Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 26

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 26
Tónlistin er svo eftir færeyska tónskáldið Suneif Rasmussen. Enginn er dómari í sinni sök og ef til vill þarf utanaðkomandi inn- herja eins og þau Amir og Arta til að greina hismið frá kjarnanum í norrænu þjóðarsálinni. Arta leynir því ekki að íranskur uppruni þeirra eigi stóran þátt í því að áhugi þeirra kviknaði. „Þegar ég var að alast upp var ég meðvituð um að eitt sinn hafi ver- ið til Íran, þar sem samstaða ríkti á milli íbúanna, enda deildu þeir sameiginlegu gildismati. Þetta er annað Íran en við þekkjum í dag,“ segir Arta. Hún og Amir eru bæði alin upp við þá trú sem kennd er við spámanninn Zaraþústra, og eru ein elstu trúarbrögð heims. Arta var fjögurra mánaða göm- ul þegar fjölskylda hennar leitaði hælis i Danmörku en faðir hennar var þekktur fyrir leik í verkum sem höfðu pólítíska undirtóna. Hún var komin vel á þrítugsaldur þegar hún heimsótti Íran í fyrsta skipti fyrir sjö árum. Hún lýsir þeirri reynslu sem „tilvistarlegu uppgjöri.“ Þekking hennar á Íran kom ekki síst úr írönsku sjónvarpi sem hægt var að horfa á í Dan- mörku en lífshættir fjölskyldunnar voru danskir. Eðlið í hinu norræna „Það var í Íran sem ég varð fyrst fyrir alvöru meðvituðu um tvöfald- an uppruna minn. Hingað til hafði ég alltaf talið mig Dana, en að vísu upprunnin í Íran eins og aðrir sögð- ust vera frá Fjóni eða Jótlandi.“ Hún fór að velta vöngum yfir því hver hún væri í eðli sínu og hvað hún ætti og ætti ekki sameiginlegt með Dönum og Írönum. Þegar hér var komið við sögu hafði hún hitt Amir, sem var að vinna við nor- ræna rapphátíð. Norræni söngur- inn var sú lausn sem Amir bauð henni upp á í heilabrotum hennar. „Það er hið norræna, þú finnur eðli þitt í hinu norræna,“ sagði Amir. Leit hennar að sjálfri sér var þannig á sama tíma leit að norræna kjarnanum og leiðin til hins nor- ræna óðs. „Og frá þeim degi sem ég byrjaði að vinna í þessu norræna samstarfi hef ég hitt Færeyinga, Íslendinga, Finna og smám saman fundið fleiri púsl í púsluspilinu.“ Hún fann margt í fari hinna Norðurlanda- búanna sem hún gat samsamað sig við. Hinir yfirveguðu Finnar minntu hana á föður hennar og ís- lenska kjötsúpan á sér systur-súpu í Íran! „Og ég hef tautað í barminn: „Kannski er ég bara norræn – fyrst ég er hvorki írönsk né dönsk,“ heldur Arta áfram. „Og á þessu mótunarskeiði datt úr úr mér: „Amir, ég held að Íran í mínum huga sé einhvers staðar á milli Finnlands og Noregs, Færeyja og Íslands. Það er á norðurslóðum míns eigin huga. Það er jafnstórt og hin löndin og ég held að ég sé í raun og veru fyrst og fremst norræn.“ Þú ástkæra, víðfeðma, ljósa land með löðrandi brim og jökultinda syngja nor- rænir kórar við tónlist íranskra flóttamanna. „Stjórnmálamenn tala stöðugt um sérstakt þjóðareðli í Danmörku og hinum Norðurlöndun- um, en gleyma því að erum hluti af einstökum norrænum félagsskap sem byggir á trausti, jafnrétti og öryggi. Óðurinn er til heiðurs þessu.“ arminGefðu Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Fenix 3 HR Verð frá 74.900 Heilsu- og Snjallúr sem hreyr við þér! Fenix 3 HR er úr fyrir kröfuharða íþróttamenn, útivistarfólk og alla sem líkar vandað og fallegt úr. 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.