Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 30

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég eyddi dálitlum tíma í Seúl eftir að hafa klárað nám en mér fannst borgin aðeins of geggj-uð, allt of mikið um að vera og allt oft mikið af fólki, þá kýs ég frekar að vera hér í Kópa- voginum,“ segir Arim Leum Kwon sem hefur komið sér vel fyrir ná- lægt sjónum í vesturbæ Kópavogs. Arim er fædd og uppalin í Busan, annarri stærstu borg Suður-Kóreu, og þar kynntist hún Árna, íslensk- um flugmanni sem bað hennar eft- ir tveggja ára samband. „Ég fann mastersnám í miðaldafræðum í Háskóla Íslands sem heillaði mig og ákvað að slá til, en ég er hér fyrst og fremst því íslenskir karl- menn eru svo hættulegir,“ segir Arim og skellihlær. Sami matur í öll mál Aðspurð um kóreska matarmenn- ingu og hvað einkenni hana frá annarri austur-asískri matarmenn- ingu segir Arim það vera þurrkuðu chili-flögurnar og kimchi-ið. „Svo er reyndar eitt sem fólki finnst oft- ast skrítið og það er að við borðum það sama í morgunmat, hádegis- mat og kvöldmat. Það er ein hrís- grjónaskál, önnur súpuskál og svo fullt af litlum smáréttum sem þú deilir með fjölskyldunni. Súpurnar okkar eru oftast byggðar upp úr soði af ansjósum, tófu og kombu- -þara en þær líkjast samt ekkert japönsku miso-súpunni. Okkar súpur eru þykkari og sterkari en þessar japönsku og þannig er líka almennt kóreskur matur, þéttur og sterkur. Ég held að fá asísk eldhús noti jafn mikið af chili og við. Einu sinni var ég að borða morgunmat hjá mömmu og tók eftir því að í hverjum einasta smárétti var hell- ingur af chili.“ Engin hefð fyrir mjólkurvörum Uppistaðan í kimchi, þjóðarrétti Kóreu, er kál sem kallast nabu en hefur oft verið kallað kínakál á Íslandi. Kálið er gerjað með sér- stakri chili sósu sem er breyti- leg eftir heimilum og héruðum. Hefð er fyrir því að kimchi sé gert í káluppskerunni í nóvem- ber og markar hún upphafið að vetrinum í Kóreu. „Sumir kaupa kimchi úti í búð en langflestir gera það heima hjá sér. Fólk gerir það í mismiklu magni en mamma mín gerir það alltaf í mjög miklu magni til að eiga út veturinn. Þá sker hún niður helling af haus- um og setur í risastóran bala með salti. Þegar saltið er búið að ná rakanum úr kálinu er chilisósan sett yfir. Aðaluppistaðan í hennar sósu eru chiliflögur, engifer, hvít- laukur, laukur, mangó, fiskisósa og smá hveiti. Svo er allt sett á krukkur og látið geymast þannig að kálið gerjast. Gerjunin í kálinu er meðal þess sem gerir sósuna svo góða og líka holla því það myndast í henni laktósabakteríur sem eru góðar fyrir meltinguna og þarmaflóruna. Það eru engar mjólkurvörur í kóreskri matar- hefð en það er úr þessu gerjaða káli sem við höfum fengið þessar hollu bakteríur,“ segir Arim sem á alltaf til kimchi í ísskápnum sem hún gerir sjálf eftir uppskrift móður sinnar. Verkaskiptingin breytist hægt „Hefðirnar eru auðvitað að breyt- ast hægt og rólega hjá okkur eins og annars staðar í heiminum en almennt lifa þessar matarvenjur enn. Fólk hefur minni tíma en áður svo margir borða á hlaupum og sumir fá sér kannski bara eitt djúsglas á morgnana, sérstak- lega unga kynslóðin. Auðvitað er hægt að nálgast mjólkurvör- ur í dag en þær eru ekki jafn algengar og á Vesturlöndum. Verkaskiptingin í eldhúsinu er líka að breytast en það er samt ennþá þannig að konurnar gera flest allt. Foreldrar mínir eru á fimmtugsaldri og pabbi myndi aldrei elda eða þrífa. Hann myndi heldur aldrei fá sér morgun- korn með mjólk í morgunmat þó mamma yrði örugglega glöð ef hann gerði það. Hún væri ör- ugglega alveg til í að sleppa því að gera heita súpu, hrísgrjón og meðlæti alla morgna. Þegar ég Kóresk matarmenning Chili og gerjað kál í öll mál Í Suður-Kóreu er enginn munur á morgunmat, hádegismat og kvöldmat og í næstum hverjum einasta rétti er chili. Arim Leum Kwon var lengi að venjast íslensku hefðinni að fá fólk heim í mat. Í Kóreu hittist fólk og borðar ódýrt á veitingastöðum eða fer með nesti á fallegan stað. Ráðhústorgið í Seúl 4. nóvember 2016. Þúsundir sjálfboðaliða taka á hverju ári þátt í að gera vetrarforða af kimchi sem er svo úthlutað til fátækra. Arim segir ekki marga frá Kóreu búa á Íslandi. Hún er í sambandi við fimm ungar konur og hittast þær reglulega og grilla saman. Kóreskt grill er ólíkt því íslenska því í Kóreu er grillað inni, á litlu eldstæði á matarborðinu. Mynd | Rut „Fólk giftir sig seint og svo er alveg bannað að vera í sambúð nema þú sért giftur svo margir búa einir, sem er dálítið einmanalegt. Það er líka mjög erfitt að finna húsnæði í Kóreu en það unga fólk sem flytur að heiman býr í pínulitlum íbúðum sem ekki er hægt að bjóða fólki í svo mað- ur hittist úti á götu til að borða saman.“ krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is JÓLA Leikföng Húsgögn Föndurvörur ofl. Fylgjstu með á Facebook! www.facebook.com/krumma.is GJAFIR til 24. des

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.