen-Anhalt reyndist hann stærsti flokkurinn. Í könnunum fyr- ir sambandsþingskosningar mælist hann nú með 13% fylgi. Það myndi að óbreyttu gera hann að þriðja stærsta þingflokki sambandsþings- ins að ári. Mótsagnirnar Komið hefur fram að í reynd beitti Þýskaland Dyflinnarreglugerðinni mjög sjaldan gegn sýrlensku flótta- fólki, allt frá árinu 2011, þegar Evrópudómstóllinn úrskurðaði gegn brottsendingum til Grikklands. Það var með öðrum orðum ekki svo að hliðið hafi verið harðlæst þar til í fyrra. Né opnaðist það þá upp á gátt. Merkel andmælti aðgerðum þeirra Evrópulanda sem hertu um sama leyti landamæraeftirlit til að hindra ferðir flóttafólks – en vann á sama tíma að samkomulagi Evrópusam- bandsins við Tyrkland, um að ferja þangað sýrlenska flóttamenn sem næðu ströndum Evrópu. Undir- ritun samkomulagsins síðasta vor lokaði sjóleiðinni til Evrópu, á meðan landamæravarslan í austri lokaði land- leiðinni. Eins og skrúfað væri fyrir: Komum flóttafólks til Þýskalands fækkaði úr 50.000 á viku, þegar mest var, í undir 5.000 á viku síð- ustu mánuði. Um leið vill stjórn- in draga úr komum annarra inn- flytjenda. Síðastliðið ár hafa þýsk stjórnvöld hert skilyrði fyrir mót- töku förufólks frá Afríkuríkjum og Balkanskaga og víðar – og tilkynnt um lagafrumvarp sem mun afnema bótaréttindi Evrópuborgara þar til þeir hafa unnið fimm ár í Þýska- landi. Merkel lét hins vegar ekki und- an þrýstingi frá CSU, systurflokki Angela Dorothea Merkel beitti hamingjuóskaskeyti sínu til næsta forseta Bandaríkjanna til að leggja honum línurnar: „Þýskaland og Bandaríkin eru bundin sameiginlegum gildum,“ skrifaði hún: „Lýðræði, frelsi, virðingu fyrir réttarríkinu og reisn sérhverrar manneskju óháð uppruna, lit, trú, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum.“ Rétt eins og Guðni Th., en með áhrifameira hagkerfi sér að baki. CDU í Bæjaralandi, um þak á þann fjölda flóttafólks sem Þýskaland tek- ur á móti árlega. Né segist hún, þrá- spurð, sjá eftir því: „Mergur málsins er þessi: Við erum land sem hefur í hávegum reisn hverrar einustu manneskju,“ sagði hún í nýlegu við- tali. „Frammi fyrir hörmungum á við þær í Sýrlandi verðurðu að taka afstöðu.“ CSU hefði viljað taka aðra afstöðu og bauð kanslaranum ekki í partíið sitt – bókstaflega: Merkel var ekki boðið á landsfund CSU í byrj- un þessa mánaðar. Það er víst eins- dæmi. Þar náðist þó samstaða um að leggja ágreininginn til hliðar og fylkja liði til kosninga. Valkostirnir Í ellefu ára valdatíð Merkel hef- ur atvinnuleysi lækkað úr tíu pró- sentum í fimm. Hagvöxtur gutl- ar, óspennandi en stöðugur, milli eins og tveggja prósenta. Erlendar skuldir nema sirka 70% af lands- framleiðslu. Síðustu fjárlög skiluðu afgangi. Útflutningur hefur vaxið – hægt en örugglega. Annað sem hefur vaxið er ójöfn- uður, hvort sem er mældur í tekj- um eða eignum. Það er ekki sérþýsk þróun, en jafn tilfinnanleg fyrir því. Vinstriflokkurinn Die Linke, arftaki austur-þýska sósíalistaflokksins, mælist nú með stöðugt 10 prósenta fylgi. Flokkur Græningja sveiflast milli 10 og 15 prósenta. Síðasta vor mynduðu þessir tveir, ásamt jafn- aðarmannaflokknum SPD, rauð- -rauð-græna meirihlutastjórn inn- an sambandsríkisins Berlínar. Auki þeir samanlagt fylgi sitt um nokkur prósent er sama stjórnarmynstur, vinstri-græn ríkisstjórn, ekki út úr myndinni næsta haust. Væri kosið nú heldur Merkel- -stjórnin hins vegar, samkvæmt könnunum, velli. Að óbreyttu virðist því líklegast að Merkel verði kanslari til ársins 2021. En margt sem þótti að óbreyttu líklegast hefur nýver- ið farið á annan veg. Og þess vegna hefur heimurinn augun á brosmilda fólkinu sem vill ekki láta kalla sig fas- ista. AfD er nú þriðji stærsti flokkur landsins, með 13% fylgi í könnun- um – í landi sem á að búa yfir varan- legu ónæmi fyrir upprunahyggju og útlendingahatri. Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs 2016 Aðalfundur Markaðsstofu Kópavogs verður haldinn mánudaginn 19. desember kl 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara 4. Önnur mál Allir með aðild að Markaðsstofu Kópavogs eru boðnir hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar í boði. Markaðsstofa Kópavogs · Fannborg 2, 200 Kópavogur · s. 570 1578

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.