Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 54
…jólaskraut 14 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016
Hreinar línur og
skandínavískur einfaldleiki
Söstrene Grene 11 ára í dag
Unnið í samstarfi við
Söstrene Grene
Söstrene Grene á Íslandi fagnar í dag, 2. desember, 11 ára afmæli. Kristín Reyn-isdóttir er einn eigenda
Söstrene Grene á Íslandi og hefur
verið frá upphafi en í dag rekur hún
verslanirnar tvær ásamt Brynju
Scheving og Aðalsteini Þórarins-
syni.
Fyrsta verslun stofnendanna var
opnuð árið 1973 í Árósum í Dan-
mörku af systrunum Önnu og Clöru.
Verslunin var á 3. hæð í gömlu
verslunarhúsi en það kom ekki í veg
fyrir að kúnnahópurinn stækkaði
ört enda höfðu systurnar einstakt
auga fyrir fegurðinni í því smáa og
buðu upp á sanngjarnt verð.
Mikil væntumþykja
Verslunin á Íslandi var sú fyrsta
sem opnaði utan Danmerkur.
„Þetta var prófraun í því að reka
Söstrene Grene erlendis. Danirnir
hafa alltaf verið mjög ánægðir með
íslensku verslunina. Við höfum not-
ið ýmissa forréttinda í auknu vöru-
magni á vinsælum vörum því á milli
okkar ríkir gagnkvæm væntum-
þykja,“ segir Kristín. Verslanir Sö-
strene Grene eru nú yfir 100 að tölu
og 3-4 nýjar verslanir opna í hverj-
um mánuði um víða veröld.
Vonandi verður gott í sjóinn
Rekstur verslunarinnar hefur ætíð
gengið vel þrátt fyrir venjubundn-
ar séríslenskar efnahagssveiflur.
„Strax í byrjun höfðu oft myndast
langar raðir þegar við mættum til
vinnu og enn kemur fyrir að hleypa
þurfi inn í hollum þannig að öllum
líði vel í búðinni.“ Í jólabæklingnum
fyrir þessi jólin má finna vörur sem
koma í verslanir fram að jólum og
væntanlega vikudaga. „Við von-
umst til að standast tímasetningar
og gott verði í sjóinn í desember
allra vegna – líka sjómannanna,“
segir Kristín.
Einfaldleiki og notagildi
Mikið er í boði af hvers kyns
jólavarningi þessi jól sem endranær.
„Skandínavískri hönnun er ávallt
gert hátt undir höfði í Söstrene
Grene. Það á við um jólavörur sem
og annað. Hjá höfuðstöðvum Sö-
strene Grene eru starfandi áhuga-
samir hönnuðir sem fara ýmsar
leiðir í hönnun Grene-jólavara. Bæði
er leitað fanga í gamla norræna
jólastemningu en eins eru þeir afar
hrifnir af ljósum einfaldleika, hrein-
um línum, notagildi og þá síðast en
ekki síst skiptir verðið höfuðmáli,“
segir Kristín. „Ein vinsælasta línan
þessi jól er afar skemmtileg, klass-
ísk og náttúruleg. Einfaldir hlutir
búnir til úr norrænu birki. Svona
hluti er gaman að eiga og taka upp
jól eftir jól ásamt norræna bústna
jólasveininum.“
Brúni umbúðapappírinn
fallegastur
Einnig berast árlega nýjar jólat-
ískulínur í Söstrene Grene þar sem
tískustraumar og stefnur eru ríkj-
andi hverju sinni með áberandi í
munstri og litum. „Þá er rauði litur-
inn ríkjandi en með honum eru jafn-
vel settir óvenjulegir sterkir litir eða
mynstur sem gerir t.d. jólapappír-
inn, pokana og fleira sérstaklega
Grene-lega. Hvað sem öðru líður þá
er mínímalíski skandínavíski stíllinn
þó alltaf gegnumgangandi. Okkur
finnst margt fallegt en fallegastur
finnst mér þó brúni umbúðapappír-
inn, með snærum eða fallegum ofn-
um borðum og rauðum hjörtum,“
segir Kristín.
Fram að jólum er von á marg-
víslegri gjafavöru og bíða kúnnarnir
okkar spenntir eftir þeim. „Í fyrstu
viku í desember tökum við upp eina
stærstu og fallegustu gjafa- og
heimlissendingu ársins. Hún á eftir
að gleðja marga. Við óskum öllum
Grene-legrar aðventu!“
Einfalt Fallegir
hlutir úr norrænu
birki. Myndir | Hari
Allskonar kassar
Gaman er að gefa gjafir
í kassa sem síðan nýtist
áfram. Myndir | Hari